SFS segir sjómenn hafa komið með nýja kröfu inn í deiluna Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2017 13:37 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir Samninganefnd sjómanna kom með kröfu um rannsókn á fiskverði erlendra uppsjávarskipa á fundi með samninganefnd útgerðarmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Fundurinn var árangurslaus og voru deiluaðilar settir í fjölmiðlabann af ríkissáttasemjara eftir fundinn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu fréttabréf á félagsmenn sína eftir fundinn í gær þar sem kemur fram að sjómannasamtökin hefðu komið með nýja kröfu inn í deiluna sem kveður á um rannsókn á fiskverði erlendra uppsjávarskipa.Ekki komið til umræðu áður „Staða viðræðna hefur verið mjög þung og ábyrgð aðila er mikil. Hin nýja krafa hefur ekki komið til umræðu áður. Framlagning hennar er því með öllu ábyrgðarlaus og síst til þess fallin að færa aðila nær kjarasamningi. Þessi ákvörðun sjómannasamtakanna sýnir í verki algert viljaleysi til að ná farsælli lendingu í kjaraviðræðum sem eru á viðkvæmu stigi og hafa valdið ómældu tjóni,“ segir í fréttabréfi SFS til félagsmanna sinna. Þar er spurt hvers háttar ágreiningur valdi því að samningar takist ekki. SFS segir samninganefnd sjómanna hafa komið fram með fimm kröfur til viðbótar eftir að sjómenn felldu samninga öðru sinni 14. desember síðastliðinn. SFS segir kröfurnar fimm vera eftirfarandi:Sjómannaafsláttur sem felldur var niður af stjórnvöldum yrði bættur af sjávarútvegsfyrirtækjumOlíuverðsviðmiði yrði breyttFrítt fæðiFrír vinnufatnaðurFrí fjarskipti8 prósenta launahækkun SFS segir kröfur sjómanna í raun fela í sér kröfu um átta prósenta hækkun launa en samtökin segja í fréttabréfinu launahlutfall útgerða í dag um 30 – 50 prósent. „Á frystitogurum, línubátum og dragnótabátum er launahlutfallið nær 50% Af 10 fiskum sem þessi skip draga að landi fá sjómenn 5 fiska. Hlutfall sem þegar er of hátt verður því enn hærra, með þeim afleiðingum að rekstur verður ekki lífvænlegur til framtíðar. Fækkun í þessum útgerðarflokkum er þegar áhyggjuefni, en henni verður hraðað enn frekar ef fallist er á kröfur sjómanna. Kröfur sjómanna munu því draga úr fjölbreytileika sjávarútvegs til framtíðar. Af þeim sökum er ekki á þær fallist,“ segir í fréttabréfinu. Eftir að slitnaði upp úr fundinum í gær var ekki ákveðinn annar fundur af hálfu ríkissáttasemjara sem þarf þó lögum samkvæmt að boða til nýs fundar innan tveggja vikna. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. 4. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Samninganefnd sjómanna kom með kröfu um rannsókn á fiskverði erlendra uppsjávarskipa á fundi með samninganefnd útgerðarmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Fundurinn var árangurslaus og voru deiluaðilar settir í fjölmiðlabann af ríkissáttasemjara eftir fundinn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu fréttabréf á félagsmenn sína eftir fundinn í gær þar sem kemur fram að sjómannasamtökin hefðu komið með nýja kröfu inn í deiluna sem kveður á um rannsókn á fiskverði erlendra uppsjávarskipa.Ekki komið til umræðu áður „Staða viðræðna hefur verið mjög þung og ábyrgð aðila er mikil. Hin nýja krafa hefur ekki komið til umræðu áður. Framlagning hennar er því með öllu ábyrgðarlaus og síst til þess fallin að færa aðila nær kjarasamningi. Þessi ákvörðun sjómannasamtakanna sýnir í verki algert viljaleysi til að ná farsælli lendingu í kjaraviðræðum sem eru á viðkvæmu stigi og hafa valdið ómældu tjóni,“ segir í fréttabréfi SFS til félagsmanna sinna. Þar er spurt hvers háttar ágreiningur valdi því að samningar takist ekki. SFS segir samninganefnd sjómanna hafa komið fram með fimm kröfur til viðbótar eftir að sjómenn felldu samninga öðru sinni 14. desember síðastliðinn. SFS segir kröfurnar fimm vera eftirfarandi:Sjómannaafsláttur sem felldur var niður af stjórnvöldum yrði bættur af sjávarútvegsfyrirtækjumOlíuverðsviðmiði yrði breyttFrítt fæðiFrír vinnufatnaðurFrí fjarskipti8 prósenta launahækkun SFS segir kröfur sjómanna í raun fela í sér kröfu um átta prósenta hækkun launa en samtökin segja í fréttabréfinu launahlutfall útgerða í dag um 30 – 50 prósent. „Á frystitogurum, línubátum og dragnótabátum er launahlutfallið nær 50% Af 10 fiskum sem þessi skip draga að landi fá sjómenn 5 fiska. Hlutfall sem þegar er of hátt verður því enn hærra, með þeim afleiðingum að rekstur verður ekki lífvænlegur til framtíðar. Fækkun í þessum útgerðarflokkum er þegar áhyggjuefni, en henni verður hraðað enn frekar ef fallist er á kröfur sjómanna. Kröfur sjómanna munu því draga úr fjölbreytileika sjávarútvegs til framtíðar. Af þeim sökum er ekki á þær fallist,“ segir í fréttabréfinu. Eftir að slitnaði upp úr fundinum í gær var ekki ákveðinn annar fundur af hálfu ríkissáttasemjara sem þarf þó lögum samkvæmt að boða til nýs fundar innan tveggja vikna.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. 4. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
„Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34
Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15
Sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. 4. febrúar 2017 12:00