Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 10:39 Hvíta húsið hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að ekki verði tekið tillit til nýja lögbannsins Vísir/AFP James Robart, bandaríski alríkisdómarinn sem sett hefur lögbann á tilskipun Trumps um ferðabann íbúa frá sjö Mið-Austurlöndum og Afríku, telur að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni. Bendir hann á að ekki hafi orðið nein hryðjuverk í landinu fyrir tilstilli fólks frá þessum sjö löndum sem tilskipunin tekur til, síðan 11.september 2001. Reuters greinir frá. Robart taldi því engar staðreyndir liggja að baki ákvörðun forsetans og að ekkert benti til þess að vernda þyrfti bandarísku þjóðina sérstaklega gegn einstaklingum frá þessum ríkjum. Robart nefnir að til þess að tilskipunin eigi stjórnskipunarlega rétt á sér þurfi hún því að byggja á staðreyndum fremur en skáldskap. Einnig skipti hér máli að tilskipun forsetans hafi víðtæk áhrif á landið þar sem nemendur og fólk úr atvinnulífinu sé meinað aðgang að landinu vegna þjóðerni síns. Þetta hafi því slæm áhrif á viðskiptalíf landsins og því beri að skoða tilskipunina vandlega. „Það sem við erum að sjá er að dómstólarnir eru að rísa upp gegn þessari tilskipun forsetans þar sem hún sé fullkomlega í ósamræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta eru því góðar fréttir fyrir fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á fordómum Trumps og þurft að líða fyrir trú sína og þjóðerni, “ Omar Jadwat, framkvæmdarstjóri samtaka um réttindi innflytjenda. Þetta kemur frá í grein New York Times.Ákvörðun Robart er heldur ólík viðbrögðum annarra dómara sem lagt hafa lögbann á tilskipunina. Lögbann Robarts gildir um land allt. Hingað til hafa lögbönn á tilskipunina aðeins átt við einstaklinga og ekki tekið til landsins alls. Hvíta húsið hyggst stöðva lögbanniðHvíta húsið hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að ekki verði tekið tillit til nýja lögbannsins og að farið verði í það að reyna að stöðva lögbannið um leið og tækifæri gefist. Talsmenn Hvíta hússins leggja áherslu á að tilskipun Trumps hafi verið lögmæti og átt fyllilega rétt á sér „Tilskipun forsetans var sett til að vernda land og þjóð,“ segir í tilkynningunni og bendir á að forsetinn hafi stjórnarskrárbundna ábyrgð til þess. Í fyrstu kom einnig fram að lögbannið væri „outrageous“ eða yfirgengilegt en það orð hefur nú verið tekið út úr tilkynningunni. Tilkynningu Hvíta hússins má sjá hér að neðan. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
James Robart, bandaríski alríkisdómarinn sem sett hefur lögbann á tilskipun Trumps um ferðabann íbúa frá sjö Mið-Austurlöndum og Afríku, telur að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni. Bendir hann á að ekki hafi orðið nein hryðjuverk í landinu fyrir tilstilli fólks frá þessum sjö löndum sem tilskipunin tekur til, síðan 11.september 2001. Reuters greinir frá. Robart taldi því engar staðreyndir liggja að baki ákvörðun forsetans og að ekkert benti til þess að vernda þyrfti bandarísku þjóðina sérstaklega gegn einstaklingum frá þessum ríkjum. Robart nefnir að til þess að tilskipunin eigi stjórnskipunarlega rétt á sér þurfi hún því að byggja á staðreyndum fremur en skáldskap. Einnig skipti hér máli að tilskipun forsetans hafi víðtæk áhrif á landið þar sem nemendur og fólk úr atvinnulífinu sé meinað aðgang að landinu vegna þjóðerni síns. Þetta hafi því slæm áhrif á viðskiptalíf landsins og því beri að skoða tilskipunina vandlega. „Það sem við erum að sjá er að dómstólarnir eru að rísa upp gegn þessari tilskipun forsetans þar sem hún sé fullkomlega í ósamræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta eru því góðar fréttir fyrir fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á fordómum Trumps og þurft að líða fyrir trú sína og þjóðerni, “ Omar Jadwat, framkvæmdarstjóri samtaka um réttindi innflytjenda. Þetta kemur frá í grein New York Times.Ákvörðun Robart er heldur ólík viðbrögðum annarra dómara sem lagt hafa lögbann á tilskipunina. Lögbann Robarts gildir um land allt. Hingað til hafa lögbönn á tilskipunina aðeins átt við einstaklinga og ekki tekið til landsins alls. Hvíta húsið hyggst stöðva lögbanniðHvíta húsið hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að ekki verði tekið tillit til nýja lögbannsins og að farið verði í það að reyna að stöðva lögbannið um leið og tækifæri gefist. Talsmenn Hvíta hússins leggja áherslu á að tilskipun Trumps hafi verið lögmæti og átt fyllilega rétt á sér „Tilskipun forsetans var sett til að vernda land og þjóð,“ segir í tilkynningunni og bendir á að forsetinn hafi stjórnarskrárbundna ábyrgð til þess. Í fyrstu kom einnig fram að lögbannið væri „outrageous“ eða yfirgengilegt en það orð hefur nú verið tekið út úr tilkynningunni. Tilkynningu Hvíta hússins má sjá hér að neðan.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira