Ekkert bólar á skýrslu Hannesar um hrunið Sveinn Arnarsson skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur ekki skilað til fjármálaráðuneytis skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins sem hann átti að vera búinn með í júlí árið 2015. Samt sem áður hefur 7,5 milljónum króna verið varið í gerð skýrslunnar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerði samning við Félagsvísindastofnun sumarið 2014 um að rannsaka erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Átti gerð skýrslunnar að kosta tíu milljónir króna og verki að ljúka í júlí 2015. Höfundurinn var Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla íslands. Greiða átti fyrir skýrsluna í fjórum jöfnum greiðslum. „Greiddar hafa verið 7,5 milljónir vegna verkefnisins í samræmi við samninginn. Samkvæmt honum er áætluð lokagreiðsla, 2,5 milljónir króna, þegar lokaskýrslu er skilað,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fjármálaráðuneytið veit ekki enn hvenær skýrslan mun berast ráðuneytinu þrátt fyrir þessa 18 mánaða töf. Tafir á birtingu skýrslna úr fjármálaráðuneytinu hafa verið gagnrýndar nokkuð síðustu vikur eftir að tvær skýrslur voru birtar á vef ráðuneytisins eftir áramót sem tilbúnar voru fyrir kosningar í október síðastliðnum. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, segir þessa skýrslu augljóslega gerða í pólitískum tilgangi og setur spurningarmerki við að almannafé sé varið á þennan hátt. „Þegar fjármálaráðherra sér sér fært að mæta til Alþingis eftir frí í Austurríki er margt sem hann þarf að svara fyrir og bætir heldur í þann lista,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG. „Fyrst ber að nefna drátt aflandsskýrslunnar en einnig þarf að ræða efni þeirrar skýrslu. Að auki þarf hann að svara fyrir það af hverju skýrslan um skuldalækkun var geymd í ráðuneytinu fram yfir kosningar,“ bætir Svandís við. „Til þess eru margar ástæður, að vinnan við þessa skýrslu hefur tafist, en alls ekki sú, að slegið hafi verið slöku við í rannsókninni. Ein ástæðan er, að beðið var eftir birtingu og afhendingu skjala frá Bretlandi. Önnur er, að sumir erlendir viðmælendur voru önnum kafnir og gáfu ekki kost á sér nema með margra mánaða fyrirvara,“ segir í svari Hannesar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hann segir þriðju ástæðuna vera lélegt aðgengi að skjölum á Íslandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur ekki skilað til fjármálaráðuneytis skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins sem hann átti að vera búinn með í júlí árið 2015. Samt sem áður hefur 7,5 milljónum króna verið varið í gerð skýrslunnar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerði samning við Félagsvísindastofnun sumarið 2014 um að rannsaka erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Átti gerð skýrslunnar að kosta tíu milljónir króna og verki að ljúka í júlí 2015. Höfundurinn var Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla íslands. Greiða átti fyrir skýrsluna í fjórum jöfnum greiðslum. „Greiddar hafa verið 7,5 milljónir vegna verkefnisins í samræmi við samninginn. Samkvæmt honum er áætluð lokagreiðsla, 2,5 milljónir króna, þegar lokaskýrslu er skilað,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fjármálaráðuneytið veit ekki enn hvenær skýrslan mun berast ráðuneytinu þrátt fyrir þessa 18 mánaða töf. Tafir á birtingu skýrslna úr fjármálaráðuneytinu hafa verið gagnrýndar nokkuð síðustu vikur eftir að tvær skýrslur voru birtar á vef ráðuneytisins eftir áramót sem tilbúnar voru fyrir kosningar í október síðastliðnum. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, segir þessa skýrslu augljóslega gerða í pólitískum tilgangi og setur spurningarmerki við að almannafé sé varið á þennan hátt. „Þegar fjármálaráðherra sér sér fært að mæta til Alþingis eftir frí í Austurríki er margt sem hann þarf að svara fyrir og bætir heldur í þann lista,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG. „Fyrst ber að nefna drátt aflandsskýrslunnar en einnig þarf að ræða efni þeirrar skýrslu. Að auki þarf hann að svara fyrir það af hverju skýrslan um skuldalækkun var geymd í ráðuneytinu fram yfir kosningar,“ bætir Svandís við. „Til þess eru margar ástæður, að vinnan við þessa skýrslu hefur tafist, en alls ekki sú, að slegið hafi verið slöku við í rannsókninni. Ein ástæðan er, að beðið var eftir birtingu og afhendingu skjala frá Bretlandi. Önnur er, að sumir erlendir viðmælendur voru önnum kafnir og gáfu ekki kost á sér nema með margra mánaða fyrirvara,“ segir í svari Hannesar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hann segir þriðju ástæðuna vera lélegt aðgengi að skjölum á Íslandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Sjá meira