Ekkert bólar á skýrslu Hannesar um hrunið Sveinn Arnarsson skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur ekki skilað til fjármálaráðuneytis skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins sem hann átti að vera búinn með í júlí árið 2015. Samt sem áður hefur 7,5 milljónum króna verið varið í gerð skýrslunnar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerði samning við Félagsvísindastofnun sumarið 2014 um að rannsaka erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Átti gerð skýrslunnar að kosta tíu milljónir króna og verki að ljúka í júlí 2015. Höfundurinn var Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla íslands. Greiða átti fyrir skýrsluna í fjórum jöfnum greiðslum. „Greiddar hafa verið 7,5 milljónir vegna verkefnisins í samræmi við samninginn. Samkvæmt honum er áætluð lokagreiðsla, 2,5 milljónir króna, þegar lokaskýrslu er skilað,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fjármálaráðuneytið veit ekki enn hvenær skýrslan mun berast ráðuneytinu þrátt fyrir þessa 18 mánaða töf. Tafir á birtingu skýrslna úr fjármálaráðuneytinu hafa verið gagnrýndar nokkuð síðustu vikur eftir að tvær skýrslur voru birtar á vef ráðuneytisins eftir áramót sem tilbúnar voru fyrir kosningar í október síðastliðnum. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, segir þessa skýrslu augljóslega gerða í pólitískum tilgangi og setur spurningarmerki við að almannafé sé varið á þennan hátt. „Þegar fjármálaráðherra sér sér fært að mæta til Alþingis eftir frí í Austurríki er margt sem hann þarf að svara fyrir og bætir heldur í þann lista,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG. „Fyrst ber að nefna drátt aflandsskýrslunnar en einnig þarf að ræða efni þeirrar skýrslu. Að auki þarf hann að svara fyrir það af hverju skýrslan um skuldalækkun var geymd í ráðuneytinu fram yfir kosningar,“ bætir Svandís við. „Til þess eru margar ástæður, að vinnan við þessa skýrslu hefur tafist, en alls ekki sú, að slegið hafi verið slöku við í rannsókninni. Ein ástæðan er, að beðið var eftir birtingu og afhendingu skjala frá Bretlandi. Önnur er, að sumir erlendir viðmælendur voru önnum kafnir og gáfu ekki kost á sér nema með margra mánaða fyrirvara,“ segir í svari Hannesar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hann segir þriðju ástæðuna vera lélegt aðgengi að skjölum á Íslandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur ekki skilað til fjármálaráðuneytis skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins sem hann átti að vera búinn með í júlí árið 2015. Samt sem áður hefur 7,5 milljónum króna verið varið í gerð skýrslunnar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerði samning við Félagsvísindastofnun sumarið 2014 um að rannsaka erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Átti gerð skýrslunnar að kosta tíu milljónir króna og verki að ljúka í júlí 2015. Höfundurinn var Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla íslands. Greiða átti fyrir skýrsluna í fjórum jöfnum greiðslum. „Greiddar hafa verið 7,5 milljónir vegna verkefnisins í samræmi við samninginn. Samkvæmt honum er áætluð lokagreiðsla, 2,5 milljónir króna, þegar lokaskýrslu er skilað,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fjármálaráðuneytið veit ekki enn hvenær skýrslan mun berast ráðuneytinu þrátt fyrir þessa 18 mánaða töf. Tafir á birtingu skýrslna úr fjármálaráðuneytinu hafa verið gagnrýndar nokkuð síðustu vikur eftir að tvær skýrslur voru birtar á vef ráðuneytisins eftir áramót sem tilbúnar voru fyrir kosningar í október síðastliðnum. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, segir þessa skýrslu augljóslega gerða í pólitískum tilgangi og setur spurningarmerki við að almannafé sé varið á þennan hátt. „Þegar fjármálaráðherra sér sér fært að mæta til Alþingis eftir frí í Austurríki er margt sem hann þarf að svara fyrir og bætir heldur í þann lista,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG. „Fyrst ber að nefna drátt aflandsskýrslunnar en einnig þarf að ræða efni þeirrar skýrslu. Að auki þarf hann að svara fyrir það af hverju skýrslan um skuldalækkun var geymd í ráðuneytinu fram yfir kosningar,“ bætir Svandís við. „Til þess eru margar ástæður, að vinnan við þessa skýrslu hefur tafist, en alls ekki sú, að slegið hafi verið slöku við í rannsókninni. Ein ástæðan er, að beðið var eftir birtingu og afhendingu skjala frá Bretlandi. Önnur er, að sumir erlendir viðmælendur voru önnum kafnir og gáfu ekki kost á sér nema með margra mánaða fyrirvara,“ segir í svari Hannesar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hann segir þriðju ástæðuna vera lélegt aðgengi að skjölum á Íslandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira