Akureyringar koma vel undan HM-fríinu | Unnu Valsmenn sannfærandi í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2017 19:29 Kristján Orri Jóhannsson. Vísir/Andri Marinó Akureyringar hafa greinilega nýtt HM-fríið vel því þeir unnu sex marka sigur á Valsmönnum, 27-21, í sautjándu umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA-húsinu á Akureyri í kvöld. Valsmenn voru fjórum sætum og sjö stigum ofar en norðanmenn í töflunni fyrir leikinn en Hlíðarendapiltar fóru stigalausir suður. Akureyri fór inn í HM-fríið með tvo tapleiki á bakinu en það var mikilvægt fyrir liðið að byrja vel eftir þetta langa frá. Norðanmenn eru í bæði fallbaráttu og að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Kristján Orri Jóhannsson skoraði sjö mörk fyrir Akureyrarliðið og þeir Róbert Sigurðarson og Mindaugas Dumcius voru með fjögur mörk. Orri Freyr Gíslason skoraði fimm fyrir Valsliðið en öll komu þau í fyrri hálfleiknum. Arnar Þór Fylkisson var frábær í marki Akureyrar í seinni hálfleiknum. Bergvin Þór Gíslason lék sinn fyrsta leik á tímabilinu og munar mikið um hann fyrir norðanmenn. Bergvin Þór skoraði þrjú mörk og var líka að búa til mörk fyrir félaga sína. Valsmenn voru allt annað en sannfærandi í sínum leik og litu ekki út fyrir að vera lið sem ætlar að berjast um efstu sæti deildarinnar. Akureyringar voru skrefinu fram eftir fyrri hálfleiknum en Valsmenn náðu síðan fumkvæðinu eftir miðjan hálfleikinn. Norðanmenn skoruðu hinsvegar tvö síðustu mörk hálfleiksins og það síðara skoraði Róbert Sigurðarson beint úr aukakasti eftir að leiktímanum lauk og kom Akureyri í 13-12 fyrir hálfleik. Markið hans Róberts hafði frábær áhrif á norðanmenn sem mættu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. Akureyrarliðið skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins og var þar með komið þremur mörkum yfir, 15-12. Arnar Þór Fylkisson átti góða innkomu í mark Akureyringa í seinni hálfleiknum og Akureyri var komið sex mörkum yfir, 23-17, þegar fjórtán mínútur voru eftir. Valsmenn minnkuðu muninn niður í fjögur mörk en nær komust þeir ekki og Akureyringar lönduðu frábærum sigri með sannfærandi lokaspretti.Akureyri - Valur 27-21 (13-12)Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 7, Róbert Sigurðarson 4, Mindaugas Dumcius 4, Igor Kopyshynskyi 3, Bergvin Þór Gíslason 3, Andri Snær Stefánsson 2, Friðrik Svavarsson 2, Sigþór Árni Heimisson 2.Mörk Vals: Orri Freyr Gíslason 5, Sveinn Aron Sveinsson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Josip Juric Gric 3, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Anton Rúnarsson 2, Alexander Örn Júlíusson 1, Ýmir Örn Gíslason 1. Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Sjá meira
Akureyringar hafa greinilega nýtt HM-fríið vel því þeir unnu sex marka sigur á Valsmönnum, 27-21, í sautjándu umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA-húsinu á Akureyri í kvöld. Valsmenn voru fjórum sætum og sjö stigum ofar en norðanmenn í töflunni fyrir leikinn en Hlíðarendapiltar fóru stigalausir suður. Akureyri fór inn í HM-fríið með tvo tapleiki á bakinu en það var mikilvægt fyrir liðið að byrja vel eftir þetta langa frá. Norðanmenn eru í bæði fallbaráttu og að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Kristján Orri Jóhannsson skoraði sjö mörk fyrir Akureyrarliðið og þeir Róbert Sigurðarson og Mindaugas Dumcius voru með fjögur mörk. Orri Freyr Gíslason skoraði fimm fyrir Valsliðið en öll komu þau í fyrri hálfleiknum. Arnar Þór Fylkisson var frábær í marki Akureyrar í seinni hálfleiknum. Bergvin Þór Gíslason lék sinn fyrsta leik á tímabilinu og munar mikið um hann fyrir norðanmenn. Bergvin Þór skoraði þrjú mörk og var líka að búa til mörk fyrir félaga sína. Valsmenn voru allt annað en sannfærandi í sínum leik og litu ekki út fyrir að vera lið sem ætlar að berjast um efstu sæti deildarinnar. Akureyringar voru skrefinu fram eftir fyrri hálfleiknum en Valsmenn náðu síðan fumkvæðinu eftir miðjan hálfleikinn. Norðanmenn skoruðu hinsvegar tvö síðustu mörk hálfleiksins og það síðara skoraði Róbert Sigurðarson beint úr aukakasti eftir að leiktímanum lauk og kom Akureyri í 13-12 fyrir hálfleik. Markið hans Róberts hafði frábær áhrif á norðanmenn sem mættu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. Akureyrarliðið skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins og var þar með komið þremur mörkum yfir, 15-12. Arnar Þór Fylkisson átti góða innkomu í mark Akureyringa í seinni hálfleiknum og Akureyri var komið sex mörkum yfir, 23-17, þegar fjórtán mínútur voru eftir. Valsmenn minnkuðu muninn niður í fjögur mörk en nær komust þeir ekki og Akureyringar lönduðu frábærum sigri með sannfærandi lokaspretti.Akureyri - Valur 27-21 (13-12)Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 7, Róbert Sigurðarson 4, Mindaugas Dumcius 4, Igor Kopyshynskyi 3, Bergvin Þór Gíslason 3, Andri Snær Stefánsson 2, Friðrik Svavarsson 2, Sigþór Árni Heimisson 2.Mörk Vals: Orri Freyr Gíslason 5, Sveinn Aron Sveinsson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Josip Juric Gric 3, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Anton Rúnarsson 2, Alexander Örn Júlíusson 1, Ýmir Örn Gíslason 1.
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Sjá meira