Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 86-77 | Stólarnir snéri leiknum við í seinni Telma Ösp Einarsdóttir í Síkinu skrifar 2. febrúar 2017 20:45 Antonio Hester. vísir/anton Tindastóll vann níu stiga sigur á Keflavík í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld, 86-77, í sextándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Stólarnir hafa verið að gefa eftir í seinni hálfleik í undanförnum leikjum en að þessu sinni snéru þeir leiknum við með flottum seinni hálfleik. Stólarnir unnu seinni hálfleikinn með tólf stigum í kvöld, 43-31. Keflvíkingar voru þremur stigum yfir í hálfleik, 46-43, en Tindastólsmenn skoruðu sjö fyrstu stig seinni hálfleiksins og tóku frumkvæðið sem þeir héldu út leikinn. Það voru margir að skila í Tindastólsliðinu í kvöld en þeir Antonio Hester (20 stig, 10 fráköst), Björgvin Hafþór Ríkharðsson (17 stig), Viðar Ágústsson (14 stig), Helgi Freyr Margeirsson (13) og Helgi Rafn Viggósson (11) skoruðu allir meira en ellefu stig í leiknum. Það kom ekki að sök þótt Christopher Caird væri ekki með. Amin Khalil Stevens skoraði 20 stig fyrir Keflavík en yfirgaf líka leikinn með fimm villur. Magnús Már Traustason skoraði 18 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 14 sitg. Liðin byrjuðu bæði af miklum krafti. Baráttan var hörð um öll fráköst. Bæði lið voru að spila fína sókn og vörn. Liðin voru dugleg að skipast á með að halda forystu, en eftir fyrri hálfleik voru Keflvíkingarnir yfir, 46-43. Í seinni hálfleik hélt baráttan áfram. Stólarnir byrjuðu hinsvegar ákveðnari heldur en Keflavík. Keflvíkingar voru mikið í því að gefa Tindastóli auka sénsa sem þeir voru að nýta sér vel. Undir lokin voru Stólarnir komnir með 8-10 stiga forystu. Lokatölur urðu 86:77 og þar með komnir með 22 stig og eru í 3. sæti í deildinni. Hester var stigahæstur heimamanna með 20 stig og 10 fráköst. Hjá Keflavík var það Amin sem var stigahæstur með 20 stig og 8 fráköst.Af hverju vann Tindastóll? Tindastóll sýndi mikla baráttu í kvöld. Þeir sýndu að þeir voru mættir til þess að vinna. Stólarnir léku af miklum krafti og varnaleikurinn þeirra var mjög góður. Það vantaði hinsvegar meiri vilja í Keflvíkingana í lokin. Þeir náðu illa fráköstunum enda tóku Stólarnir 13 sóknarfráköst.Áhugaverð tölfræði: Í leiknum skiptu liðin 8 sinnum á forystu og leikurinn var 13 sinnum jafn. Tindastóll stal boltanum 6 sinnum á meðan Keflavík stal honum 3 sinnum. Hester var að skjóta vel fyrir innan þriggja stiga línuna en hann ver með 88% nýtingu þar í kvöld. Það er áhugavert að skoða nýtingu Keflavíkur en hún er betri bæði í 3ja og 2ja stiga skotunum þrátt fyrir að þeir hafi tapað leiknum.Tindastóll-Keflavík 86-77 (19-24, 24-22, 20-15, 23-16)Tindastóll: Antonio Hester (20 stig og 10 fráköst), Björgvin Hafþór Ríkharðsson (17), Viðar Ágústson (14), Helgi Freyr Margeirsson (13), Helgi Rafn Viggóson (11), Pétur Rúnar Birgisson (7 stig og 9 stoðsendingar), Finnbogi Bjarnason (4)Keflavík: Amin Khail Stevens (20 stig og 8 fráköst), Magnús Már Traustason (18), Hörður Axel Vilhjálmsson (14 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar), Reggie Dupree (10), Davíð Páll Hermannsson (9), Ágúst Orrason (3), Guðmundur Jónsson (3)Martin: Boltahreyfingin okkar var oftast frábær í sókninni Israel Martin var mjög ánægður eftir sigur hans manna gegn Keflavík í Dominos-deild karla í kvöld. „Mér líður mjög vel því þetta var liðssigur. Allir sem tóku þátt á vellinum gáfu allt sem þeir gátu í leikinn og við verðum að halda áfram á þeirri vegferð.“ Segir Martin í samtali við Vísi eftir leik. Martin telur að þeir þurfi að læra betur hvernig eigi að stjórna hraða leiksins. Hann segir að í dag hafi þeir unnið með 9 stigum og þeir hafi í flestum tilfellum góðar ákvarðanir. „Boltahreyfingin okkar var oftast nær frábær í sókninni. Þetta er það sem við þurfum að gera. Hlaupa gólfið ef við getum, ef ekki hlaupa kerfin okkar alveg í gegn og þá munum við finna besta möguleikann í stöðunni.“ Sagði Martin að lokum.Hjörtur: Voru að bíða eftir því að einhver annar myndi gera þetta Hjörtur Harðarson þjálfari Keflavík var frekar ósáttur með sína menn eftir tap gegn Tindastóli í kvöld. „Ég er ekkert rosa sáttur með þetta. Við byrjuðum þennan leik ágætlega en vörnin var ekkert nógu góð, við vorum svolítið að missa þá framhjá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik og svo að frákasta illa. Þetta er bara mjög gott Tindastólslið sem eru snöggir að refsa okkur. Svo í seinni hálfleik fannst mér bara við vera að gefa þeim of mikið af fríum skotum sem þeir voru að setja. Enda eru þeir góðar skyttur en við svo sem vissum það fyrir leikinn. Það vantaði kraft í okkur. Mér fannst við svolítið vera að bíða eftir því að einhver annar myndi gera þetta fyrir okkur, í staðinn fyrir að við myndum bara axla ábyrgðina, spila vörn og taka fráköst.“ Sagði Hjörtur í samtali við Vísi í kvöld. Hjörtur segir að það hafi ekki verið neinn sérstakur undirbúningur fyrir þennan leik. Þeir hafa hinsvegar skoðað hvað hin liðin hafa verið að gera, hvaða kerfi þeir hlaupa og annað. Þeir gera það hinsvegar fyrir alla leiki svo það var ekki neitt sérstakt sem þeir gerðu. „Ég átti von á hörkuleik, það var hinsvegar svakalega mikið af villum í þessum leik. Það lá við að það væru allir komnir með fimm villur hjá okkur. Þetta var bara svona barningsleikur eins og ég átti von á.“ Sagði Hjörtur Harðarson eftir leikinn í kvöld.Björgvin Hafþór: Spiluðum hörku vörn og svo kom sóknin að sjálfu sér Björgvin Hafþór Ríkharðsson var mjög ánægður með leik kvöldsins. Hann átti frábæran leik og endaði næst stigahæstur með 17 stig. „Þetta var liðssigur og við gerðum þetta saman sem lið. Við misstum reyndar Chris út en það kemur maður í manns stað, en það var mjög slæmt að missa Chris.“ Sagði Björgvin eftir leikinn í kvöld Hann segir að þeir hafi byrjað að undirbúa sig fyrir þennan leik strax eftir Njarðvíkur leikinn og reyndu að gleyma því tapi strax. Svo hafi þeir farið strax í að ákveða hverjir ættu að dekka hverja og hvernig þeir ætluðu að spila á móti þeim og það hafi skilað sér í kvöld. „Ég reyni að gera eins vel og ég get til þess að hjálpa liðinu. Mér fannst ég vera að spila ágætis vörn þarna á tímabili eins og allt liðið. Við spiluðum hörku vörn og svo kom sóknin að sjálfu sér eins og við höfum verið að tala um. Góð vörn og þá kemur sóknin að sjálfu sér.“ Sagði Björgvin að lokum.Magnús Már: Þeir skoruðu allt of margar auðveldar körfur Magnús Már Traustason var mjög ósáttur eftir leikinn í kvöld. Hann átti ágætan leik og var næst stigahæstur með 18 stig. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en það gekk ekki í dag“ sagði Magnús í samtali við Vísi eftir leik. Hann segir að varnarleikurinn hafi átt að vera númer 1,2 og 3 og svo að stíga út. Það vantaði smá baráttu. „Sóknarleikurinn gekk ágætlega, þeir bara skoruðu allt of margar auðveldar körfur og það bara drap okkur í dag.“ Hann segir að undirbúningurinn fyrir leikinn hafi verið sá sami og fyrir alla aðra leiki: Vinnan og svo bara heim. Liðið var með sama undirbúning, æfingar, horfa á vídeó saman, skotæfing fyrir leik og mæta svo í leikinn.Textalýsing: Tindastóll - Keflavík Dominos-deild karla Mest lesið Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Tindastóll vann níu stiga sigur á Keflavík í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld, 86-77, í sextándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Stólarnir hafa verið að gefa eftir í seinni hálfleik í undanförnum leikjum en að þessu sinni snéru þeir leiknum við með flottum seinni hálfleik. Stólarnir unnu seinni hálfleikinn með tólf stigum í kvöld, 43-31. Keflvíkingar voru þremur stigum yfir í hálfleik, 46-43, en Tindastólsmenn skoruðu sjö fyrstu stig seinni hálfleiksins og tóku frumkvæðið sem þeir héldu út leikinn. Það voru margir að skila í Tindastólsliðinu í kvöld en þeir Antonio Hester (20 stig, 10 fráköst), Björgvin Hafþór Ríkharðsson (17 stig), Viðar Ágústsson (14 stig), Helgi Freyr Margeirsson (13) og Helgi Rafn Viggósson (11) skoruðu allir meira en ellefu stig í leiknum. Það kom ekki að sök þótt Christopher Caird væri ekki með. Amin Khalil Stevens skoraði 20 stig fyrir Keflavík en yfirgaf líka leikinn með fimm villur. Magnús Már Traustason skoraði 18 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 14 sitg. Liðin byrjuðu bæði af miklum krafti. Baráttan var hörð um öll fráköst. Bæði lið voru að spila fína sókn og vörn. Liðin voru dugleg að skipast á með að halda forystu, en eftir fyrri hálfleik voru Keflvíkingarnir yfir, 46-43. Í seinni hálfleik hélt baráttan áfram. Stólarnir byrjuðu hinsvegar ákveðnari heldur en Keflavík. Keflvíkingar voru mikið í því að gefa Tindastóli auka sénsa sem þeir voru að nýta sér vel. Undir lokin voru Stólarnir komnir með 8-10 stiga forystu. Lokatölur urðu 86:77 og þar með komnir með 22 stig og eru í 3. sæti í deildinni. Hester var stigahæstur heimamanna með 20 stig og 10 fráköst. Hjá Keflavík var það Amin sem var stigahæstur með 20 stig og 8 fráköst.Af hverju vann Tindastóll? Tindastóll sýndi mikla baráttu í kvöld. Þeir sýndu að þeir voru mættir til þess að vinna. Stólarnir léku af miklum krafti og varnaleikurinn þeirra var mjög góður. Það vantaði hinsvegar meiri vilja í Keflvíkingana í lokin. Þeir náðu illa fráköstunum enda tóku Stólarnir 13 sóknarfráköst.Áhugaverð tölfræði: Í leiknum skiptu liðin 8 sinnum á forystu og leikurinn var 13 sinnum jafn. Tindastóll stal boltanum 6 sinnum á meðan Keflavík stal honum 3 sinnum. Hester var að skjóta vel fyrir innan þriggja stiga línuna en hann ver með 88% nýtingu þar í kvöld. Það er áhugavert að skoða nýtingu Keflavíkur en hún er betri bæði í 3ja og 2ja stiga skotunum þrátt fyrir að þeir hafi tapað leiknum.Tindastóll-Keflavík 86-77 (19-24, 24-22, 20-15, 23-16)Tindastóll: Antonio Hester (20 stig og 10 fráköst), Björgvin Hafþór Ríkharðsson (17), Viðar Ágústson (14), Helgi Freyr Margeirsson (13), Helgi Rafn Viggóson (11), Pétur Rúnar Birgisson (7 stig og 9 stoðsendingar), Finnbogi Bjarnason (4)Keflavík: Amin Khail Stevens (20 stig og 8 fráköst), Magnús Már Traustason (18), Hörður Axel Vilhjálmsson (14 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar), Reggie Dupree (10), Davíð Páll Hermannsson (9), Ágúst Orrason (3), Guðmundur Jónsson (3)Martin: Boltahreyfingin okkar var oftast frábær í sókninni Israel Martin var mjög ánægður eftir sigur hans manna gegn Keflavík í Dominos-deild karla í kvöld. „Mér líður mjög vel því þetta var liðssigur. Allir sem tóku þátt á vellinum gáfu allt sem þeir gátu í leikinn og við verðum að halda áfram á þeirri vegferð.“ Segir Martin í samtali við Vísi eftir leik. Martin telur að þeir þurfi að læra betur hvernig eigi að stjórna hraða leiksins. Hann segir að í dag hafi þeir unnið með 9 stigum og þeir hafi í flestum tilfellum góðar ákvarðanir. „Boltahreyfingin okkar var oftast nær frábær í sókninni. Þetta er það sem við þurfum að gera. Hlaupa gólfið ef við getum, ef ekki hlaupa kerfin okkar alveg í gegn og þá munum við finna besta möguleikann í stöðunni.“ Sagði Martin að lokum.Hjörtur: Voru að bíða eftir því að einhver annar myndi gera þetta Hjörtur Harðarson þjálfari Keflavík var frekar ósáttur með sína menn eftir tap gegn Tindastóli í kvöld. „Ég er ekkert rosa sáttur með þetta. Við byrjuðum þennan leik ágætlega en vörnin var ekkert nógu góð, við vorum svolítið að missa þá framhjá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik og svo að frákasta illa. Þetta er bara mjög gott Tindastólslið sem eru snöggir að refsa okkur. Svo í seinni hálfleik fannst mér bara við vera að gefa þeim of mikið af fríum skotum sem þeir voru að setja. Enda eru þeir góðar skyttur en við svo sem vissum það fyrir leikinn. Það vantaði kraft í okkur. Mér fannst við svolítið vera að bíða eftir því að einhver annar myndi gera þetta fyrir okkur, í staðinn fyrir að við myndum bara axla ábyrgðina, spila vörn og taka fráköst.“ Sagði Hjörtur í samtali við Vísi í kvöld. Hjörtur segir að það hafi ekki verið neinn sérstakur undirbúningur fyrir þennan leik. Þeir hafa hinsvegar skoðað hvað hin liðin hafa verið að gera, hvaða kerfi þeir hlaupa og annað. Þeir gera það hinsvegar fyrir alla leiki svo það var ekki neitt sérstakt sem þeir gerðu. „Ég átti von á hörkuleik, það var hinsvegar svakalega mikið af villum í þessum leik. Það lá við að það væru allir komnir með fimm villur hjá okkur. Þetta var bara svona barningsleikur eins og ég átti von á.“ Sagði Hjörtur Harðarson eftir leikinn í kvöld.Björgvin Hafþór: Spiluðum hörku vörn og svo kom sóknin að sjálfu sér Björgvin Hafþór Ríkharðsson var mjög ánægður með leik kvöldsins. Hann átti frábæran leik og endaði næst stigahæstur með 17 stig. „Þetta var liðssigur og við gerðum þetta saman sem lið. Við misstum reyndar Chris út en það kemur maður í manns stað, en það var mjög slæmt að missa Chris.“ Sagði Björgvin eftir leikinn í kvöld Hann segir að þeir hafi byrjað að undirbúa sig fyrir þennan leik strax eftir Njarðvíkur leikinn og reyndu að gleyma því tapi strax. Svo hafi þeir farið strax í að ákveða hverjir ættu að dekka hverja og hvernig þeir ætluðu að spila á móti þeim og það hafi skilað sér í kvöld. „Ég reyni að gera eins vel og ég get til þess að hjálpa liðinu. Mér fannst ég vera að spila ágætis vörn þarna á tímabili eins og allt liðið. Við spiluðum hörku vörn og svo kom sóknin að sjálfu sér eins og við höfum verið að tala um. Góð vörn og þá kemur sóknin að sjálfu sér.“ Sagði Björgvin að lokum.Magnús Már: Þeir skoruðu allt of margar auðveldar körfur Magnús Már Traustason var mjög ósáttur eftir leikinn í kvöld. Hann átti ágætan leik og var næst stigahæstur með 18 stig. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en það gekk ekki í dag“ sagði Magnús í samtali við Vísi eftir leik. Hann segir að varnarleikurinn hafi átt að vera númer 1,2 og 3 og svo að stíga út. Það vantaði smá baráttu. „Sóknarleikurinn gekk ágætlega, þeir bara skoruðu allt of margar auðveldar körfur og það bara drap okkur í dag.“ Hann segir að undirbúningurinn fyrir leikinn hafi verið sá sami og fyrir alla aðra leiki: Vinnan og svo bara heim. Liðið var með sama undirbúning, æfingar, horfa á vídeó saman, skotæfing fyrir leik og mæta svo í leikinn.Textalýsing: Tindastóll - Keflavík
Dominos-deild karla Mest lesið Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira