„Líklegt“ að borgarar hafi dáið í árásinni í Jemen Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2017 10:30 Sérsveitarmennirnir voru flutti til Jemen með MV-22 Osprey flugvélum. Ein þeirra brotlenti og var sprengd á staðnum. Vísir/Getty Bandaríkjaher segir að „líklega“ hafi almennir borgarar látið lífið í árás sérsveitarmanna á vígi al-Qaeda í Jemen á sunnudaginn. Mögulegt sé að börn hafi verið þar á meðal. Málið er enn til skoðunar og hernaðaryfirvöld segjast ætla að kanna það í þaula hvort að borgarar hafi dáið í þeim mikla skotbardaga sem átti sér stað. Sérsveitarmenn réðust til atlögu á sunnudaginn með stuðningi þyrlna og dróna, en skömmu eftir lendingu mættu þeir harðri mótspyrnu og einn hermaður lét lífið og þrír særðust. Herinn segir að fjórtán vígamenn hafi verið felldir og þar á meðal þrír háttsettir leiðtogar hryðjuverkasamtakanna. Í fyrstu sagði herinn að engir borgarar hefði dáið. Óstaðfestar heimildir frá Jemen og þá sérstaklega frá al-Qaeda sögðu hins vegar að allt að 30 borgarar hefðu látið lífið í árásinni. Þar á meðal mun átta ára dóttir Anwar al-Awlaki hafa dáið. Al-Awlaki var bandarískur ríkisborgari og mjög hátt settur hjá hryðjuverkasamtökunum þegar hann var felldur í drónaárás árið 2011. Hann var talinn líklegur til að taka við stjórn al-Qaeda af Osama Bin Laden sem hafði verið felldur um sex mánuðum áður. Nokkrum vikum seinna lést sextán ára sonur hans í annarri drónaárás, sem beindist gegn öðrum leiðtoga al-Qaeda.Reuters hefur eftir heimildarmönnum innan hersins að fimmtán konur og börn hefðu mögulega dáið. Talsmaður Pentagon segir hins vegar að einhverjar konur hafi verið vopnaðar og skotið á hermennina.Skæðasti angi hryðjuverkasamtakanna Undanfarin tvö ár hafa uppreisnarmenn Húta háð stríð gegn stjórnvöldum Jemen og hefur al-Qaeda notað óöldina til að styrkja stöðu sína í landinu verulega. Hluti hryðjuverkasamtakanna í Jemen hefur lengi verið kallaður AQAP, eða al-Qaeda in the Arabian Peninsula og er talinn vera skæðasti hluti samtakanna. Meðal árása sem AQAP hefur lýst yfir ábyrgð á er árásin á skrifstofu Charlie Hebdo árið 2015. Ríkisstjórn Barack Obama hafði lengi notast við drónaárásir til að berjast gegn samtökunum og hafa með þeim hætti fellt fjölda leiðtoga AQAP. Þær hafa þó ekki komið í veg fyrir vöxt samtakanna í Jemen. Árásin á sunnudaginn var sú fyrsta sem Donald Trump samþykkti.Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir nánast öruggt að til lengri tíma muni AQAP græða á árásinni. Þátttaka bandarískra hermanna og mögulega hár fjöldi borgara sem lét lífið muni geta notast samtökunum til að laða nýja vígamenn til sín og ýta undir hatur á Bandaríkjunum. Vígamenn al-Qaeda hafa á undanförnum dögum birt myndir af dánum börnum og konum sem eiga að hafa dáið í árásinni á samfélagsmiðlum í áróðursskyni.AQAP Declares Latest U.S. Raid in Yemen Only Incites Muslims, Fighters Against America https://t.co/aHLt3HtWuI— SITE Intel Group (@siteintelgroup) January 29, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Mannfall í atlögu Bandaríkjanna gegn al-Qaeda Gerðu atlögu að þremur háttsettum meðlimum al-Qaeda. 29. janúar 2017 14:54 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Bandaríkjaher segir að „líklega“ hafi almennir borgarar látið lífið í árás sérsveitarmanna á vígi al-Qaeda í Jemen á sunnudaginn. Mögulegt sé að börn hafi verið þar á meðal. Málið er enn til skoðunar og hernaðaryfirvöld segjast ætla að kanna það í þaula hvort að borgarar hafi dáið í þeim mikla skotbardaga sem átti sér stað. Sérsveitarmenn réðust til atlögu á sunnudaginn með stuðningi þyrlna og dróna, en skömmu eftir lendingu mættu þeir harðri mótspyrnu og einn hermaður lét lífið og þrír særðust. Herinn segir að fjórtán vígamenn hafi verið felldir og þar á meðal þrír háttsettir leiðtogar hryðjuverkasamtakanna. Í fyrstu sagði herinn að engir borgarar hefði dáið. Óstaðfestar heimildir frá Jemen og þá sérstaklega frá al-Qaeda sögðu hins vegar að allt að 30 borgarar hefðu látið lífið í árásinni. Þar á meðal mun átta ára dóttir Anwar al-Awlaki hafa dáið. Al-Awlaki var bandarískur ríkisborgari og mjög hátt settur hjá hryðjuverkasamtökunum þegar hann var felldur í drónaárás árið 2011. Hann var talinn líklegur til að taka við stjórn al-Qaeda af Osama Bin Laden sem hafði verið felldur um sex mánuðum áður. Nokkrum vikum seinna lést sextán ára sonur hans í annarri drónaárás, sem beindist gegn öðrum leiðtoga al-Qaeda.Reuters hefur eftir heimildarmönnum innan hersins að fimmtán konur og börn hefðu mögulega dáið. Talsmaður Pentagon segir hins vegar að einhverjar konur hafi verið vopnaðar og skotið á hermennina.Skæðasti angi hryðjuverkasamtakanna Undanfarin tvö ár hafa uppreisnarmenn Húta háð stríð gegn stjórnvöldum Jemen og hefur al-Qaeda notað óöldina til að styrkja stöðu sína í landinu verulega. Hluti hryðjuverkasamtakanna í Jemen hefur lengi verið kallaður AQAP, eða al-Qaeda in the Arabian Peninsula og er talinn vera skæðasti hluti samtakanna. Meðal árása sem AQAP hefur lýst yfir ábyrgð á er árásin á skrifstofu Charlie Hebdo árið 2015. Ríkisstjórn Barack Obama hafði lengi notast við drónaárásir til að berjast gegn samtökunum og hafa með þeim hætti fellt fjölda leiðtoga AQAP. Þær hafa þó ekki komið í veg fyrir vöxt samtakanna í Jemen. Árásin á sunnudaginn var sú fyrsta sem Donald Trump samþykkti.Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir nánast öruggt að til lengri tíma muni AQAP græða á árásinni. Þátttaka bandarískra hermanna og mögulega hár fjöldi borgara sem lét lífið muni geta notast samtökunum til að laða nýja vígamenn til sín og ýta undir hatur á Bandaríkjunum. Vígamenn al-Qaeda hafa á undanförnum dögum birt myndir af dánum börnum og konum sem eiga að hafa dáið í árásinni á samfélagsmiðlum í áróðursskyni.AQAP Declares Latest U.S. Raid in Yemen Only Incites Muslims, Fighters Against America https://t.co/aHLt3HtWuI— SITE Intel Group (@siteintelgroup) January 29, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Mannfall í atlögu Bandaríkjanna gegn al-Qaeda Gerðu atlögu að þremur háttsettum meðlimum al-Qaeda. 29. janúar 2017 14:54 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Mannfall í atlögu Bandaríkjanna gegn al-Qaeda Gerðu atlögu að þremur háttsettum meðlimum al-Qaeda. 29. janúar 2017 14:54