Tryggvi Hrafn sá óvæntasti í íslenska hópnum: „Alveg geggjað símtal“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2017 08:30 Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson er yngsti leikmaðurinn í íslenska landsliðshópnum sem er á leiðinni til Las Vegas þar sem liðið mætir Bandaríkjunum í vináttulandsleik. Tryggvi Hrafn Haraldsson er tvítugur en hann er sonur landsliðsmannanna Haraldar Ingólfssonar (20 A-landsleikir, 1 mark) og Jónínu Víglundsdóttur (11 A-landsleikir, 2 mörk). Tryggvi Hrafn var gestur í Akraborginni í gær og fór aðeins yfir hvernig honum varð við þegar hann frétti af þessu. „Þetta kom á óvart og sennilega kom þetta mörgum á óvart. Ég vissi í rauninni ekki að það væri einhver verkefni á leiðinni,“ sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson. „Heimir hringdi um helgina og sagði að hann ætlaði að taka mig með til Bandaríkjanna. Það var alveg geggjað símtal,“ sagði Tryggvi Hrafn en hvað sögðu foreldrar hans? „Þau voru hissa líka en þetta er bara gaman fyrir alla,“ sagði Tryggvi en hann hefur ekki verið hræddur um að einhver væri að gera grín í honum: „Nei, þetta var ekki svo slæmt,“ sagði Tryggvi. „Þetta kom á óvart en það þýðir ekkert að ég ætli að vera einhver farþegi í þessu. Ég ætla að sýna hvað ég get og nýta þetta tækifæri,“ sagði Tryggvi. Það vekur athygli að hann hefur ekki spilað með yngri landsliðinum en er núna kominn í A-landsliðið. Hvernig stendur á því? „Ég get í rauninni ekki svarað því. Ég var meiddur þegar ég var gjaldgengur í undir 19 ára liðið. Það var ekki hægt að velja mig þar. Það eru 21 árs verkefni framundan og ég er að vonast til að vera valinn í það,“ sagði Tryggvi. Hann ætlar að nýta sér þennan meðbyr. „Það er mikil hvatning að vera valinn í svona hóp og ég nýti mér það,“ sagði Tryggvi en það má heyra allt spjallið í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kári: Byrjunin á góðu ævintýri Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er genginn í raðir kýpverska liðsins Omonoia Nicosia frá Malmö í Svíþjóð. Kári átti gott tímabil með Malmö er liðið varð meistari í fyrra. Þrátt fyrir það var Malmö tilbúið að láta hann fara. 31. janúar 2017 06:00 Sjö nýliðar og Davíð Þór í hópnum | Þessir spila fyrir Íslands hönd í Las Vegas Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur valið þá átján leikmenn sem skipa hópinn sem mætir Mexíkó í vináttulandsleik í Las Vegas á miðvikudaginn í næstu viku. 31. janúar 2017 15:13 Heimir: Skrifað í skýin að Ísland og Noregur mætist í næstu undankeppni Heimir Hallgrímsson vissi ekki að Lars Lagerbäck var að fara að taka við Noregi það kemur honum ekki á óvart. 1. febrúar 2017 12:08 Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson er yngsti leikmaðurinn í íslenska landsliðshópnum sem er á leiðinni til Las Vegas þar sem liðið mætir Bandaríkjunum í vináttulandsleik. Tryggvi Hrafn Haraldsson er tvítugur en hann er sonur landsliðsmannanna Haraldar Ingólfssonar (20 A-landsleikir, 1 mark) og Jónínu Víglundsdóttur (11 A-landsleikir, 2 mörk). Tryggvi Hrafn var gestur í Akraborginni í gær og fór aðeins yfir hvernig honum varð við þegar hann frétti af þessu. „Þetta kom á óvart og sennilega kom þetta mörgum á óvart. Ég vissi í rauninni ekki að það væri einhver verkefni á leiðinni,“ sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson. „Heimir hringdi um helgina og sagði að hann ætlaði að taka mig með til Bandaríkjanna. Það var alveg geggjað símtal,“ sagði Tryggvi Hrafn en hvað sögðu foreldrar hans? „Þau voru hissa líka en þetta er bara gaman fyrir alla,“ sagði Tryggvi en hann hefur ekki verið hræddur um að einhver væri að gera grín í honum: „Nei, þetta var ekki svo slæmt,“ sagði Tryggvi. „Þetta kom á óvart en það þýðir ekkert að ég ætli að vera einhver farþegi í þessu. Ég ætla að sýna hvað ég get og nýta þetta tækifæri,“ sagði Tryggvi. Það vekur athygli að hann hefur ekki spilað með yngri landsliðinum en er núna kominn í A-landsliðið. Hvernig stendur á því? „Ég get í rauninni ekki svarað því. Ég var meiddur þegar ég var gjaldgengur í undir 19 ára liðið. Það var ekki hægt að velja mig þar. Það eru 21 árs verkefni framundan og ég er að vonast til að vera valinn í það,“ sagði Tryggvi. Hann ætlar að nýta sér þennan meðbyr. „Það er mikil hvatning að vera valinn í svona hóp og ég nýti mér það,“ sagði Tryggvi en það má heyra allt spjallið í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kári: Byrjunin á góðu ævintýri Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er genginn í raðir kýpverska liðsins Omonoia Nicosia frá Malmö í Svíþjóð. Kári átti gott tímabil með Malmö er liðið varð meistari í fyrra. Þrátt fyrir það var Malmö tilbúið að láta hann fara. 31. janúar 2017 06:00 Sjö nýliðar og Davíð Þór í hópnum | Þessir spila fyrir Íslands hönd í Las Vegas Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur valið þá átján leikmenn sem skipa hópinn sem mætir Mexíkó í vináttulandsleik í Las Vegas á miðvikudaginn í næstu viku. 31. janúar 2017 15:13 Heimir: Skrifað í skýin að Ísland og Noregur mætist í næstu undankeppni Heimir Hallgrímsson vissi ekki að Lars Lagerbäck var að fara að taka við Noregi það kemur honum ekki á óvart. 1. febrúar 2017 12:08 Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Kári: Byrjunin á góðu ævintýri Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er genginn í raðir kýpverska liðsins Omonoia Nicosia frá Malmö í Svíþjóð. Kári átti gott tímabil með Malmö er liðið varð meistari í fyrra. Þrátt fyrir það var Malmö tilbúið að láta hann fara. 31. janúar 2017 06:00
Sjö nýliðar og Davíð Þór í hópnum | Þessir spila fyrir Íslands hönd í Las Vegas Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur valið þá átján leikmenn sem skipa hópinn sem mætir Mexíkó í vináttulandsleik í Las Vegas á miðvikudaginn í næstu viku. 31. janúar 2017 15:13
Heimir: Skrifað í skýin að Ísland og Noregur mætist í næstu undankeppni Heimir Hallgrímsson vissi ekki að Lars Lagerbäck var að fara að taka við Noregi það kemur honum ekki á óvart. 1. febrúar 2017 12:08