Nóbelsverðlaun og friður Þorvaldur Gylfason skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Þegar söngleikurinn South Pacific eftir Rodgers og Hammerstein eftir sögu metsöluhöfundarins James Michener komst á fjalirnar í New York öðru sinni 2008 eftir 60 ára hlé vakti það athygli mína í leikslok, þetta var 2009, að varla var þurran hvarm að sjá í salnum. Gamli gleðileikurinn framkallaði önnur viðbrögð áhorfenda en hann hafði skv. heimildum gert á frumsýningunni á Broadway 1949. Hvað hafði breytzt? Söngleikurinn fjallar um sólríkt lífið á suðurhafseyju í síðari heimsstyrjöld, m.a. um hvítan flóttamann sem verður ástfanginn af hvítri hjúkrunarkonu og hún af honum nema það er einn hængur á: hann á tvö lítil börn, svört. Leikverkið nær tilfinningalegum hápunkti þegar hjúkkan segist loksins ekki setja blökkubörnin fyrir sig og nagandi kvíði hans hverfur. Áhorfendurnir í New York viknuðu: þeir höfðu þá nýlega kosið fyrsta blökkumanninn forseta sinn, Barack Obama. Þeir skildu þarna í leikhúsinu hvers konar umskipti höfðu átt sér stað.Boð frá Ósló Friðarverðlaunanefnd Nóbelsakademíunnar í Ósló skildi kjarna málsins, held ég. Í því ljósi þykir mér rétt að skoða ákvörðun hennar strax haustið 2009 að veita Obama forseta friðarverðlaun Nóbels. Margir brugðust ókvæða við tíðindunum. Hvaða gagn hefur hann gert? – spurðu menn með þjósti, óreyndur maðurinn. Einmitt það var málið. Norðmennirnir í nefndinni skildu að Obama þurfti eflingar við, nýorðinn forseti Bandaríkjanna tæplega fimmtugur og flestum á óvart og landið á heljarþröm af völdum heimabakaðrar bankakreppu. Og þeir máttu vita hvað biði hans þegar kyndarar kynþáttahatursins kæmust í gang. Fordæmi lá fyrir eða hvað? Lyndon B. Johnson, þá nýorðinn Bandaríkjaforseti eftir morðið á Kennedy forseta árið áður, eygði strax 1964 færi á að koma nýrri mannréttindalöggjöf gegnum þingið í Washington þar sem hann var öllum hnútum kunnugur. Hann vildi ljúka verkinu sem Abraham Lincoln forseti hafði byrjað á hundrað árum fyrr með afnámi þrælahalds og goldið fyrir með lífi sínu. Johnson fékk m.a. til liðs við sig blökkuleiðtogann dr. Martin Luther King sem sat fundi á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu, þá 35 ára að aldri. Þar að kom að Johnson þurfti að segja King að andstaða við frumvarpið meðal þingmanna demókrata frá suðurríkjunum, afkomenda þrælahaldaranna þar suður frá, væri svo hörð að hyggilegast væri að skipta löggjöfinni í tvennt og geyma kosningahlutann til ársins eftir, 1965. King sagði forsetanum að það myndu blökkumenn ekki geta sætt sig við og sagðist mundu þurfa að skipuleggja mótmælafundi á vellinum við minnismerki Lincolns í hjarta höfuðborgarinnar. Johnson vissi hvað þetta þýddi. Herskarar blökkumanna og annarra myndu gera hróp að honum í viðurvist allrar þjóðarinnar og umheimsins. Sjónvarp var þá komið inn á flest heimili vestra og víðar. Hvað gerðist næst? Martin Luther King fékk símtal frá Ósló þar sem honum var tilkynnt að hann yrði sæmdur friðarverðlaunum Nóbels þá um haustið. Hann fékk nú um annað um að hugsa: hann þurfti væntanlega að kaupa sér kjólföt o.fl. Ekkert varð af mótmælunum. Orð Johnsons reyndust standa eins og stafur á bók. Hann keyrði fyrri hluta mannréttindalagasetningarinnar í gegnum þingið 1964 og það sem á vantaði, kosningahlutann, 1965, eftir að King hafði farið fyrir þúsundum friðsamra mótmælenda í 86 km göngu frá Selmu til Montgomery, höfuðborgar Alabama, sem var ein helzta miðstöð ranglætisins gagnvart blökkumönnum. Fullur sigur vannst. Tók Nóbelsverðlaunanefndin meðvitaða ákvörðun um að blanda sér í málið? Kannski ekki. Væri hún spurð myndi hún vísast þræta.Skuggar Barack Obama hefur nú látið af forsetaembætti. Hvergi hefur borið skugga á feril hans, finnst mér, nema hann hefði mátt mæla fyrir því að brotlegir bankamenn yrðu látnir sæta ábyrgð að lögum og reyna frekar að stilla til friðar í Austurlöndum nær. Þeim mun dekkri skugga ber á þá sem hafa reynt að grafa undan forsetanum og öllum hans verkum nánast við hvert fótmál. Þingflokkur repúblikana barðist harkalega gegn svo að segja öllum málum forsetans frá byrjun, m.a. með fordæmalausu málþófi og með því að keyra alríkisstjórnina í greiðsluþrot um skeið. Þeim tókst þó ekki að eyðileggja tvö helztu mál forsetans, nýjar heilbrigðistryggingar handa 20 milljónum Bandaríkjamanna sem áður nutu engra slíkra trygginga og frumkvæði forsetans ásamt Kínverjum að Parísarsamningnum 2015 um samræmdar aðgerðir gegn hlýnun loftslags. Enn voðalegri var hún samt eiginlega atlagan sem gerð var að forsetanum sem blökkumanni, einkum í öfgaútvarpi og sjónvarpi. Fremstur í víglínunni var viðskiptamógúllinn Donald Trump sem haslaði sér völl sem stjórnmálamaður meðal repúblikana með því að halda því fram ranglega árum saman að Obama væri fæddur utan Bandaríkjanna og sæti því í embætti í blóra við stjórnarskrána. Virðulausara upphaf stjórnmálaferils nokkurs manns er varla hægt að hugsa sér um okkar daga, og nú er hann forseti.Norðmenn vöktu Hverjum skyldi friðarverðlaunanefndin í Ósló hafa veitt Nóbelsverðlaunin 2015? Friðarverðlaun Nóbels 2015 hlaut fereykið – launþegasamtök, samtök vinnuveitenda, mannréttindasamtök og samtök lögmanna – sem samdi nýja stjórnarskrá til að renna styrkum stoðum undir lýðræði í Túnis, eina landinu í Arabaheiminum sem kom standandi út úr ryskingum síðustu ára. Arabíska vorið sem vaknaði í Túnisborg í desember 2010 þegar niðurlægður götukaupmaður kveikti í sér til að mótmæla valdníðslu vakti vonir um að 330 milljónir manna gætu e.t.v. loksins losnað undan langvarandi kúgun. Vonin brást. En Norðmenn vöktu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Þegar söngleikurinn South Pacific eftir Rodgers og Hammerstein eftir sögu metsöluhöfundarins James Michener komst á fjalirnar í New York öðru sinni 2008 eftir 60 ára hlé vakti það athygli mína í leikslok, þetta var 2009, að varla var þurran hvarm að sjá í salnum. Gamli gleðileikurinn framkallaði önnur viðbrögð áhorfenda en hann hafði skv. heimildum gert á frumsýningunni á Broadway 1949. Hvað hafði breytzt? Söngleikurinn fjallar um sólríkt lífið á suðurhafseyju í síðari heimsstyrjöld, m.a. um hvítan flóttamann sem verður ástfanginn af hvítri hjúkrunarkonu og hún af honum nema það er einn hængur á: hann á tvö lítil börn, svört. Leikverkið nær tilfinningalegum hápunkti þegar hjúkkan segist loksins ekki setja blökkubörnin fyrir sig og nagandi kvíði hans hverfur. Áhorfendurnir í New York viknuðu: þeir höfðu þá nýlega kosið fyrsta blökkumanninn forseta sinn, Barack Obama. Þeir skildu þarna í leikhúsinu hvers konar umskipti höfðu átt sér stað.Boð frá Ósló Friðarverðlaunanefnd Nóbelsakademíunnar í Ósló skildi kjarna málsins, held ég. Í því ljósi þykir mér rétt að skoða ákvörðun hennar strax haustið 2009 að veita Obama forseta friðarverðlaun Nóbels. Margir brugðust ókvæða við tíðindunum. Hvaða gagn hefur hann gert? – spurðu menn með þjósti, óreyndur maðurinn. Einmitt það var málið. Norðmennirnir í nefndinni skildu að Obama þurfti eflingar við, nýorðinn forseti Bandaríkjanna tæplega fimmtugur og flestum á óvart og landið á heljarþröm af völdum heimabakaðrar bankakreppu. Og þeir máttu vita hvað biði hans þegar kyndarar kynþáttahatursins kæmust í gang. Fordæmi lá fyrir eða hvað? Lyndon B. Johnson, þá nýorðinn Bandaríkjaforseti eftir morðið á Kennedy forseta árið áður, eygði strax 1964 færi á að koma nýrri mannréttindalöggjöf gegnum þingið í Washington þar sem hann var öllum hnútum kunnugur. Hann vildi ljúka verkinu sem Abraham Lincoln forseti hafði byrjað á hundrað árum fyrr með afnámi þrælahalds og goldið fyrir með lífi sínu. Johnson fékk m.a. til liðs við sig blökkuleiðtogann dr. Martin Luther King sem sat fundi á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu, þá 35 ára að aldri. Þar að kom að Johnson þurfti að segja King að andstaða við frumvarpið meðal þingmanna demókrata frá suðurríkjunum, afkomenda þrælahaldaranna þar suður frá, væri svo hörð að hyggilegast væri að skipta löggjöfinni í tvennt og geyma kosningahlutann til ársins eftir, 1965. King sagði forsetanum að það myndu blökkumenn ekki geta sætt sig við og sagðist mundu þurfa að skipuleggja mótmælafundi á vellinum við minnismerki Lincolns í hjarta höfuðborgarinnar. Johnson vissi hvað þetta þýddi. Herskarar blökkumanna og annarra myndu gera hróp að honum í viðurvist allrar þjóðarinnar og umheimsins. Sjónvarp var þá komið inn á flest heimili vestra og víðar. Hvað gerðist næst? Martin Luther King fékk símtal frá Ósló þar sem honum var tilkynnt að hann yrði sæmdur friðarverðlaunum Nóbels þá um haustið. Hann fékk nú um annað um að hugsa: hann þurfti væntanlega að kaupa sér kjólföt o.fl. Ekkert varð af mótmælunum. Orð Johnsons reyndust standa eins og stafur á bók. Hann keyrði fyrri hluta mannréttindalagasetningarinnar í gegnum þingið 1964 og það sem á vantaði, kosningahlutann, 1965, eftir að King hafði farið fyrir þúsundum friðsamra mótmælenda í 86 km göngu frá Selmu til Montgomery, höfuðborgar Alabama, sem var ein helzta miðstöð ranglætisins gagnvart blökkumönnum. Fullur sigur vannst. Tók Nóbelsverðlaunanefndin meðvitaða ákvörðun um að blanda sér í málið? Kannski ekki. Væri hún spurð myndi hún vísast þræta.Skuggar Barack Obama hefur nú látið af forsetaembætti. Hvergi hefur borið skugga á feril hans, finnst mér, nema hann hefði mátt mæla fyrir því að brotlegir bankamenn yrðu látnir sæta ábyrgð að lögum og reyna frekar að stilla til friðar í Austurlöndum nær. Þeim mun dekkri skugga ber á þá sem hafa reynt að grafa undan forsetanum og öllum hans verkum nánast við hvert fótmál. Þingflokkur repúblikana barðist harkalega gegn svo að segja öllum málum forsetans frá byrjun, m.a. með fordæmalausu málþófi og með því að keyra alríkisstjórnina í greiðsluþrot um skeið. Þeim tókst þó ekki að eyðileggja tvö helztu mál forsetans, nýjar heilbrigðistryggingar handa 20 milljónum Bandaríkjamanna sem áður nutu engra slíkra trygginga og frumkvæði forsetans ásamt Kínverjum að Parísarsamningnum 2015 um samræmdar aðgerðir gegn hlýnun loftslags. Enn voðalegri var hún samt eiginlega atlagan sem gerð var að forsetanum sem blökkumanni, einkum í öfgaútvarpi og sjónvarpi. Fremstur í víglínunni var viðskiptamógúllinn Donald Trump sem haslaði sér völl sem stjórnmálamaður meðal repúblikana með því að halda því fram ranglega árum saman að Obama væri fæddur utan Bandaríkjanna og sæti því í embætti í blóra við stjórnarskrána. Virðulausara upphaf stjórnmálaferils nokkurs manns er varla hægt að hugsa sér um okkar daga, og nú er hann forseti.Norðmenn vöktu Hverjum skyldi friðarverðlaunanefndin í Ósló hafa veitt Nóbelsverðlaunin 2015? Friðarverðlaun Nóbels 2015 hlaut fereykið – launþegasamtök, samtök vinnuveitenda, mannréttindasamtök og samtök lögmanna – sem samdi nýja stjórnarskrá til að renna styrkum stoðum undir lýðræði í Túnis, eina landinu í Arabaheiminum sem kom standandi út úr ryskingum síðustu ára. Arabíska vorið sem vaknaði í Túnisborg í desember 2010 þegar niðurlægður götukaupmaður kveikti í sér til að mótmæla valdníðslu vakti vonir um að 330 milljónir manna gætu e.t.v. loksins losnað undan langvarandi kúgun. Vonin brást. En Norðmenn vöktu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun