Ásta Guðrún: Launin mín eru ekki vandamálið heldur fasteignamarkaðurinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2017 15:50 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata. Vísir/Ernir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að sér finnist leiðinlegt að umræðan í kjölfar ummæla sinna um eigin getu til húsnæðiskaupa í Silfrinu í hádeginu hafi farið að snúast um hennar eigin fjárhag, í staðinn fyrir vandamálin sem steðja að fasteignamarkaðinum.Var rætt um húsnæðisvanda ungs fólks og lýsti Ásta persónulegri reynslu sinni af fasteignamarkaðinum. „Ég er ekkert að fara að sjá fram á að geta keypt íbúð einhvern tímann á næstunni. Það er frekar ómögulegt að mínu mati,“ sagði Ásta. Miklar umræður spruttu upp í kjölfar þessara ummæla á samskiptamiðlinum Twitter þar sem Dagur Hjartarson, rithöfundur, velti því fyrir sér hvernig á því stæði að þingmaður með 1,5 milljónir króna í laun á mánuði gæti ekki keypt sér íbúð. Ásta svaraði Degi og benti á að hún hefði um síðustu mánaðarmót einungis hafa fengið 800 þúsund krónur útborgaðar. Í samtali við Vísi segir Ásta að sér finnist umræðan hafi misst marks, þar sem hún hafi verið að reyna að vekja athygli á húsnæðisvandanum en ekki eigin fjárhag. „Mér finnst leiðinlegt að umræðan fari að snúast um mín kaup og kjör sem þingmaður frekar en þann raunverulegan vanda sem við búum við.“ „Fasteignaverð hefur hækkað um 70 prósent á undanförnum sex, sjö árum og það er verið að spá 30 prósent hækkun á næstu þremur árum. Við erum bara að sjá fram á það að lítil tveggja herbergha íbúð, sem kostaði kannski fyrir nokkrum árum 20 milljónir er núna komin á 30 milljónir.“ „Þetta náttúrulega bara er allt annað. Þú þarft ennþá að eiga 20 prósent fyrir útborguninni og 20 prósent af 30 milljónum eru fimm milljónir en ekki tvær. Það er ekki hlaupið að því fyrir neinn að redda fimm milljónum bara sísvona.“ „Umræðan snerist um aðgengi ungs fólks að fasteignamarkaðinum, þar sem leiguverð hefur hækkað á sama tíma og fasteignaverð hefur hækkað, sem gerir ungu fólki erfiðara fyrir.“ Ásta segir að hún hafi ekki yfir neinu að kvarta þegar kemur að launum sínum. „Það er leiðinlegt að þetta fari að snúast um þingfarakaupið mitt, það er ekkert sem ég hef áhrif á, það er kjararáð sem ákveður það.“ „Bara þannig að það komi fram að þá finnst mér launin mín mjög fín, það er ekki vandamálið. Vandamálið er bara hvað fasteignamarkaðurinn er búinn að fara út í miklar öfgar á undanförnum misserum.“Ásta Pírati sér ekki fram á að eiga efni á íbúð. Með 1.5 milljónir á mánuði. 18 á ári. Hvað kosta klukkutíminn á Ground Zero? #silfrið— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) February 19, 2017 @DagurHjartarson Erm, ég er ekki með 1.5 milljónir á mánuði. Síðasati launaseðill sem ég fékk var upp á 800 þúsund útborgað.— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) February 19, 2017 Húsnæðismál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að sér finnist leiðinlegt að umræðan í kjölfar ummæla sinna um eigin getu til húsnæðiskaupa í Silfrinu í hádeginu hafi farið að snúast um hennar eigin fjárhag, í staðinn fyrir vandamálin sem steðja að fasteignamarkaðinum.Var rætt um húsnæðisvanda ungs fólks og lýsti Ásta persónulegri reynslu sinni af fasteignamarkaðinum. „Ég er ekkert að fara að sjá fram á að geta keypt íbúð einhvern tímann á næstunni. Það er frekar ómögulegt að mínu mati,“ sagði Ásta. Miklar umræður spruttu upp í kjölfar þessara ummæla á samskiptamiðlinum Twitter þar sem Dagur Hjartarson, rithöfundur, velti því fyrir sér hvernig á því stæði að þingmaður með 1,5 milljónir króna í laun á mánuði gæti ekki keypt sér íbúð. Ásta svaraði Degi og benti á að hún hefði um síðustu mánaðarmót einungis hafa fengið 800 þúsund krónur útborgaðar. Í samtali við Vísi segir Ásta að sér finnist umræðan hafi misst marks, þar sem hún hafi verið að reyna að vekja athygli á húsnæðisvandanum en ekki eigin fjárhag. „Mér finnst leiðinlegt að umræðan fari að snúast um mín kaup og kjör sem þingmaður frekar en þann raunverulegan vanda sem við búum við.“ „Fasteignaverð hefur hækkað um 70 prósent á undanförnum sex, sjö árum og það er verið að spá 30 prósent hækkun á næstu þremur árum. Við erum bara að sjá fram á það að lítil tveggja herbergha íbúð, sem kostaði kannski fyrir nokkrum árum 20 milljónir er núna komin á 30 milljónir.“ „Þetta náttúrulega bara er allt annað. Þú þarft ennþá að eiga 20 prósent fyrir útborguninni og 20 prósent af 30 milljónum eru fimm milljónir en ekki tvær. Það er ekki hlaupið að því fyrir neinn að redda fimm milljónum bara sísvona.“ „Umræðan snerist um aðgengi ungs fólks að fasteignamarkaðinum, þar sem leiguverð hefur hækkað á sama tíma og fasteignaverð hefur hækkað, sem gerir ungu fólki erfiðara fyrir.“ Ásta segir að hún hafi ekki yfir neinu að kvarta þegar kemur að launum sínum. „Það er leiðinlegt að þetta fari að snúast um þingfarakaupið mitt, það er ekkert sem ég hef áhrif á, það er kjararáð sem ákveður það.“ „Bara þannig að það komi fram að þá finnst mér launin mín mjög fín, það er ekki vandamálið. Vandamálið er bara hvað fasteignamarkaðurinn er búinn að fara út í miklar öfgar á undanförnum misserum.“Ásta Pírati sér ekki fram á að eiga efni á íbúð. Með 1.5 milljónir á mánuði. 18 á ári. Hvað kosta klukkutíminn á Ground Zero? #silfrið— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) February 19, 2017 @DagurHjartarson Erm, ég er ekki með 1.5 milljónir á mánuði. Síðasati launaseðill sem ég fékk var upp á 800 þúsund útborgað.— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) February 19, 2017
Húsnæðismál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira