Hann hefur leyft aðdáendum sínum að fylgjast með því á Twitter hvað á daga hans hefur drifið hér.
Starfsmenn Pennans Eymundsson mega búast við því að aðdáendur hans muni fjölmenna í búðina á næstunni. Gaiman ljóstraði því upp í gær að hann hefði farið þangað og áritað nokkrar bækur sínar án þess að spyrja hvorki kóng né prest.
„Ég gæti hafa laumað mér hingað inn og skrifað nafnið mitt í fullt af bókum,“ segir Gaiman og deilir mynd af versluninni á Twitter-síðu sinni.
Neil Gaiman hefur skrifað fjölda bóka og teiknimyndasagna í gegnum árin sem margar hverjar hafa ratað á metsölulista og rakað að sér viðurkenningum.
Þættirnir American Gods byggja á samnefndri bók Gaiman og verða frumsýndir í apríl næstkomandi.
Tíst Gaiman má sjá hér að neðan.
I might have just crept in and scribbled my name on a bunch of books here. #iceland pic.twitter.com/ejxDoWUOFr
— Neil Gaiman (@neilhimself) February 18, 2017