
Lögreglan telur stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa skipulagt morðið

Alls hafa fjórir verið handteknir í tengslum við málið en hálfbróðirinn, Kim Jong-nam, var myrtur á flugvelli fyrr í vikunni. Einn norður-kóreskur ríkisborgari er í haldi sem og tvær konur, önnur frá Indónesíu og hin frá Víetnam. Malasískur kærasti þeirrar síðarnefndu er jafnframt í haldi.
„Við höfum trú á því að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi staðið hér að baki í ljósi þess að 5 hinna grunuðu eru frá Norður-Kóreu," sagði talsmaður nágranna þeirra í suðri á blaðamannafundi í dag.
Sjá einnig: Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam
Kollegi hans í Malasíu segir að unnið sé náið með Interpol svo hafa megi upp á þeim 4 sem flúðu landið skömmu eftir morðið. „Næsta mál á dagskrá er að ná þeim.“
Ekki er enn vitað nákvæmlega hvað varð Kim Jong-nam að bana en nú er beðið niðurstaðna úr eiturefnarannsókn. Lögreglan telur þó að eitthvað efni sem komið hafði verið fyrir í vasaklút sem önnur kvennanna sem er í haldi bar að munni hans hafi dregið Jong-nam til dauða.
Óstaðfestar fregnir herma að konan hafi sagt lögreglu að hún hafi talið sig vera að taka þátt í sjónvarpsþætti þar sem hún hafi átt að hrekkja manninn, að því er greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins. Hún hafi jafnframt fengið greitt fyrir „hrekkinn“.
Kim Jong-nam var í litlu sambandi við fjölskyldu sína, sérstaklega eftir að faðir hans, Kim Jong-il, tók yngri hálfbróður hans fram yfir hann þegar hann útnefndi eftirmann sinn á valdastóli.
Tengdar fréttir

Grunuð um að myrða Kim Jong-nam: Hélt hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk
Indónesísk kona sem handtekin var í vikunni, grunuð um að myrða Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var talið trú um að hún væri að taka þátt í grínþætti í sjónvarpi með því að hrekkja fólk.

Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam
Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar.

Hálfbróðir Kim Jong-un sagður hafa verið myrtur í Malasíu
Suður-kóreskir fjölmiðlar segja útsendara Norður-Kóreustjórnar hafa eitrað fyrir Kim Jong Nam, sem var sonur fyrrverandi leiðtogans Kim Jong-il.

Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam
Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni.

Fjórða handtakan vegna morðsins á Kim Jong-nam
Malasíska lögreglan handtók í gærkvöldi norðurkóreskan ríkisborgara í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherrans Kim Jong-un.

Suður-Kóreustjórn staðfestir að hálfbróðir Kim Jong-un hafi verið drepinn
Starfandi forseti Suður-Kóreu segir að ef í ljós komi að Norður-Kóreustjórn beri ábyrgð á árásinni myndi það varpa ljósi á "hrottalegt og ómanneskulegt“ eðli hennar.