Trump vísaði til árásar í Svíþjóð í gærkvöldi sem aldrei átti sér stað Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2017 08:45 Á fjöldafundi sínum í gær vísaði Bandaríkjaforsetinn Donald Trump til árásar í Svíþjóð sem aldrei átti sér stað. Í ræðunni, sem hann hélt frammi fyrir stuðningsmönnum sínum í Melbourne í Flórída, drap forsetinn á þeim tengslum sem hann taldi vera á milli komu flóttamanna og aukinnar hættu á hryðjuverkum. „Sjáið bara hvað er að gerast í Þýskalandi. Sjáið hvað gerðist í gærkvöldi í Svíþjóð. Hver hefði trúað þessu? Svíar tóku inn mikinn fjölda, þeir eru nú að glíma við vanda sem enginn gat ímyndað sér. Þið sjáið hvað er að gerast um allan heim,“ sagði Trump.Sjá einnig: Trump kominn aftur í kosningabaráttuTrump, discussing terror, seamlessly mentions incident "last night in Sweden".There was NO "incident" in Sweden last night. pic.twitter.com/XtcC4PRiNU— Steve Kopack (@SteveKopack) February 19, 2017 Málið er hins vegar að engar fregnir hafa borist af árásum í Svíþjóð á föstudagskvöld. Talið er að ummæli Trumps megi rekja til sjónvarpsþáttar sem sýndur var á Fox News á föstudaginn þar sem rætt var við sjónvarpsmanninn Ami Horowitz. Í viðtalinu voru sýnd brot úr heimildarmynd hans sem fjallar um meinta fylgni milli komu flóttamanna til Svíþjóðar og hærri glæpatíðni. Glæpatíðni í Svíþjóð hefur hins vegar verið nokkuð stöðug síðastliðinn áratug ef marka má tölur sænska dómsmálaráðuneytisins frá árinu 2016. Netverjar, ekki síst Svíar, höfðu mjög gaman af þessum ruglingi Trump og gerðu óspart gys að hinni meintu árás. Hér að neðan má sjá framlög nokkurra brandarakalla- og kvenna. Þetta er í þriðja sinn sem forsetinn eða aðrir starfsmenn Hvíta hússins skálda hryðjuverkaárásir. Áður hefur Kellyanne Conway vísað til árásar í Bowling Green sem aldrei átti sér stað og Sean Spicer talaði ítarlega um hryðjuverkaárás í Atlanta sem enginn þekkir til á fundi sínum með blaðamönnum.Trump reveals his source for the horrifying news of an attack on Sweden pic.twitter.com/4MxG8kvHc5— Andrew (@crawlinginblack) February 19, 2017 Air Force saves the day! #LastNightInSweden pic.twitter.com/KwhRfUVTe3— oôD oãoJ (@DaneJoey) February 19, 2017 Terrifying #LastNightInSweden #TrumpRally pic.twitter.com/clQvONdZYV— Nancy Roberts (@leapingotter) February 19, 2017 Here now with what may be video of the incident #LastNightInSweden pic.twitter.com/i2cHJnPtiS— Malbona Vulpo (@threetails) February 19, 2017 This must be what he was referring to #IncidentInSweden https://t.co/kcrWLte2jx— Leigh Caldwell (@leighblue) February 19, 2017 #lastnightinSweden Trump was right! The Swedish Chef went on a rampage! pic.twitter.com/CDlYWCBiEs— Buddy Stone (@buddystone) February 19, 2017 American tourists asked for directions to the Matterhorn. #LastNightInSweden— oôD oãoJ (@DaneJoey) February 19, 2017 #lastnightinsweden Tweets Donald Trump Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Á fjöldafundi sínum í gær vísaði Bandaríkjaforsetinn Donald Trump til árásar í Svíþjóð sem aldrei átti sér stað. Í ræðunni, sem hann hélt frammi fyrir stuðningsmönnum sínum í Melbourne í Flórída, drap forsetinn á þeim tengslum sem hann taldi vera á milli komu flóttamanna og aukinnar hættu á hryðjuverkum. „Sjáið bara hvað er að gerast í Þýskalandi. Sjáið hvað gerðist í gærkvöldi í Svíþjóð. Hver hefði trúað þessu? Svíar tóku inn mikinn fjölda, þeir eru nú að glíma við vanda sem enginn gat ímyndað sér. Þið sjáið hvað er að gerast um allan heim,“ sagði Trump.Sjá einnig: Trump kominn aftur í kosningabaráttuTrump, discussing terror, seamlessly mentions incident "last night in Sweden".There was NO "incident" in Sweden last night. pic.twitter.com/XtcC4PRiNU— Steve Kopack (@SteveKopack) February 19, 2017 Málið er hins vegar að engar fregnir hafa borist af árásum í Svíþjóð á föstudagskvöld. Talið er að ummæli Trumps megi rekja til sjónvarpsþáttar sem sýndur var á Fox News á föstudaginn þar sem rætt var við sjónvarpsmanninn Ami Horowitz. Í viðtalinu voru sýnd brot úr heimildarmynd hans sem fjallar um meinta fylgni milli komu flóttamanna til Svíþjóðar og hærri glæpatíðni. Glæpatíðni í Svíþjóð hefur hins vegar verið nokkuð stöðug síðastliðinn áratug ef marka má tölur sænska dómsmálaráðuneytisins frá árinu 2016. Netverjar, ekki síst Svíar, höfðu mjög gaman af þessum ruglingi Trump og gerðu óspart gys að hinni meintu árás. Hér að neðan má sjá framlög nokkurra brandarakalla- og kvenna. Þetta er í þriðja sinn sem forsetinn eða aðrir starfsmenn Hvíta hússins skálda hryðjuverkaárásir. Áður hefur Kellyanne Conway vísað til árásar í Bowling Green sem aldrei átti sér stað og Sean Spicer talaði ítarlega um hryðjuverkaárás í Atlanta sem enginn þekkir til á fundi sínum með blaðamönnum.Trump reveals his source for the horrifying news of an attack on Sweden pic.twitter.com/4MxG8kvHc5— Andrew (@crawlinginblack) February 19, 2017 Air Force saves the day! #LastNightInSweden pic.twitter.com/KwhRfUVTe3— oôD oãoJ (@DaneJoey) February 19, 2017 Terrifying #LastNightInSweden #TrumpRally pic.twitter.com/clQvONdZYV— Nancy Roberts (@leapingotter) February 19, 2017 Here now with what may be video of the incident #LastNightInSweden pic.twitter.com/i2cHJnPtiS— Malbona Vulpo (@threetails) February 19, 2017 This must be what he was referring to #IncidentInSweden https://t.co/kcrWLte2jx— Leigh Caldwell (@leighblue) February 19, 2017 #lastnightinSweden Trump was right! The Swedish Chef went on a rampage! pic.twitter.com/CDlYWCBiEs— Buddy Stone (@buddystone) February 19, 2017 American tourists asked for directions to the Matterhorn. #LastNightInSweden— oôD oãoJ (@DaneJoey) February 19, 2017 #lastnightinsweden Tweets
Donald Trump Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira