Sport

Flott tilþrif í Meistaramótinu | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/andri marinó
Keppni á fyrri degi á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss er lokið.

Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók þessar skemmtilegu myndir sem má sjá hér að ofan.

Flestir keppendur voru í 60 metra hlaupi karla og kvenna. Í karlaflokki tók 31 þátt og varð Ari Bragi Kárason hlutskarpastur á 7,00 sekúndum.

Í kvennaflokki vann hin 15 ára Birna Kristín Kristjánsdóttir sigur en hún kom í mark á 7,88 sekúndum.

Guðni Valur Guðnason vann öruggan sigur í kúluvarpi karla. Guðni, sem keppti á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrra, kastaði lengst 16,98 metra.

Erna Sóley Gunnarsdóttir bar sigur úr býtum í kúluvarpi kvenna. Hún kastaði lengst 13,69 metra.

Kristinn Torfason hafði sigur í þrístökki karla en hann stökk 13,84 metra.

María Rún Gunnlaugsdóttir sigraði í langstökki kvenna. Hún stökk 5,80 metra.

Öll úrslit mótsins má nálgast með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×