Rangur þjóðarvilji? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 18. febrúar 2017 07:00 Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur stigið aftur fram á sjónarsviðið sem einn leiðtogi hreyfingar er hefur að markmiði að vinda ofan af ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu. Útgönguferli eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í sumar stendur yfir. Margt er óljóst enda hefur engin þjóð gengið úr Evrópusambandinu áður. Í raun er verið að finna upp hjólið, og það meðan farartækið er á fullri ferð. Theresa May forsætisráðherra hefur fengið samþykkt frumvarp í breska þinginu um að útgönguferlið hefjist með formlegum hætti. Hæstiréttur Bretlands hefur sömuleiðis úrskurðað að síðasta orðið skuli vera hjá þinginu um þann samning sem liggja mun fyrir um útgönguna. Nánast útilokað er að þingið muni hundsa þjóðarviljann sem birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þrátt fyrir að mikill meirihluti þingmanna í báðum stóru flokkunum teljist til stuðningsmanna áframhaldandi aðildar. Þeir telja sér einfaldlega ekki stætt á að ganga gegn vilja þjóðarinnar. Tony Blair hefur ekki útfært nákvæmlega hvernig hann telur að vinda eigi ofan af ákvörðuninni. Þar eru tvær leiðir færar: að þingið stöðvi útgönguferlið eða að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla. Sennilega er það einungis síðarnefnda leiðin sem er fær, nema alger straumhvörf yrðu í almenningsálitinu áður en lokasamningur um útgöngu kemur til kasta þingsins. Rök Blairs eru áhugaverð. Hann heldur því fram að logið hafi verið að þjóðinni í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og hún hafi gengið til kosninga á fölskum forsendum. Þar hefur hann nokkuð til síns máls. Stuðningsmenn útgöngu veigruðu sér ekki við að bera fram rangar upplýsingar um stöðu innflytjendamála, eða að leggja á borð rangar tölur um kostnaðinn sem hlytist af aðild Breta að ESB. Þeir fullyrtu að 350 milljónir punda myndu sparast vikulega, samsvarandi upphæð ætti að leggja til styrktar heilbrigðiskerfinu. Morguninn eftir sigurinn mikla viðurkenndu leiðtogar Brexit að þessi staðhæfing hefði verið úr lausu lofti gripin. Þeir sem börðust fyrir áframhaldandi aðild stigu hins vegar varlegar til jarðar. Megininntakið var upplýsingar um efnahagslegar afleiðingar útgöngu. Tölur á blaði virka einfaldlega ekki jafnvel og upphrópanir, jafnvel þótt rangar séu. Nýleg kosningasaga hér og þar um heiminn er til vitnis um það. Útspil Blairs er athyglisvert. Getur verið réttlætanlegt að hundsa þjóðarviljann? Skiptir máli að rangfærslur hafi orðið ofan á í kosningabaráttunni eða skiptir þátttakan kannski meira máli? Á Íslandi höfum við sambærileg dæmi, eins og þjóðaratkvæðagreiðsluna um nýja stjórnarskrá, sem síðar var virt að vettugi með óljósum skýringum. Kannski er bara ein leið fær, að Theresa May geri samning við Evrópusambandið, og leggi drögin í dóm þjóðarinnar? Hún mun forðast þá leið og tekst það líklega. Bretar halda þá áfram að staulast í myrkrinu, en óvíst er hversu löng göngin eru eða hvort ljós er yfirhöfuð við enda ganganna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur stigið aftur fram á sjónarsviðið sem einn leiðtogi hreyfingar er hefur að markmiði að vinda ofan af ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu. Útgönguferli eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í sumar stendur yfir. Margt er óljóst enda hefur engin þjóð gengið úr Evrópusambandinu áður. Í raun er verið að finna upp hjólið, og það meðan farartækið er á fullri ferð. Theresa May forsætisráðherra hefur fengið samþykkt frumvarp í breska þinginu um að útgönguferlið hefjist með formlegum hætti. Hæstiréttur Bretlands hefur sömuleiðis úrskurðað að síðasta orðið skuli vera hjá þinginu um þann samning sem liggja mun fyrir um útgönguna. Nánast útilokað er að þingið muni hundsa þjóðarviljann sem birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þrátt fyrir að mikill meirihluti þingmanna í báðum stóru flokkunum teljist til stuðningsmanna áframhaldandi aðildar. Þeir telja sér einfaldlega ekki stætt á að ganga gegn vilja þjóðarinnar. Tony Blair hefur ekki útfært nákvæmlega hvernig hann telur að vinda eigi ofan af ákvörðuninni. Þar eru tvær leiðir færar: að þingið stöðvi útgönguferlið eða að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla. Sennilega er það einungis síðarnefnda leiðin sem er fær, nema alger straumhvörf yrðu í almenningsálitinu áður en lokasamningur um útgöngu kemur til kasta þingsins. Rök Blairs eru áhugaverð. Hann heldur því fram að logið hafi verið að þjóðinni í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og hún hafi gengið til kosninga á fölskum forsendum. Þar hefur hann nokkuð til síns máls. Stuðningsmenn útgöngu veigruðu sér ekki við að bera fram rangar upplýsingar um stöðu innflytjendamála, eða að leggja á borð rangar tölur um kostnaðinn sem hlytist af aðild Breta að ESB. Þeir fullyrtu að 350 milljónir punda myndu sparast vikulega, samsvarandi upphæð ætti að leggja til styrktar heilbrigðiskerfinu. Morguninn eftir sigurinn mikla viðurkenndu leiðtogar Brexit að þessi staðhæfing hefði verið úr lausu lofti gripin. Þeir sem börðust fyrir áframhaldandi aðild stigu hins vegar varlegar til jarðar. Megininntakið var upplýsingar um efnahagslegar afleiðingar útgöngu. Tölur á blaði virka einfaldlega ekki jafnvel og upphrópanir, jafnvel þótt rangar séu. Nýleg kosningasaga hér og þar um heiminn er til vitnis um það. Útspil Blairs er athyglisvert. Getur verið réttlætanlegt að hundsa þjóðarviljann? Skiptir máli að rangfærslur hafi orðið ofan á í kosningabaráttunni eða skiptir þátttakan kannski meira máli? Á Íslandi höfum við sambærileg dæmi, eins og þjóðaratkvæðagreiðsluna um nýja stjórnarskrá, sem síðar var virt að vettugi með óljósum skýringum. Kannski er bara ein leið fær, að Theresa May geri samning við Evrópusambandið, og leggi drögin í dóm þjóðarinnar? Hún mun forðast þá leið og tekst það líklega. Bretar halda þá áfram að staulast í myrkrinu, en óvíst er hversu löng göngin eru eða hvort ljós er yfirhöfuð við enda ganganna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu