Fallið er upphaf að einhverju nýju hjá Snæfelli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. febrúar 2017 06:00 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, vissi ekki að liðið væri fallið í leikslok. vísir/Eyþór Þegar sautján umferðum er lokið er Snæfell fallið úr Domino’s-deild karla. Liðið hefur ekki unnið einn leik í vetur og litlar líkur eru á því að það vinni leik í vetur miðað við hvernig gengi þess hefur verið. Þessi örlög liðsins koma þjálfaranum, Inga Þór Steinþórssyni, ekkert sérstaklega á óvart. Það gekk illa hjá Snæfelli að styrkja liðið fyrir tímabilið og í kjölfarið var ákveðið að horfa til framtíðar. „Við töluðum ekkert um þetta inni í klefa eftir leik í gær. Við erum að horfa til lengri tíma. Við erum ekki veruleikafirrtir og gerðum okkur grein fyrir að þetta yrði niðurstaðan. Ég gerði mér hreinlega ekki einu sinni grein fyrir að við værum fallnir fyrr en ég las það á Vísi,“ segir Ingi Þór enda ekkert að velta sér upp úr hvenær hið óumflýjanlega yrði formlegt. „Stjórn, þjálfarar og leikmenn eru meðvitaðir um að við erum að horfa til framtíðar. Byggja upp kjarna sem getur borið þetta lið uppi næstu árin.“ Þótt það sé vissulega sárt fyrir leikmenn liðsins að tapa öllum leikjum í efstu deild þá telur þjálfarinn að þetta muni hjálpa liðinu til lengri tíma.graf/fréttablaðið„Við tökum fullt út úr þessu. Ungir menn að fá tækifæri og mikil reynsla. Svo erum við með unglingaflokk sem er að standa sig mjög vel og hefur aðeins tapað einum leik. Sigurtilfinningin hverfur því ekki hjá þeim. Það hafa allir tæklað þetta ástand vel,“ segir Ingi Þór og viðurkennir að fyrir tímabilið hafi menn gert sér grein fyrir því að fall yrði líklega niðurstaðan. Liðið var það óreynt. „Ég tel okkur samt hafa gert þokkalega úr því sem við erum með og strákarnir staðið sig bara vel. Það er skrýtið að hrósa mönnum sem eru alltaf að tapa en það er ekkert auðvelt að halda haus og hætta aldrei. Við göngum ekki um göturnar með hausinn í malbikinu. Þetta er enginn dauðadómur. Þetta er upphaf að einhverju nýju.“ Ingi Þór reyndi svo sannarlega að styrkja liðið fyrir tímabilið með reyndari mönnum en fékk ansi margar neitarnir. Af hverju vildu leikmenn ekki koma í Hólminn? „Það var áhugi hjá mörgum sem ég talaði við en menn voru að bera fyrir sig nám eða treystu sér ekki í fjarnám. Það eru kærusturnar sem vilja ekki fara og svo er það félagslífið á suðvesturhorninu. Svo er það fjarlægðin sem er samt engin,“ segir þjálfarinn og bætir við að 4+1 reglan hjálpi ekki félagi eins og Snæfelli. „Hún gerir það að verkum að íslensku strákarnir fara fram á peninga sem eru ekki til. Þá fellur það um sjálft sig. Flott hjá þeim félögum sem geta greitt þessi laun.“ Ingi Þór vill sjá ákveðnar breytingar hjá KKÍ og er augljóslega ekki hrifinn af 4+1 reglunni. „Það er tvennt sem hreyfingin þarf að gera. Annaðhvort opnum við fyrir erlenda leikmenn og þéttum aðeins gæðin eða fækkum liðum. Við eigum ekki íslenska leikmenn. Það er mjög jákvætt að eiga alla þessa erlendu leikmenn í háskóla og atvinnumennsku en það þynnir gæðin í deildinni. Það eru til ungir strákar en þeir eru ekki endilega tilbúnir líkamlega í átök með fullorðnum mönnum. Ég vona að hreyfingin skoði þetta í vor. 4+1 reglan hefur sína kosti en hún hefur líka sína galla,“ segir Ingi en hann stefnir á að koma liðinu aftur upp á næstu tveim til þrem árum.Aðeins fimm lið hafa verið lengur í deildinni Snæfell hefur spilað í úrvalsdeildinni undanfarin fjórtán tímabil og aðeins fimm lið í deildinni hafa verið lengur í deildinni. Liðin sem hafa verið lengur eru Njarðvík, KR, Keflavík, Grindavík og ÍR. Snæfell féll síðast úr deildinni vorið 2000 og það tók liðið þá tvö tímabil að vinna sér aftur sæti í úrvalsdeildinni sem tókst vorið 2002. Þegar liðið féll vorið 1995 voru Hólmarar aftur á móti þrjú tímabil að endurheimta sæti sitt meðal þeirra bestu. Áður höfðu liðið fjórtán ár frá veru liðsins í deild þeirra bestu (1976-1990). Tími liðsins í 1. deildinni er því alltaf að styttast og haldi þessi þróun áfram verða Snæfellingar aðeins eitt tímabil í 1. deildinni að þessu sinni.Lið sem hafa verið lengur í efstu deild en Snæfell KR frá 1961 Njarðvík frá 1972 Keflavík frá 1985 Grindavík frá 1987 ÍR frá 2000Lið sem hafa verið skemur í efstu deild en Snæfell Stjarnan frá 2007 Þór Þorl. frá 2011 Haukar frá 2013 Tindastóll frá 2014 Þór Ak. frá 2016 Skallagrímur frá 2016Snæfell hefur þrisvar áður fallið úr efstu deild í körfuboltanum 1975-76 Tímabil utan efstu deildar: 14 Aftur í úrvalsdeild: 1990-91 1994-1995 Tímabil utan efstu deildar: 3 Aftur í úrvalsdeild: 1998-99 1999-2000 Tímabil utan efstu deildar: 2 Aftur í úrvalsdeild: 2002-03 2016-2017 Tímabil utan efstu deildar: ? Dominos-deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Sjá meira
Þegar sautján umferðum er lokið er Snæfell fallið úr Domino’s-deild karla. Liðið hefur ekki unnið einn leik í vetur og litlar líkur eru á því að það vinni leik í vetur miðað við hvernig gengi þess hefur verið. Þessi örlög liðsins koma þjálfaranum, Inga Þór Steinþórssyni, ekkert sérstaklega á óvart. Það gekk illa hjá Snæfelli að styrkja liðið fyrir tímabilið og í kjölfarið var ákveðið að horfa til framtíðar. „Við töluðum ekkert um þetta inni í klefa eftir leik í gær. Við erum að horfa til lengri tíma. Við erum ekki veruleikafirrtir og gerðum okkur grein fyrir að þetta yrði niðurstaðan. Ég gerði mér hreinlega ekki einu sinni grein fyrir að við værum fallnir fyrr en ég las það á Vísi,“ segir Ingi Þór enda ekkert að velta sér upp úr hvenær hið óumflýjanlega yrði formlegt. „Stjórn, þjálfarar og leikmenn eru meðvitaðir um að við erum að horfa til framtíðar. Byggja upp kjarna sem getur borið þetta lið uppi næstu árin.“ Þótt það sé vissulega sárt fyrir leikmenn liðsins að tapa öllum leikjum í efstu deild þá telur þjálfarinn að þetta muni hjálpa liðinu til lengri tíma.graf/fréttablaðið„Við tökum fullt út úr þessu. Ungir menn að fá tækifæri og mikil reynsla. Svo erum við með unglingaflokk sem er að standa sig mjög vel og hefur aðeins tapað einum leik. Sigurtilfinningin hverfur því ekki hjá þeim. Það hafa allir tæklað þetta ástand vel,“ segir Ingi Þór og viðurkennir að fyrir tímabilið hafi menn gert sér grein fyrir því að fall yrði líklega niðurstaðan. Liðið var það óreynt. „Ég tel okkur samt hafa gert þokkalega úr því sem við erum með og strákarnir staðið sig bara vel. Það er skrýtið að hrósa mönnum sem eru alltaf að tapa en það er ekkert auðvelt að halda haus og hætta aldrei. Við göngum ekki um göturnar með hausinn í malbikinu. Þetta er enginn dauðadómur. Þetta er upphaf að einhverju nýju.“ Ingi Þór reyndi svo sannarlega að styrkja liðið fyrir tímabilið með reyndari mönnum en fékk ansi margar neitarnir. Af hverju vildu leikmenn ekki koma í Hólminn? „Það var áhugi hjá mörgum sem ég talaði við en menn voru að bera fyrir sig nám eða treystu sér ekki í fjarnám. Það eru kærusturnar sem vilja ekki fara og svo er það félagslífið á suðvesturhorninu. Svo er það fjarlægðin sem er samt engin,“ segir þjálfarinn og bætir við að 4+1 reglan hjálpi ekki félagi eins og Snæfelli. „Hún gerir það að verkum að íslensku strákarnir fara fram á peninga sem eru ekki til. Þá fellur það um sjálft sig. Flott hjá þeim félögum sem geta greitt þessi laun.“ Ingi Þór vill sjá ákveðnar breytingar hjá KKÍ og er augljóslega ekki hrifinn af 4+1 reglunni. „Það er tvennt sem hreyfingin þarf að gera. Annaðhvort opnum við fyrir erlenda leikmenn og þéttum aðeins gæðin eða fækkum liðum. Við eigum ekki íslenska leikmenn. Það er mjög jákvætt að eiga alla þessa erlendu leikmenn í háskóla og atvinnumennsku en það þynnir gæðin í deildinni. Það eru til ungir strákar en þeir eru ekki endilega tilbúnir líkamlega í átök með fullorðnum mönnum. Ég vona að hreyfingin skoði þetta í vor. 4+1 reglan hefur sína kosti en hún hefur líka sína galla,“ segir Ingi en hann stefnir á að koma liðinu aftur upp á næstu tveim til þrem árum.Aðeins fimm lið hafa verið lengur í deildinni Snæfell hefur spilað í úrvalsdeildinni undanfarin fjórtán tímabil og aðeins fimm lið í deildinni hafa verið lengur í deildinni. Liðin sem hafa verið lengur eru Njarðvík, KR, Keflavík, Grindavík og ÍR. Snæfell féll síðast úr deildinni vorið 2000 og það tók liðið þá tvö tímabil að vinna sér aftur sæti í úrvalsdeildinni sem tókst vorið 2002. Þegar liðið féll vorið 1995 voru Hólmarar aftur á móti þrjú tímabil að endurheimta sæti sitt meðal þeirra bestu. Áður höfðu liðið fjórtán ár frá veru liðsins í deild þeirra bestu (1976-1990). Tími liðsins í 1. deildinni er því alltaf að styttast og haldi þessi þróun áfram verða Snæfellingar aðeins eitt tímabil í 1. deildinni að þessu sinni.Lið sem hafa verið lengur í efstu deild en Snæfell KR frá 1961 Njarðvík frá 1972 Keflavík frá 1985 Grindavík frá 1987 ÍR frá 2000Lið sem hafa verið skemur í efstu deild en Snæfell Stjarnan frá 2007 Þór Þorl. frá 2011 Haukar frá 2013 Tindastóll frá 2014 Þór Ak. frá 2016 Skallagrímur frá 2016Snæfell hefur þrisvar áður fallið úr efstu deild í körfuboltanum 1975-76 Tímabil utan efstu deildar: 14 Aftur í úrvalsdeild: 1990-91 1994-1995 Tímabil utan efstu deildar: 3 Aftur í úrvalsdeild: 1998-99 1999-2000 Tímabil utan efstu deildar: 2 Aftur í úrvalsdeild: 2002-03 2016-2017 Tímabil utan efstu deildar: ?
Dominos-deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Sjá meira