Strákurinn fær annað stefnumót með tennisstjörnunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 12:15 John Goehrke og Eugenie Bouchard náðu vel saman. Mynd/Twitter-síða Eugenie Bouchard Eugenie Bouchard er fræg tennisstjarna og það vakti mikla athygli þegar hún stóð sig sitt og fór á stefnumót með strák sem hafði veðjað við hana á Twitter. Þetta er orðið framhaldsaga því stefnumótið gekk það vel að Eugenie Bouchard hefur samþykkt að fara aftur út með hinum tvítuga John Goehrke. Goehrke er harður stuðningsmaður New England Patriots í NFL-deildinni og hans menn skiluðu honum ekki aðeins sigri í Super Bowl heldur einnig stefnumóti og nú mögulegu sambandi. John Goehrke veðjaði við Bouchard á Twitter um að New England Patriots liðið myndi snúa við leiknum og vinna þegar staðan var orðin 21-0 fyrir Atlanta Falcons. New England Patriots átti sögulega endurkomu í leiknum og tryggði sér sigur í framlengingu. John Goehrke og Eugenie Bouchard fóru meðal annars saman á leik Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta og stefnumótið gekk mjög vel. Bandarískir fjölmiðlar fylgjast vel með. „Þetta var frábært. Hann er venjulegur,“ sagði Eugenie Bouchard við TMZ. „Ég skipulagði stefnumótið. Hann sótti mig á hótelið eins og herramaður. Hann færði mér fallega gjöf og við fórum saman á leikinn. Ég er heppin því hann er venjulegur,“ sagði Bouchard við blaðamanna TMZ en verður annað stefnumót? „Já örugglega,“ svaraði hin 22 ára gamla Eugenie Bouchard. Hún er í 47. sæti á heimslistanum og komst í úrslitaleik Wimbledon-mótsins 2014 en það var hennar besta ár til þessa. Það lítur út fyrir að það sem byrjaði sem veðmál á Twitter geti endað í alvöru sambandi. Hlutirnir eru heldur betur að ganga upp hjá hinum tvítuga John Goehrke. Hann var líka sáttur. „Þetta gekk mjög vel. Besta stefnumótið mitt á ævinni,“ sagði John Goehrke. Hér fyrir neðan má sjá þau skötuhjú eftir fyrsta stefnumótið þeirra en birti þessa mynd inn á Twitter-síðu sinni. Last night... pic.twitter.com/Vu3DYgYSBh— Genie Bouchard (@geniebouchard) February 16, 2017 Aðrar íþróttir Íþróttir Tennis Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira
Eugenie Bouchard er fræg tennisstjarna og það vakti mikla athygli þegar hún stóð sig sitt og fór á stefnumót með strák sem hafði veðjað við hana á Twitter. Þetta er orðið framhaldsaga því stefnumótið gekk það vel að Eugenie Bouchard hefur samþykkt að fara aftur út með hinum tvítuga John Goehrke. Goehrke er harður stuðningsmaður New England Patriots í NFL-deildinni og hans menn skiluðu honum ekki aðeins sigri í Super Bowl heldur einnig stefnumóti og nú mögulegu sambandi. John Goehrke veðjaði við Bouchard á Twitter um að New England Patriots liðið myndi snúa við leiknum og vinna þegar staðan var orðin 21-0 fyrir Atlanta Falcons. New England Patriots átti sögulega endurkomu í leiknum og tryggði sér sigur í framlengingu. John Goehrke og Eugenie Bouchard fóru meðal annars saman á leik Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta og stefnumótið gekk mjög vel. Bandarískir fjölmiðlar fylgjast vel með. „Þetta var frábært. Hann er venjulegur,“ sagði Eugenie Bouchard við TMZ. „Ég skipulagði stefnumótið. Hann sótti mig á hótelið eins og herramaður. Hann færði mér fallega gjöf og við fórum saman á leikinn. Ég er heppin því hann er venjulegur,“ sagði Bouchard við blaðamanna TMZ en verður annað stefnumót? „Já örugglega,“ svaraði hin 22 ára gamla Eugenie Bouchard. Hún er í 47. sæti á heimslistanum og komst í úrslitaleik Wimbledon-mótsins 2014 en það var hennar besta ár til þessa. Það lítur út fyrir að það sem byrjaði sem veðmál á Twitter geti endað í alvöru sambandi. Hlutirnir eru heldur betur að ganga upp hjá hinum tvítuga John Goehrke. Hann var líka sáttur. „Þetta gekk mjög vel. Besta stefnumótið mitt á ævinni,“ sagði John Goehrke. Hér fyrir neðan má sjá þau skötuhjú eftir fyrsta stefnumótið þeirra en birti þessa mynd inn á Twitter-síðu sinni. Last night... pic.twitter.com/Vu3DYgYSBh— Genie Bouchard (@geniebouchard) February 16, 2017
Aðrar íþróttir Íþróttir Tennis Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira