Sara: Hataði Conor McGregor en geri það ekki lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 11:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Conor McGregor. Vísir/Samsett Getty og Instagram síða Söru Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, crossfit-kona, var í viðtali við Suðurnesjamagasín á Hringbraut í gærkvöldi og þar talaði hún meðal annars um það hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að tapa. Ragnheiður Sara hefur staðið sig frábærlega á síðustu tveimur heimsleikum í crossfit en í bæði skiptin hefur hún rétt misst af efsta sætinu í lokin. Fyrra árið var hún í frábærri stöðu þegar allt klikkaði sem klikkað gat á lokasprettinum. „Það klikkaði eitthvað í hausnum. Ég eyddi allri orkunni minni í að reyna að klifra upp þennan vegg því ég vildi ná einum. Ég er algjör klaufi og fæ gat á hausinn þegar ég er að gera æfinguna og verð bara pirruð. Svo vissi ég að næsta æfing væri mín æfing,“ sagði Sara en sú æfing voru handstöðu armbeygjur. „Ég fer í þær, klikka á fyrstu, klikka á númer tvö og klikka á númer þrjú. Allt í einu gafst ég bara upp,“ sagði Sara en hvað gerist þegar hún klikkar á æfingu sem hún átti að fara létt með. „Þetta var bara hausinn. Allt í einu hættir þú að trúa að því getir gert hlutinn og ferð bara að brjóta þig niður á meðan þú ert að gera æfinguna,“ sagði Sara og bætti við: „Ég var bara að hugsa á meðan ég var að gera æfinguna: Af hverju ættir þú að vinna fyrstu heimsleikana sem þú ferð á. Þetta er alltof stór draumur en skiptir ekki máli því þú ert búin að tapa þessu. Þetta er eitthvað sem ég hef þurft að vinna mjög mikið í,“ sagði Sara.Sjá einnig:Sara: Mig langaði aldrei að verða svona „mössuð“ „Ég er búin að vera hjá íþróttasálfræðing og er búin að vera að gera allskonar æfingar sem er mjög erfitt. Það er ekkert mál að æfa en að æfa andlegu hliðina er miklu erfiðara. Andlega hliðin stjórnar líkamlega þættinum þannig að hún er svona 80 prósent,“ sagði Sara. „Þetta verður ekki vandamál núna í ár,“ lofaði Sara en hún fór líka yfir það hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að tapa. „Ég er að læra núna en mér finnst mjög erfitt að tapa. Það fylgir því að vinna að kunna að tapa líka,“ sagði Sara í viðtalinu við Eyþór Sæmundsson í þættinum Suðurnesjamagasín á Hringbraut . „Ég hataði Conor McGregor af því að hann var svo hrokafullur. Svo sá ég hann þegar hann tapaði í fyrsta skiptið. Þá kunni ég að meta það hversu góður íþróttamaður hann er og hversu stór sálfræðiparturinn er sem hann notar. Ég er að læra að tapa en stefni alltaf að því að vinna,“ sagði Sara í léttum tón.Hér er viðtalið í heild sinni við Söru Sigmunds sem var í þætti Víkurfrétta á Hringbraut í gærkvöldi. Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, crossfit-kona, var í viðtali við Suðurnesjamagasín á Hringbraut í gærkvöldi og þar talaði hún meðal annars um það hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að tapa. Ragnheiður Sara hefur staðið sig frábærlega á síðustu tveimur heimsleikum í crossfit en í bæði skiptin hefur hún rétt misst af efsta sætinu í lokin. Fyrra árið var hún í frábærri stöðu þegar allt klikkaði sem klikkað gat á lokasprettinum. „Það klikkaði eitthvað í hausnum. Ég eyddi allri orkunni minni í að reyna að klifra upp þennan vegg því ég vildi ná einum. Ég er algjör klaufi og fæ gat á hausinn þegar ég er að gera æfinguna og verð bara pirruð. Svo vissi ég að næsta æfing væri mín æfing,“ sagði Sara en sú æfing voru handstöðu armbeygjur. „Ég fer í þær, klikka á fyrstu, klikka á númer tvö og klikka á númer þrjú. Allt í einu gafst ég bara upp,“ sagði Sara en hvað gerist þegar hún klikkar á æfingu sem hún átti að fara létt með. „Þetta var bara hausinn. Allt í einu hættir þú að trúa að því getir gert hlutinn og ferð bara að brjóta þig niður á meðan þú ert að gera æfinguna,“ sagði Sara og bætti við: „Ég var bara að hugsa á meðan ég var að gera æfinguna: Af hverju ættir þú að vinna fyrstu heimsleikana sem þú ferð á. Þetta er alltof stór draumur en skiptir ekki máli því þú ert búin að tapa þessu. Þetta er eitthvað sem ég hef þurft að vinna mjög mikið í,“ sagði Sara.Sjá einnig:Sara: Mig langaði aldrei að verða svona „mössuð“ „Ég er búin að vera hjá íþróttasálfræðing og er búin að vera að gera allskonar æfingar sem er mjög erfitt. Það er ekkert mál að æfa en að æfa andlegu hliðina er miklu erfiðara. Andlega hliðin stjórnar líkamlega þættinum þannig að hún er svona 80 prósent,“ sagði Sara. „Þetta verður ekki vandamál núna í ár,“ lofaði Sara en hún fór líka yfir það hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að tapa. „Ég er að læra núna en mér finnst mjög erfitt að tapa. Það fylgir því að vinna að kunna að tapa líka,“ sagði Sara í viðtalinu við Eyþór Sæmundsson í þættinum Suðurnesjamagasín á Hringbraut . „Ég hataði Conor McGregor af því að hann var svo hrokafullur. Svo sá ég hann þegar hann tapaði í fyrsta skiptið. Þá kunni ég að meta það hversu góður íþróttamaður hann er og hversu stór sálfræðiparturinn er sem hann notar. Ég er að læra að tapa en stefni alltaf að því að vinna,“ sagði Sara í léttum tón.Hér er viðtalið í heild sinni við Söru Sigmunds sem var í þætti Víkurfrétta á Hringbraut í gærkvöldi.
Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira