Zuckerberg birtir 6000 orða stefnuyfirlýsingu um framtíð Facebook Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 22:16 Mark Zuckerberg. vísir/getty Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samfélagsmiðilsins Facebook, birti í dag 6000 orða stefnuyfirlýsinu um framtíð fyrirtækisins og markmið þess á komandi árum. Það verður ekki annað sagt en að þau séu háleit en í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Í dag erum við nálægt næsta skrefi. Stærstu tækifæri okkar eru alþjóðleg, eins og að breiða út velmegun og frelsi, tala fyrir friði og skilningi, stemma stigu við fátækt og auka hraða vísindanna. Stærstu áskoranir okkar eru líka alþjóðlegs eðlis eins og að binda enda á hryðjuverkastarfsemi, berjast gegn loftslagsbreytingum og koma í veg fyrir farsóttir. Framfarir krefjast þess nú að mannkynið komi ekki aðeins saman í borgum eða sem þjóðir heldur sem alþjóðlegt samfélag.“ Zuckerberg segir að þetta sé sérstaklega mikilvægt nú og að Facebook standi fyrir það að færa manneskjur nær hvor annarri og að búa til þetta alþjóðlega samfélag. Síðustu tíu árin hefur fyrirtækið einbeitt sér að því að tengja saman vini og fjölskyldur en nú er komið að því að þróa félagslega innviði sem nýst geta því alþjóðlega samfélagi sem Facebook vill vera, segir Zuckerberg. Markmiðið er að í þessu samfélagi, þar sem allir eru velkomnir, finni fólk stuðning, öryggi, upplýsingar og geti haft áhrif.Stefnuyfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér en í umfjöllun um hana á vef Mashable segir að yfirlýsingin komi kjölfar mikillar gagnrýni sem sett hefur fram á Facebook þar sem miðillinn hefur verið sakaður um að hafa ekki gert nóg til þess að koma í veg fyrir dreifingu falskra frétta. Þá er því velt upp hvort að á næstu vikum og mánuðum verði ný tól kynnt til sögunnar á Facebook sem hafi ekki það eina markmið að tengja saman fólk á einhvern hátt. Einnig gæti stefnuyfirlýsing falið í sér yfirlýsingu um að fyrirtækið sjálft ætli nú að fara láta til sín taka beint, eitthvað sem það hefur ekki mikið af hingað til. Facebook Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samfélagsmiðilsins Facebook, birti í dag 6000 orða stefnuyfirlýsinu um framtíð fyrirtækisins og markmið þess á komandi árum. Það verður ekki annað sagt en að þau séu háleit en í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Í dag erum við nálægt næsta skrefi. Stærstu tækifæri okkar eru alþjóðleg, eins og að breiða út velmegun og frelsi, tala fyrir friði og skilningi, stemma stigu við fátækt og auka hraða vísindanna. Stærstu áskoranir okkar eru líka alþjóðlegs eðlis eins og að binda enda á hryðjuverkastarfsemi, berjast gegn loftslagsbreytingum og koma í veg fyrir farsóttir. Framfarir krefjast þess nú að mannkynið komi ekki aðeins saman í borgum eða sem þjóðir heldur sem alþjóðlegt samfélag.“ Zuckerberg segir að þetta sé sérstaklega mikilvægt nú og að Facebook standi fyrir það að færa manneskjur nær hvor annarri og að búa til þetta alþjóðlega samfélag. Síðustu tíu árin hefur fyrirtækið einbeitt sér að því að tengja saman vini og fjölskyldur en nú er komið að því að þróa félagslega innviði sem nýst geta því alþjóðlega samfélagi sem Facebook vill vera, segir Zuckerberg. Markmiðið er að í þessu samfélagi, þar sem allir eru velkomnir, finni fólk stuðning, öryggi, upplýsingar og geti haft áhrif.Stefnuyfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér en í umfjöllun um hana á vef Mashable segir að yfirlýsingin komi kjölfar mikillar gagnrýni sem sett hefur fram á Facebook þar sem miðillinn hefur verið sakaður um að hafa ekki gert nóg til þess að koma í veg fyrir dreifingu falskra frétta. Þá er því velt upp hvort að á næstu vikum og mánuðum verði ný tól kynnt til sögunnar á Facebook sem hafi ekki það eina markmið að tengja saman fólk á einhvern hátt. Einnig gæti stefnuyfirlýsing falið í sér yfirlýsingu um að fyrirtækið sjálft ætli nú að fara láta til sín taka beint, eitthvað sem það hefur ekki mikið af hingað til.
Facebook Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent