Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 25-35 | FH valtaði yfir Stjörnuna Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2017 20:45 Ólafur Gústafsson, leikmaður Stjörnunnar. vísir/anton FH vann auðveldan sigur á Stjörnunni, 35-25, í Olís-deild karla í handknattleik í TM-höllinni í Garðabæ í kvöld. Gestirnir í FH byrjuðu leikinn töluvert betur og var sóknarleikur Stjörnunnar vægast sagt ryðgaður til að byrja með. Þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af leiknum hafði FH þriggja marka forustu, 8-5, og Ólafur Gústafsson eini leikmaður Stjörnunnar með lífsmarki. Sóknarleikur heimamanna gekk oft illa en aðal hausverkurinn var döpur vörn og markvarsla. Eftir 30 mínútna leik var staðan 17-12 fyrir FH og ekki til útflutninga að fá á sig 17 mörk í hálfleik. Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með fimm mörk eftir fyrri hálfleikinn og Jóhann Birgir Ingvarsson var einnig með fimm mörk fyrir FH rétt eins og Óðinn Þór Ríkharðsson. Fimm mörkum munaði á liðunum í hálfleiknum. Í upphafi síðari hálfleiksins skoraði FH fyrstu fjögur mörk leiksins og breyttu stöðunni allt í einu í 21-12 og gerðu í raun útum leikinn á þeim kafla. Það leið síðan ekki langur tíma þar til að munurinn var orðinn tíu mörk, 24-14. Stjörnumenn áttu einfaldlega aldrei séns í þessum leik og er skemmst frá því að segja að FH vann auðveldan sigur, 35-25. FH er því komið upp í annað sæti deildarinnar með 24 stig, einu stigi á eftir Aftureldingu. Stjarnan er enn í sjöunda með 15 stig. Jóhann Birgir Ingvarsson og Óðinn Þór Ríkharðsson skoruðu báðir 10 mörk fyrir FH í kvöld. Halldór: Bjóst ekki við svona stórum sigri„Ég bjóst nú ekki við svona stórum sigri fyrirfram, sérstaklega þar sem Stjarnan hefur verið að spila vel í síðustu deildarleikjum,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vorum bara mjög þéttir og mjög góðir varnarlega í kvöld. Það skilaði sér í mörgum góðum hraðaupphlaupum og svo vorum við agaðir sóknarlega. Ég er bara mjög sáttur með þennan tíu marka sigur.“ FH gerði í raun útum þennan leik í upphafi síðari hálfleiksins. „Sú byrjun var frábær hjá okkur en það er samt svo stutt í þessu. Smá óöryggi og þá eru þeir komnir aftur inn í leikinn.“ Halldór segir að hópurinn hjá FH sé mjög breiður og það hafi sýnt sig í kvöld. „Við teljum okkur vera með fína breidd og sumir vilja alltaf bara tala um sömu leikmennina en þetta er heilt lið sem vinnur saman.“ Einar: Þetta var vonandi bara slys sem kemur ekki aftur fyrir„Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja, en ég geld að þetta byrji fyrst og fremst í hausnum á okkur. Hugafarið hjá okkur var ekki gott,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Það er eitthvað sem við þurfum að skoða vel núna í pásunni og laga andlega þáttinn. Þá fyrst getum við byrjað að vinna í þáttum eins og vörn, sókn og markvörslu.“ Hann segir að nánast allar tímasetningar hafi verið rangar í varnarfærslu liðsins í kvöld. „Við erum hægir á fótum og töpum stöðum maður á mann í nánast hvert einasta skipti. Þetta er mjög óvanalegt hvað okkur varðar. Fyrir þennan leik vorum við búnir að fá á okkur fæst mörk í deildinni.“ Einar vonar að leikurinn í kvöld hafi bara verið slys og komi ekki fyrir aftur. „Við þurfum núna að setjast niður og vinna í þessum saman, það þýðir ekkert að vera með nein læti fyrir þessu.“ Olís-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
FH vann auðveldan sigur á Stjörnunni, 35-25, í Olís-deild karla í handknattleik í TM-höllinni í Garðabæ í kvöld. Gestirnir í FH byrjuðu leikinn töluvert betur og var sóknarleikur Stjörnunnar vægast sagt ryðgaður til að byrja með. Þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af leiknum hafði FH þriggja marka forustu, 8-5, og Ólafur Gústafsson eini leikmaður Stjörnunnar með lífsmarki. Sóknarleikur heimamanna gekk oft illa en aðal hausverkurinn var döpur vörn og markvarsla. Eftir 30 mínútna leik var staðan 17-12 fyrir FH og ekki til útflutninga að fá á sig 17 mörk í hálfleik. Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með fimm mörk eftir fyrri hálfleikinn og Jóhann Birgir Ingvarsson var einnig með fimm mörk fyrir FH rétt eins og Óðinn Þór Ríkharðsson. Fimm mörkum munaði á liðunum í hálfleiknum. Í upphafi síðari hálfleiksins skoraði FH fyrstu fjögur mörk leiksins og breyttu stöðunni allt í einu í 21-12 og gerðu í raun útum leikinn á þeim kafla. Það leið síðan ekki langur tíma þar til að munurinn var orðinn tíu mörk, 24-14. Stjörnumenn áttu einfaldlega aldrei séns í þessum leik og er skemmst frá því að segja að FH vann auðveldan sigur, 35-25. FH er því komið upp í annað sæti deildarinnar með 24 stig, einu stigi á eftir Aftureldingu. Stjarnan er enn í sjöunda með 15 stig. Jóhann Birgir Ingvarsson og Óðinn Þór Ríkharðsson skoruðu báðir 10 mörk fyrir FH í kvöld. Halldór: Bjóst ekki við svona stórum sigri„Ég bjóst nú ekki við svona stórum sigri fyrirfram, sérstaklega þar sem Stjarnan hefur verið að spila vel í síðustu deildarleikjum,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vorum bara mjög þéttir og mjög góðir varnarlega í kvöld. Það skilaði sér í mörgum góðum hraðaupphlaupum og svo vorum við agaðir sóknarlega. Ég er bara mjög sáttur með þennan tíu marka sigur.“ FH gerði í raun útum þennan leik í upphafi síðari hálfleiksins. „Sú byrjun var frábær hjá okkur en það er samt svo stutt í þessu. Smá óöryggi og þá eru þeir komnir aftur inn í leikinn.“ Halldór segir að hópurinn hjá FH sé mjög breiður og það hafi sýnt sig í kvöld. „Við teljum okkur vera með fína breidd og sumir vilja alltaf bara tala um sömu leikmennina en þetta er heilt lið sem vinnur saman.“ Einar: Þetta var vonandi bara slys sem kemur ekki aftur fyrir„Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja, en ég geld að þetta byrji fyrst og fremst í hausnum á okkur. Hugafarið hjá okkur var ekki gott,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Það er eitthvað sem við þurfum að skoða vel núna í pásunni og laga andlega þáttinn. Þá fyrst getum við byrjað að vinna í þáttum eins og vörn, sókn og markvörslu.“ Hann segir að nánast allar tímasetningar hafi verið rangar í varnarfærslu liðsins í kvöld. „Við erum hægir á fótum og töpum stöðum maður á mann í nánast hvert einasta skipti. Þetta er mjög óvanalegt hvað okkur varðar. Fyrir þennan leik vorum við búnir að fá á okkur fæst mörk í deildinni.“ Einar vonar að leikurinn í kvöld hafi bara verið slys og komi ekki fyrir aftur. „Við þurfum núna að setjast niður og vinna í þessum saman, það þýðir ekkert að vera með nein læti fyrir þessu.“
Olís-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira