Það er mikil eftirvænting eftir sundfataútgáfu Sports Illustrated á hverju ári. Seinustu ár hefur tölublaðið innihaldið ekki einungis fyrirsætur heldur einnig íþróttakonur. Í þetta sinn er það tennismeistarinn Serena Williams sem skellti sér í sundfötin og sat fyrir. Ásamt henni eru það Kate Upton, Ronda Rousey, Amanda Beard og Hannah Jeter sem koma einnig fyrir í blaðinu.
Myndatakan var á eyjunni Turks & Caicos í Karabískahafinu sem lítur út fyrir að vera algjör paradís. Serena lítur út fyrir að vera að njóta sín vel. Myndirnar af henni úr tökunni koma einstaklega vel út.