Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 00:08 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Vísir/anton brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, lagði fram tillögu á fundi sínum með útgerðarmönnum og sjómönnum í kvöld þess efnis að farið verði í heildstæða greiningu á skattalegri meðferð dagpeninga og fæðispeninga almennt á vinnumarkaði. Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. Eins og greint hefur frá í fjölmiðlum hafa sjómenn kallað eftir því að þeir fái greidda dagpeninga skattfrjálst og telja að ekki sé samræmi í skattalöggjöfinni varðandi þennan þátt en flugáhafnir og opinberir starfsmenn fá til að mynda slíkar greiðslur skattfrjálsar. Greiningin mun því meðal annars miða að því að ganga úr skugga um hvort að misræmi eða ósanngirni sé falin í skattalegri meðferð þessara greiðslna nú. Þá mun einnig felast í henni athugun á því hvort að í aðgerð á borð við þessa felist ríkisstyrkur eða niðurgreiðsla á launum. Einnig þarf að kanna hvort að þetta myndi skapa fordæmi fyrir aðrar stéttir í landinu en markmiðið er að útkoman verði sanngjörn og almenns eðlis enda hefur ráðherra ítrekað sagt að ekki standi til að fara í sértækar aðgerðir til að leysa kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. Í viðtali í miðnæturfréttum RÚV sagði Þorgerður Katrín að deiluaðilar ætli að skoða tillögu hennar frá því í kvöld. Sjómenn hafa verið í verkfalli í tvo mánuði og hafa samninganefndirnar fundað stíft hjá ríkissáttasemjara í dag. Deiluaðilar eru í fjölmiðlabanni og því fæst lítið sem ekkert uppgefið um gang viðræðnanna en eftir því sem Vísir kemst næst fóru samninganefndirnar aftur í Karphúsið eftir fundinn með ráðherra. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51 Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00 Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, lagði fram tillögu á fundi sínum með útgerðarmönnum og sjómönnum í kvöld þess efnis að farið verði í heildstæða greiningu á skattalegri meðferð dagpeninga og fæðispeninga almennt á vinnumarkaði. Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. Eins og greint hefur frá í fjölmiðlum hafa sjómenn kallað eftir því að þeir fái greidda dagpeninga skattfrjálst og telja að ekki sé samræmi í skattalöggjöfinni varðandi þennan þátt en flugáhafnir og opinberir starfsmenn fá til að mynda slíkar greiðslur skattfrjálsar. Greiningin mun því meðal annars miða að því að ganga úr skugga um hvort að misræmi eða ósanngirni sé falin í skattalegri meðferð þessara greiðslna nú. Þá mun einnig felast í henni athugun á því hvort að í aðgerð á borð við þessa felist ríkisstyrkur eða niðurgreiðsla á launum. Einnig þarf að kanna hvort að þetta myndi skapa fordæmi fyrir aðrar stéttir í landinu en markmiðið er að útkoman verði sanngjörn og almenns eðlis enda hefur ráðherra ítrekað sagt að ekki standi til að fara í sértækar aðgerðir til að leysa kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. Í viðtali í miðnæturfréttum RÚV sagði Þorgerður Katrín að deiluaðilar ætli að skoða tillögu hennar frá því í kvöld. Sjómenn hafa verið í verkfalli í tvo mánuði og hafa samninganefndirnar fundað stíft hjá ríkissáttasemjara í dag. Deiluaðilar eru í fjölmiðlabanni og því fæst lítið sem ekkert uppgefið um gang viðræðnanna en eftir því sem Vísir kemst næst fóru samninganefndirnar aftur í Karphúsið eftir fundinn með ráðherra.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51 Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00 Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51
Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00
Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54