Nýliðar Hauka í Pepsi-deild kvenna hafa samið við bandaríska markvörðinn Tori Ornela um að leika með liðinu í sumar.
Tori, sem er fædd árið 1992, spilaði síðasta sumar með FC Indiana í Women´s Premier Soccer Legaue (WPSL) og var valin leikmaður tímabilsins hjá félaginu. Hún spilaði í sömu deild árið 2015 og þá með liði Fresno Freeze.
Áður spilaði Tori í NCAA Division I College með California State University í Bakersfield og var byrjunarliðsmaður frá 2011-2016.
Haukar unnu 1. deildina síðasta sumar og unnu sér þar með sæti í Pepsi-deildinni.
Haukar voru síðast í efstu deild árið 2010. Þá lenti liðið í tíunda og neðsta sæti og féll aftur niður í 1. deild.
