Vopnin gegn skoðanablindu á upplýsingaöld Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 15. febrúar 2017 10:15 Það er erfitt að draga hlutlausa ályktun þegar maður er hluti af flóknu samfélagi. Samfélagi sem ekki er eins í öllum kimum þess. Skoðanir manns litast af því sjónarhorni sem maður sér þegar maður dregur ályktun. Það getur verið erfitt að skipta um skoðun jafnvel þótt maður sjái aðra hlið því stundum þvælist stoltið fyrir. Þegar ákvarðanir eru teknar í fyrirtækjarekstri getur skipt miklu máli að láta þessa ofurmannlegu skoðanablindu ekki þvælast fyrir og hindra góða ákvarðanatöku. Framkvæmdastjóri á kaffihúsi vill endilega helst auka söluna með því að ná í unga fólkið eða þetta „lattelepjandi lopatreflalið“sem hangir að hans mati á kaffihúsum allan daginn. Þessi sami framkvæmdastjóri hefur litla tilfinningu fyrir því hvernig hans eigin viðskiptavinahópur er samsettur eða hver er líklegastur til að auka söluna og er ekki meðvitaður um þessa blindu sína. Markaðsstjórinn á kaffihúsinu er búinn að reyna allt til að sannfæra framkvæmdastjórann um að einblína ekki á einn markhóp því hann veit sem er að ungt fólk kaupir fyrir lægri upphæð á kaffihúsum í hvert sinn sem það verslar en aðrir aldurshópar. Meniga gerir ópersónugreinanlegar samantektir á neyslu þeirra sem valið hafa að skrá sig í Meniga á meniga.is eða í appinu. Með þeim gögnum höfum við greint upplýsingar sem gætu hjálpað framkvæmdastjóranum að taka betri ákvarðanir með markaðsfé sitt. Raunin er sú að þó að ungt fólk komi oft á kaffihús kaupir það fyrir lægstu upphæðina í hvert sinn sem það verslar. Það ver því lægri upphæð í þessi útgjöld en aðrir aldurshópar hvort sem litið er til síðasta mánaðar, þriggja mánaða eða árs. Alltaf lægstir. Alltaf minnst að fá út úr blessuðum lattelepjandi ungmennunum og það getur verið erfitt að breyta neyslu hjá stórum hópi fólks með takmarkað markaðsfé að vopni. Gott vopn gegn skoðanablindunni sem hrjáir blessaðan framkvæmdastjórann eru því einfaldlega tölfræðiupplýsingar um markhópinn og fagleg framsetning á þeim. Ef auka á söluna á alls ekki að horfa fram hjá hópnum sem kaupir mest í hvert skipti sem hann verslar og eyðir mest í heildina í þessum útgjaldaflokki.Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Það er erfitt að draga hlutlausa ályktun þegar maður er hluti af flóknu samfélagi. Samfélagi sem ekki er eins í öllum kimum þess. Skoðanir manns litast af því sjónarhorni sem maður sér þegar maður dregur ályktun. Það getur verið erfitt að skipta um skoðun jafnvel þótt maður sjái aðra hlið því stundum þvælist stoltið fyrir. Þegar ákvarðanir eru teknar í fyrirtækjarekstri getur skipt miklu máli að láta þessa ofurmannlegu skoðanablindu ekki þvælast fyrir og hindra góða ákvarðanatöku. Framkvæmdastjóri á kaffihúsi vill endilega helst auka söluna með því að ná í unga fólkið eða þetta „lattelepjandi lopatreflalið“sem hangir að hans mati á kaffihúsum allan daginn. Þessi sami framkvæmdastjóri hefur litla tilfinningu fyrir því hvernig hans eigin viðskiptavinahópur er samsettur eða hver er líklegastur til að auka söluna og er ekki meðvitaður um þessa blindu sína. Markaðsstjórinn á kaffihúsinu er búinn að reyna allt til að sannfæra framkvæmdastjórann um að einblína ekki á einn markhóp því hann veit sem er að ungt fólk kaupir fyrir lægri upphæð á kaffihúsum í hvert sinn sem það verslar en aðrir aldurshópar. Meniga gerir ópersónugreinanlegar samantektir á neyslu þeirra sem valið hafa að skrá sig í Meniga á meniga.is eða í appinu. Með þeim gögnum höfum við greint upplýsingar sem gætu hjálpað framkvæmdastjóranum að taka betri ákvarðanir með markaðsfé sitt. Raunin er sú að þó að ungt fólk komi oft á kaffihús kaupir það fyrir lægstu upphæðina í hvert sinn sem það verslar. Það ver því lægri upphæð í þessi útgjöld en aðrir aldurshópar hvort sem litið er til síðasta mánaðar, þriggja mánaða eða árs. Alltaf lægstir. Alltaf minnst að fá út úr blessuðum lattelepjandi ungmennunum og það getur verið erfitt að breyta neyslu hjá stórum hópi fólks með takmarkað markaðsfé að vopni. Gott vopn gegn skoðanablindunni sem hrjáir blessaðan framkvæmdastjórann eru því einfaldlega tölfræðiupplýsingar um markhópinn og fagleg framsetning á þeim. Ef auka á söluna á alls ekki að horfa fram hjá hópnum sem kaupir mest í hvert skipti sem hann verslar og eyðir mest í heildina í þessum útgjaldaflokki.Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun