Lars Lagerbäck mættur í vinnuna hjá norska sambandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2017 14:00 Munu Norðmenn elska Lars Lagerback eins og við Íslendingar? Vísi/EPA Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, á það sameiginlegt með nýjum formanni KSÍ, Guðna Bergssyni, að hafa hafið störf á nýjum stað á mánudaginn. Lagerbäck hóf þá formlega störf sem nýr landliðsþjálfari Noregs og mætti á skrifstofu norska sambandsins á Ullevi-leikvanginum. „Ég hef séð Tékkaleikinn og er byrjaður að skoða leikmenn. Í síðustu viku sá ég sjö eða átta leiki, leiki hjá St. Etienne, Hull, samantekt með Vålerenga, smá af Rosenborg, FC Kaupmannahöfn og Fulham,“ sagði Lars Lagerbäck í sínu fyrsta viðtali eftir að hann hóf störf. Lagerbäck býst ekki við að ræða við leikmenn fyrr en að hópurinn kemur saman til æfinga í London í mars næstkomandi. Hann vill heldur ekkert gefa upp um einstaka leikmenn strax í samtölum við norska blaðamenn. Lagerbäck mun því líklega kynnast þeim persónulega í frysta sinn í æfingabúðunum sem fara fram á æfingasvæði Fulham í næsta mánuði. Lars ætlar að setja saman 35 til 40 manna hóp leikmanna sem hann telur að séu inn í myndinni en svipað var upp á teningnum þegar hann stýrði íslenska landsliðinu. Það styttist í fyrsta leik liðsins undir hans stjórn en hann verður á móti Norður-Írum í undankeppni HM 2018 og fer fram á Windsor Park í Belfast 26. mars. Lagerbäck mun tilkynna fyrsta hópinn sinn á blaðamannafundi 19. mars. Lagerbäck er óhræddur við að ýta undir mikilvægi leiksins í fyrrnefndu viðtali við NTB. „Þessi leikur skiptir öllu máli hvað varðar undankeppnina. Ef við töpum á móti Norður-Írlandi þá er ljóst að við eigum enga möguleika á að komast í umspil. Ef við vinnum aftur á móti þá eigum við enn möguleika,“ sagði Lars Lagerbäck. Noregur fékk þrjú stig út úr fyrstu fjórum leikjum sínum eða fjórum stigum minna en Norður-Írland sem er eins og er í öðru sæti riðilsins. Þjóðverjar eru með fullt hús á toppnum og fátt kemur í veg fyrir að þeir vinni riðilinn og tryggi sig inn á HM. Fyrsti heimaleikur norska liðsins undir stjórn Lagerbäck í undankeppninni verður síðan á móti Tékkum í júní. Lars þekkir það nú að vinna Tékka á heimavelli í júní. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, á það sameiginlegt með nýjum formanni KSÍ, Guðna Bergssyni, að hafa hafið störf á nýjum stað á mánudaginn. Lagerbäck hóf þá formlega störf sem nýr landliðsþjálfari Noregs og mætti á skrifstofu norska sambandsins á Ullevi-leikvanginum. „Ég hef séð Tékkaleikinn og er byrjaður að skoða leikmenn. Í síðustu viku sá ég sjö eða átta leiki, leiki hjá St. Etienne, Hull, samantekt með Vålerenga, smá af Rosenborg, FC Kaupmannahöfn og Fulham,“ sagði Lars Lagerbäck í sínu fyrsta viðtali eftir að hann hóf störf. Lagerbäck býst ekki við að ræða við leikmenn fyrr en að hópurinn kemur saman til æfinga í London í mars næstkomandi. Hann vill heldur ekkert gefa upp um einstaka leikmenn strax í samtölum við norska blaðamenn. Lagerbäck mun því líklega kynnast þeim persónulega í frysta sinn í æfingabúðunum sem fara fram á æfingasvæði Fulham í næsta mánuði. Lars ætlar að setja saman 35 til 40 manna hóp leikmanna sem hann telur að séu inn í myndinni en svipað var upp á teningnum þegar hann stýrði íslenska landsliðinu. Það styttist í fyrsta leik liðsins undir hans stjórn en hann verður á móti Norður-Írum í undankeppni HM 2018 og fer fram á Windsor Park í Belfast 26. mars. Lagerbäck mun tilkynna fyrsta hópinn sinn á blaðamannafundi 19. mars. Lagerbäck er óhræddur við að ýta undir mikilvægi leiksins í fyrrnefndu viðtali við NTB. „Þessi leikur skiptir öllu máli hvað varðar undankeppnina. Ef við töpum á móti Norður-Írlandi þá er ljóst að við eigum enga möguleika á að komast í umspil. Ef við vinnum aftur á móti þá eigum við enn möguleika,“ sagði Lars Lagerbäck. Noregur fékk þrjú stig út úr fyrstu fjórum leikjum sínum eða fjórum stigum minna en Norður-Írland sem er eins og er í öðru sæti riðilsins. Þjóðverjar eru með fullt hús á toppnum og fátt kemur í veg fyrir að þeir vinni riðilinn og tryggi sig inn á HM. Fyrsti heimaleikur norska liðsins undir stjórn Lagerbäck í undankeppninni verður síðan á móti Tékkum í júní. Lars þekkir það nú að vinna Tékka á heimavelli í júní.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira