Sakar Philipp Plein um hönnunarstuld Ritstjórn skrifar 15. febrúar 2017 10:00 Alexander Wang er ekki svona hoppandi kátur þessa dagana. Glamour/Getty Fatahönnuðurinn Alexander Wang vandar kollega sínum Philipp Plein ekki kveðjurnar á Instagram í myndabandi sem fór í loftið á samfélagsmiðlinum í gær. Þar sakar Wang Plein um að herma eftir sýningu sem hann gerði fyrir H&M árið 2014 í New York, en um er að ræða nýjustu sýningu Plein í Mílanó í síðasta mánuði. Wang setur inn myndband af sýningunum tveimur hlið við hlið og það er óhætt að fullyrða að sýningar tvær eru ansi líkar, bæði í uppsetningu og svo fatalínurnar sjálfar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Philipp Plein er sakaður um hönnunarstuld, en hönnuðurinn Hyein Seo vakti athygli á því í fyrra að Plein hefði hermt eftir loðkraga sem hún var með í sinni fatalínu árið á undan. Hönnunarstuldur eða ekki? Erfið spurning en Philipp Plein hefur ekki ennþá svarað ásökunum Wang. Mest lesið Lífræn húðvörulína sem heillar Glamour Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour Viltu vinna handgert skópar frá Kalda? Glamour Samfélagsmiðlastjarnan sem er öðruvísi en allir hinir Glamour Sienna Miller er sumarleg í Chanel Glamour Fékk sjaldgæfa meðgöngueitrun Glamour Balenciaga fær innblástur frá Bernie Sanders Glamour Mesti töffarinn í tískuheiminum í dag Glamour Parísarbúar taka götutískuna alvarlega Glamour 21 árs breytir húðslitum í listaverk Glamour
Fatahönnuðurinn Alexander Wang vandar kollega sínum Philipp Plein ekki kveðjurnar á Instagram í myndabandi sem fór í loftið á samfélagsmiðlinum í gær. Þar sakar Wang Plein um að herma eftir sýningu sem hann gerði fyrir H&M árið 2014 í New York, en um er að ræða nýjustu sýningu Plein í Mílanó í síðasta mánuði. Wang setur inn myndband af sýningunum tveimur hlið við hlið og það er óhætt að fullyrða að sýningar tvær eru ansi líkar, bæði í uppsetningu og svo fatalínurnar sjálfar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Philipp Plein er sakaður um hönnunarstuld, en hönnuðurinn Hyein Seo vakti athygli á því í fyrra að Plein hefði hermt eftir loðkraga sem hún var með í sinni fatalínu árið á undan. Hönnunarstuldur eða ekki? Erfið spurning en Philipp Plein hefur ekki ennþá svarað ásökunum Wang.
Mest lesið Lífræn húðvörulína sem heillar Glamour Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour Viltu vinna handgert skópar frá Kalda? Glamour Samfélagsmiðlastjarnan sem er öðruvísi en allir hinir Glamour Sienna Miller er sumarleg í Chanel Glamour Fékk sjaldgæfa meðgöngueitrun Glamour Balenciaga fær innblástur frá Bernie Sanders Glamour Mesti töffarinn í tískuheiminum í dag Glamour Parísarbúar taka götutískuna alvarlega Glamour 21 árs breytir húðslitum í listaverk Glamour