Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum: „Menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra“ Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2017 20:05 Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum og lögðu í dag fram nýtt tilboð í kjaradeilunni. Formaður sjómannasambandsins, Valmundur Valmundsson, segir þetta lokatilboð sjómanna til lausnar deilunni. Menn geti ekki slegið meira af. Tveir mánuðir eru á morgun frá því sjómannaverkfallið skall á, með tilheyrandi áhrifum á sjómenn, útgerðina og samfélagið allt. Ríkissáttasemjari hefur ekki séð ástæðu til að boða til fundar í deilunni en samninganefnd sjómannasambandsins kom saman á fundi á skrfistofu sambandsins í dag til að ræða næstu skref.Var einhver niðurstaða á þessum fundi?„Já það var nú svona niðurstaða að við ætluðum að leggja fram ákveðið tilboð fyrir SFS, frá okkar samninganefnd, þar sem við teljum að við séum að koma til móts við þær fullyrðingar um að við séum ósveigjanlegir.“ „Við erum að slá af aðeins í kröfunni um olíunni og nálgast þá með öðrum hætti sem ég get ekki farið út í hér.“ Samkomulag hefur þegar náðst í deilunni um þrjú atriði. Hins vegar hefur ekki náðst saman varðandi kröfur sjómanna um þáttötku þeirra í olíukostnaði og sjómannaafsláttinn. Olíuviðmið er nú 70 prósent en sjómenn hafa gert kröfu um að hækka það í 73 prósent. Núna liggur hins vegar fyrir að þessar kröfur hafa sjómenn lækkað. Valmundur vill ekki gefa upp um það hver krafan er nú. „Við teljum að nú séum við búnir að gera okkar til þess að reyna að leysa þessa deilu og ef það tekst ekki núna, þá er deilan ennþá í hnút.“Þú sagðir áðan að þetta væri lokatilboð sjómanna, hvað þýðir það?„Það þýðir bara að að menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra heldur en þetta tilboð hljómar upp á, menn geta ekki slakað meira til.“ Hann segir að tilboðið verði sent til Samtaka fyritækja í sjávarútvegi í dag.Áttu von á því að SFS taki þessu tilboði vel?„Já ég ætla rétt að vona að menn geri það, þetta er sá afsláttur sem við erum tilbúnir að veita og annað ekki.“ Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum og lögðu í dag fram nýtt tilboð í kjaradeilunni. Formaður sjómannasambandsins, Valmundur Valmundsson, segir þetta lokatilboð sjómanna til lausnar deilunni. Menn geti ekki slegið meira af. Tveir mánuðir eru á morgun frá því sjómannaverkfallið skall á, með tilheyrandi áhrifum á sjómenn, útgerðina og samfélagið allt. Ríkissáttasemjari hefur ekki séð ástæðu til að boða til fundar í deilunni en samninganefnd sjómannasambandsins kom saman á fundi á skrfistofu sambandsins í dag til að ræða næstu skref.Var einhver niðurstaða á þessum fundi?„Já það var nú svona niðurstaða að við ætluðum að leggja fram ákveðið tilboð fyrir SFS, frá okkar samninganefnd, þar sem við teljum að við séum að koma til móts við þær fullyrðingar um að við séum ósveigjanlegir.“ „Við erum að slá af aðeins í kröfunni um olíunni og nálgast þá með öðrum hætti sem ég get ekki farið út í hér.“ Samkomulag hefur þegar náðst í deilunni um þrjú atriði. Hins vegar hefur ekki náðst saman varðandi kröfur sjómanna um þáttötku þeirra í olíukostnaði og sjómannaafsláttinn. Olíuviðmið er nú 70 prósent en sjómenn hafa gert kröfu um að hækka það í 73 prósent. Núna liggur hins vegar fyrir að þessar kröfur hafa sjómenn lækkað. Valmundur vill ekki gefa upp um það hver krafan er nú. „Við teljum að nú séum við búnir að gera okkar til þess að reyna að leysa þessa deilu og ef það tekst ekki núna, þá er deilan ennþá í hnút.“Þú sagðir áðan að þetta væri lokatilboð sjómanna, hvað þýðir það?„Það þýðir bara að að menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra heldur en þetta tilboð hljómar upp á, menn geta ekki slakað meira til.“ Hann segir að tilboðið verði sent til Samtaka fyritækja í sjávarútvegi í dag.Áttu von á því að SFS taki þessu tilboði vel?„Já ég ætla rétt að vona að menn geri það, þetta er sá afsláttur sem við erum tilbúnir að veita og annað ekki.“
Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira