Fjölnir getur unnið sinn fyrsta titil í Egilshöllinni í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2017 13:00 Hvort verður Valur eða Fjölnir meistari í kvöld? vísir/stefán Annar af þremur bikurum sem í boði eru á undirbúningstímabilinu í fótbolta karla fer á loft í kvöld þegar úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins fer fram í Egilshöll. Þar eigast við Fjölnir og Valur en leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Gríðarlegur munur er á sögu liðanna í þessari keppni. Valsmenn hafa 21 sinni fagnað sigri í þessari keppni, síðast fyrir tveimur árum en Valur hefur leikið til úrslita undanfarin tvö ár. Lærisveinar Ólafs Jóhannessonar töpuðu fyrir Leikni í úrslitum í fyrra. Fjölnir hefur aldrei ungri sögu félagsins komist í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins og getur unnið sinn fyrsta bikar í sögunni verði það meistari í kvöld. Karlalið Fjölnis spilaði tvo bikarúrslitaleiki í röð árið 2007 og 2008 en tapaði í bæði skiptin. Fjölnir er eina Reykjavíkurfélagið sem hefur ekki orðið Reykjavíkurmeistari. Grafarvogsliðið er búið að spila best allra í Reykjavíkurmótinu til þessa en eins og Vísir fjallaði um síðustu viku hafa ungir miðverðir og ungur markvörður Fjölnis heillað mikið hingað til. Fjölnir er búið að spila fjóra leiki í mótinu án þess að fá á sig mark en markatala liðsins er 11-0. Fjölnir valtaði yfir KR, 3-0, í undanúrslitum þar sem Marcus Solberg skoraði tvívegis eftir að Ingimundur Níels Óskarsson kom Fjölni í 1-0 í fyrri hálfleik. Valsmenn gerðu markalaust jafntefli við Víking þrátt fyrir að vera manni fleiri nær allan seinni hálfleikinn en tryggðu sér sigur í vítaspyrnukeppni. Valur hafnaði í öðru sæti B-riðils á eftir Fjölni með sex stig af níu mögulegum. Liðin mættust í riðlakeppninni og þar vann Fjölnir sannfærandi sigur, 3-0. Marcus Solberg, Bojan Stefán Ljubicic og Þórir Guðjónsson skoruðu mörk Fjölnis í þeim leik. Það kemur í ljós um klukkan 21.00 í kvöld hvort Fjölnir vinni sinn fyrsta bikar eða hvort Reykjavíkurmeistaratitlarnir verði 22 hjá Val. Íslenski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Annar af þremur bikurum sem í boði eru á undirbúningstímabilinu í fótbolta karla fer á loft í kvöld þegar úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins fer fram í Egilshöll. Þar eigast við Fjölnir og Valur en leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Gríðarlegur munur er á sögu liðanna í þessari keppni. Valsmenn hafa 21 sinni fagnað sigri í þessari keppni, síðast fyrir tveimur árum en Valur hefur leikið til úrslita undanfarin tvö ár. Lærisveinar Ólafs Jóhannessonar töpuðu fyrir Leikni í úrslitum í fyrra. Fjölnir hefur aldrei ungri sögu félagsins komist í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins og getur unnið sinn fyrsta bikar í sögunni verði það meistari í kvöld. Karlalið Fjölnis spilaði tvo bikarúrslitaleiki í röð árið 2007 og 2008 en tapaði í bæði skiptin. Fjölnir er eina Reykjavíkurfélagið sem hefur ekki orðið Reykjavíkurmeistari. Grafarvogsliðið er búið að spila best allra í Reykjavíkurmótinu til þessa en eins og Vísir fjallaði um síðustu viku hafa ungir miðverðir og ungur markvörður Fjölnis heillað mikið hingað til. Fjölnir er búið að spila fjóra leiki í mótinu án þess að fá á sig mark en markatala liðsins er 11-0. Fjölnir valtaði yfir KR, 3-0, í undanúrslitum þar sem Marcus Solberg skoraði tvívegis eftir að Ingimundur Níels Óskarsson kom Fjölni í 1-0 í fyrri hálfleik. Valsmenn gerðu markalaust jafntefli við Víking þrátt fyrir að vera manni fleiri nær allan seinni hálfleikinn en tryggðu sér sigur í vítaspyrnukeppni. Valur hafnaði í öðru sæti B-riðils á eftir Fjölni með sex stig af níu mögulegum. Liðin mættust í riðlakeppninni og þar vann Fjölnir sannfærandi sigur, 3-0. Marcus Solberg, Bojan Stefán Ljubicic og Þórir Guðjónsson skoruðu mörk Fjölnis í þeim leik. Það kemur í ljós um klukkan 21.00 í kvöld hvort Fjölnir vinni sinn fyrsta bikar eða hvort Reykjavíkurmeistaratitlarnir verði 22 hjá Val.
Íslenski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira