Funda á morgun: Búist við að Trudeau fari sér hægt í að gagnrýna Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2017 17:42 Donald Trump og Justin Trudeau. Vísir/EPA Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, mun fara í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna á mánudag, þar sem hann mun hitta forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Þetta er þeirra fyrsti fundur og ljóst er að mikið er í húfi, en talið er að Trudeau muni þurfa að feta hinn gullna meðalveg, á milli þess að varðveita efnahagslega hagsmuni Kanada og að standa fyrir eigin viðhorfum, sem eru allsendis ólík viðhorfum Trump. Annar þeirra er yfirlýstur femínisti, sem talar fyrir frjálsum markaði á milli ríkja og hefur opnað landamæri Kanada fyrir þúsundum sýrlenskra flóttamanna. Hinn er yfirlýstur andstæðingur fóstureyðinga, hefur hótað því að rifta NAFTA fríverslunarsamningi Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó og hefur sett tímabundið bann við komu flóttamanna til Bandaríkjanna. Þrátt fyrir það hve ólíkir þessir leiðtogar eru, er ljóst að efnahagslegir hagsmunir ríkjanna tveggja eru gríðarlegir, þar sem rúmlega 400 þúsund íbúar ferðast á milli landamæra ríkjanna á degi hverjum. Rúmlega þrír fjórðu af útflutningi Kanada fara til Bandaríkjanna og rúmlega 2,5 milljónir Kanadabúa reiða sig á viðskipti við Bandaríkjamenn. „Það er líkt og við séum í flugvél sem hefur verið rænt og við þurfum að vera eins sanngjörn og mögulegt er við flugræningjann, sem hefur læst sig inni í flugstjórnarklefanum,“ segir John Higginbotham, kennari við Carleton háskólann.Ber ábyrgð á hagsmunum KanadabúaÍ viðtölum við blaðamenn þar sem fundurinn við Trump var ræddur talaði Trudeau um þá ábyrgð sem hann ber í samskiptum við Bandaríkin, en hann lýsti þeirri ábyrgð með tvennum hætti. „Í fyrsta lagi ber mér skylda til þess að tala þau gildi sem okkur Kanadabúum finnst mikilvæg og eru órjúfanlegur hluti af landinu okkar, en í öðru lagi ber mér skylda til þess að búa til störf og skapa tækifæri fyrir Kanadíska borgara, með áframhaldandi nánu samstarfi beggja vegna landamæranna.“ Trudeau hefur raunar varast að gagnrýna Trump og aðgerðir hans, á opinberum vettvangi, þrátt fyrir að margir þjóðarleiðtogar hafi gert slíkt. Hann hefur þó gripið til Twitter aðgangsins síns til þess að sýna fram á hve ólík stefna ríkisstjórnar hans er, stefnu ríkisstjórnar Trump.Trudeau á ekkert valEins og hefur komið fram er þetta fyrsti fundurinn á milli leiðtoganna tveggja og því ljóst að um er að ræða formlegan fund þar sem einungis verður komið á samskiptum milli þeirra tveggja, en ljóst er þó að Kanadabúar bíða þess að sjá hvað Trump ætlar sér nákvæmlega þegar kemur að NAFTA fríverslunarsamningnum. Talið er að Trudeau muni freista þess að fara milliveginn á fundinum, á milli þess að varðveita efnahagslega hagsmuni Kanada og að standa í hárinu á Trump fyrir aðgerðir sínar, samkvæmt Roland Paris, prófessor í háskólanum í Ottawa. „Ég held hann eigi ekkert val. Kanadabúar ætlast til þess að forsætisráðherrann eigi í góðu sambandi við forseta Bandaríkjanna, sama hver er í því embætti, en standi á sama tíma fyrir gildi Kanada.“ Donald Trump Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, mun fara í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna á mánudag, þar sem hann mun hitta forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Þetta er þeirra fyrsti fundur og ljóst er að mikið er í húfi, en talið er að Trudeau muni þurfa að feta hinn gullna meðalveg, á milli þess að varðveita efnahagslega hagsmuni Kanada og að standa fyrir eigin viðhorfum, sem eru allsendis ólík viðhorfum Trump. Annar þeirra er yfirlýstur femínisti, sem talar fyrir frjálsum markaði á milli ríkja og hefur opnað landamæri Kanada fyrir þúsundum sýrlenskra flóttamanna. Hinn er yfirlýstur andstæðingur fóstureyðinga, hefur hótað því að rifta NAFTA fríverslunarsamningi Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó og hefur sett tímabundið bann við komu flóttamanna til Bandaríkjanna. Þrátt fyrir það hve ólíkir þessir leiðtogar eru, er ljóst að efnahagslegir hagsmunir ríkjanna tveggja eru gríðarlegir, þar sem rúmlega 400 þúsund íbúar ferðast á milli landamæra ríkjanna á degi hverjum. Rúmlega þrír fjórðu af útflutningi Kanada fara til Bandaríkjanna og rúmlega 2,5 milljónir Kanadabúa reiða sig á viðskipti við Bandaríkjamenn. „Það er líkt og við séum í flugvél sem hefur verið rænt og við þurfum að vera eins sanngjörn og mögulegt er við flugræningjann, sem hefur læst sig inni í flugstjórnarklefanum,“ segir John Higginbotham, kennari við Carleton háskólann.Ber ábyrgð á hagsmunum KanadabúaÍ viðtölum við blaðamenn þar sem fundurinn við Trump var ræddur talaði Trudeau um þá ábyrgð sem hann ber í samskiptum við Bandaríkin, en hann lýsti þeirri ábyrgð með tvennum hætti. „Í fyrsta lagi ber mér skylda til þess að tala þau gildi sem okkur Kanadabúum finnst mikilvæg og eru órjúfanlegur hluti af landinu okkar, en í öðru lagi ber mér skylda til þess að búa til störf og skapa tækifæri fyrir Kanadíska borgara, með áframhaldandi nánu samstarfi beggja vegna landamæranna.“ Trudeau hefur raunar varast að gagnrýna Trump og aðgerðir hans, á opinberum vettvangi, þrátt fyrir að margir þjóðarleiðtogar hafi gert slíkt. Hann hefur þó gripið til Twitter aðgangsins síns til þess að sýna fram á hve ólík stefna ríkisstjórnar hans er, stefnu ríkisstjórnar Trump.Trudeau á ekkert valEins og hefur komið fram er þetta fyrsti fundurinn á milli leiðtoganna tveggja og því ljóst að um er að ræða formlegan fund þar sem einungis verður komið á samskiptum milli þeirra tveggja, en ljóst er þó að Kanadabúar bíða þess að sjá hvað Trump ætlar sér nákvæmlega þegar kemur að NAFTA fríverslunarsamningnum. Talið er að Trudeau muni freista þess að fara milliveginn á fundinum, á milli þess að varðveita efnahagslega hagsmuni Kanada og að standa í hárinu á Trump fyrir aðgerðir sínar, samkvæmt Roland Paris, prófessor í háskólanum í Ottawa. „Ég held hann eigi ekkert val. Kanadabúar ætlast til þess að forsætisráðherrann eigi í góðu sambandi við forseta Bandaríkjanna, sama hver er í því embætti, en standi á sama tíma fyrir gildi Kanada.“
Donald Trump Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira