Funda á morgun: Búist við að Trudeau fari sér hægt í að gagnrýna Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2017 17:42 Donald Trump og Justin Trudeau. Vísir/EPA Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, mun fara í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna á mánudag, þar sem hann mun hitta forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Þetta er þeirra fyrsti fundur og ljóst er að mikið er í húfi, en talið er að Trudeau muni þurfa að feta hinn gullna meðalveg, á milli þess að varðveita efnahagslega hagsmuni Kanada og að standa fyrir eigin viðhorfum, sem eru allsendis ólík viðhorfum Trump. Annar þeirra er yfirlýstur femínisti, sem talar fyrir frjálsum markaði á milli ríkja og hefur opnað landamæri Kanada fyrir þúsundum sýrlenskra flóttamanna. Hinn er yfirlýstur andstæðingur fóstureyðinga, hefur hótað því að rifta NAFTA fríverslunarsamningi Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó og hefur sett tímabundið bann við komu flóttamanna til Bandaríkjanna. Þrátt fyrir það hve ólíkir þessir leiðtogar eru, er ljóst að efnahagslegir hagsmunir ríkjanna tveggja eru gríðarlegir, þar sem rúmlega 400 þúsund íbúar ferðast á milli landamæra ríkjanna á degi hverjum. Rúmlega þrír fjórðu af útflutningi Kanada fara til Bandaríkjanna og rúmlega 2,5 milljónir Kanadabúa reiða sig á viðskipti við Bandaríkjamenn. „Það er líkt og við séum í flugvél sem hefur verið rænt og við þurfum að vera eins sanngjörn og mögulegt er við flugræningjann, sem hefur læst sig inni í flugstjórnarklefanum,“ segir John Higginbotham, kennari við Carleton háskólann.Ber ábyrgð á hagsmunum KanadabúaÍ viðtölum við blaðamenn þar sem fundurinn við Trump var ræddur talaði Trudeau um þá ábyrgð sem hann ber í samskiptum við Bandaríkin, en hann lýsti þeirri ábyrgð með tvennum hætti. „Í fyrsta lagi ber mér skylda til þess að tala þau gildi sem okkur Kanadabúum finnst mikilvæg og eru órjúfanlegur hluti af landinu okkar, en í öðru lagi ber mér skylda til þess að búa til störf og skapa tækifæri fyrir Kanadíska borgara, með áframhaldandi nánu samstarfi beggja vegna landamæranna.“ Trudeau hefur raunar varast að gagnrýna Trump og aðgerðir hans, á opinberum vettvangi, þrátt fyrir að margir þjóðarleiðtogar hafi gert slíkt. Hann hefur þó gripið til Twitter aðgangsins síns til þess að sýna fram á hve ólík stefna ríkisstjórnar hans er, stefnu ríkisstjórnar Trump.Trudeau á ekkert valEins og hefur komið fram er þetta fyrsti fundurinn á milli leiðtoganna tveggja og því ljóst að um er að ræða formlegan fund þar sem einungis verður komið á samskiptum milli þeirra tveggja, en ljóst er þó að Kanadabúar bíða þess að sjá hvað Trump ætlar sér nákvæmlega þegar kemur að NAFTA fríverslunarsamningnum. Talið er að Trudeau muni freista þess að fara milliveginn á fundinum, á milli þess að varðveita efnahagslega hagsmuni Kanada og að standa í hárinu á Trump fyrir aðgerðir sínar, samkvæmt Roland Paris, prófessor í háskólanum í Ottawa. „Ég held hann eigi ekkert val. Kanadabúar ætlast til þess að forsætisráðherrann eigi í góðu sambandi við forseta Bandaríkjanna, sama hver er í því embætti, en standi á sama tíma fyrir gildi Kanada.“ Donald Trump Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, mun fara í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna á mánudag, þar sem hann mun hitta forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Þetta er þeirra fyrsti fundur og ljóst er að mikið er í húfi, en talið er að Trudeau muni þurfa að feta hinn gullna meðalveg, á milli þess að varðveita efnahagslega hagsmuni Kanada og að standa fyrir eigin viðhorfum, sem eru allsendis ólík viðhorfum Trump. Annar þeirra er yfirlýstur femínisti, sem talar fyrir frjálsum markaði á milli ríkja og hefur opnað landamæri Kanada fyrir þúsundum sýrlenskra flóttamanna. Hinn er yfirlýstur andstæðingur fóstureyðinga, hefur hótað því að rifta NAFTA fríverslunarsamningi Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó og hefur sett tímabundið bann við komu flóttamanna til Bandaríkjanna. Þrátt fyrir það hve ólíkir þessir leiðtogar eru, er ljóst að efnahagslegir hagsmunir ríkjanna tveggja eru gríðarlegir, þar sem rúmlega 400 þúsund íbúar ferðast á milli landamæra ríkjanna á degi hverjum. Rúmlega þrír fjórðu af útflutningi Kanada fara til Bandaríkjanna og rúmlega 2,5 milljónir Kanadabúa reiða sig á viðskipti við Bandaríkjamenn. „Það er líkt og við séum í flugvél sem hefur verið rænt og við þurfum að vera eins sanngjörn og mögulegt er við flugræningjann, sem hefur læst sig inni í flugstjórnarklefanum,“ segir John Higginbotham, kennari við Carleton háskólann.Ber ábyrgð á hagsmunum KanadabúaÍ viðtölum við blaðamenn þar sem fundurinn við Trump var ræddur talaði Trudeau um þá ábyrgð sem hann ber í samskiptum við Bandaríkin, en hann lýsti þeirri ábyrgð með tvennum hætti. „Í fyrsta lagi ber mér skylda til þess að tala þau gildi sem okkur Kanadabúum finnst mikilvæg og eru órjúfanlegur hluti af landinu okkar, en í öðru lagi ber mér skylda til þess að búa til störf og skapa tækifæri fyrir Kanadíska borgara, með áframhaldandi nánu samstarfi beggja vegna landamæranna.“ Trudeau hefur raunar varast að gagnrýna Trump og aðgerðir hans, á opinberum vettvangi, þrátt fyrir að margir þjóðarleiðtogar hafi gert slíkt. Hann hefur þó gripið til Twitter aðgangsins síns til þess að sýna fram á hve ólík stefna ríkisstjórnar hans er, stefnu ríkisstjórnar Trump.Trudeau á ekkert valEins og hefur komið fram er þetta fyrsti fundurinn á milli leiðtoganna tveggja og því ljóst að um er að ræða formlegan fund þar sem einungis verður komið á samskiptum milli þeirra tveggja, en ljóst er þó að Kanadabúar bíða þess að sjá hvað Trump ætlar sér nákvæmlega þegar kemur að NAFTA fríverslunarsamningnum. Talið er að Trudeau muni freista þess að fara milliveginn á fundinum, á milli þess að varðveita efnahagslega hagsmuni Kanada og að standa í hárinu á Trump fyrir aðgerðir sínar, samkvæmt Roland Paris, prófessor í háskólanum í Ottawa. „Ég held hann eigi ekkert val. Kanadabúar ætlast til þess að forsætisráðherrann eigi í góðu sambandi við forseta Bandaríkjanna, sama hver er í því embætti, en standi á sama tíma fyrir gildi Kanada.“
Donald Trump Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira