Funda á morgun: Búist við að Trudeau fari sér hægt í að gagnrýna Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2017 17:42 Donald Trump og Justin Trudeau. Vísir/EPA Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, mun fara í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna á mánudag, þar sem hann mun hitta forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Þetta er þeirra fyrsti fundur og ljóst er að mikið er í húfi, en talið er að Trudeau muni þurfa að feta hinn gullna meðalveg, á milli þess að varðveita efnahagslega hagsmuni Kanada og að standa fyrir eigin viðhorfum, sem eru allsendis ólík viðhorfum Trump. Annar þeirra er yfirlýstur femínisti, sem talar fyrir frjálsum markaði á milli ríkja og hefur opnað landamæri Kanada fyrir þúsundum sýrlenskra flóttamanna. Hinn er yfirlýstur andstæðingur fóstureyðinga, hefur hótað því að rifta NAFTA fríverslunarsamningi Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó og hefur sett tímabundið bann við komu flóttamanna til Bandaríkjanna. Þrátt fyrir það hve ólíkir þessir leiðtogar eru, er ljóst að efnahagslegir hagsmunir ríkjanna tveggja eru gríðarlegir, þar sem rúmlega 400 þúsund íbúar ferðast á milli landamæra ríkjanna á degi hverjum. Rúmlega þrír fjórðu af útflutningi Kanada fara til Bandaríkjanna og rúmlega 2,5 milljónir Kanadabúa reiða sig á viðskipti við Bandaríkjamenn. „Það er líkt og við séum í flugvél sem hefur verið rænt og við þurfum að vera eins sanngjörn og mögulegt er við flugræningjann, sem hefur læst sig inni í flugstjórnarklefanum,“ segir John Higginbotham, kennari við Carleton háskólann.Ber ábyrgð á hagsmunum KanadabúaÍ viðtölum við blaðamenn þar sem fundurinn við Trump var ræddur talaði Trudeau um þá ábyrgð sem hann ber í samskiptum við Bandaríkin, en hann lýsti þeirri ábyrgð með tvennum hætti. „Í fyrsta lagi ber mér skylda til þess að tala þau gildi sem okkur Kanadabúum finnst mikilvæg og eru órjúfanlegur hluti af landinu okkar, en í öðru lagi ber mér skylda til þess að búa til störf og skapa tækifæri fyrir Kanadíska borgara, með áframhaldandi nánu samstarfi beggja vegna landamæranna.“ Trudeau hefur raunar varast að gagnrýna Trump og aðgerðir hans, á opinberum vettvangi, þrátt fyrir að margir þjóðarleiðtogar hafi gert slíkt. Hann hefur þó gripið til Twitter aðgangsins síns til þess að sýna fram á hve ólík stefna ríkisstjórnar hans er, stefnu ríkisstjórnar Trump.Trudeau á ekkert valEins og hefur komið fram er þetta fyrsti fundurinn á milli leiðtoganna tveggja og því ljóst að um er að ræða formlegan fund þar sem einungis verður komið á samskiptum milli þeirra tveggja, en ljóst er þó að Kanadabúar bíða þess að sjá hvað Trump ætlar sér nákvæmlega þegar kemur að NAFTA fríverslunarsamningnum. Talið er að Trudeau muni freista þess að fara milliveginn á fundinum, á milli þess að varðveita efnahagslega hagsmuni Kanada og að standa í hárinu á Trump fyrir aðgerðir sínar, samkvæmt Roland Paris, prófessor í háskólanum í Ottawa. „Ég held hann eigi ekkert val. Kanadabúar ætlast til þess að forsætisráðherrann eigi í góðu sambandi við forseta Bandaríkjanna, sama hver er í því embætti, en standi á sama tíma fyrir gildi Kanada.“ Donald Trump Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Sjá meira
Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, mun fara í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna á mánudag, þar sem hann mun hitta forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Þetta er þeirra fyrsti fundur og ljóst er að mikið er í húfi, en talið er að Trudeau muni þurfa að feta hinn gullna meðalveg, á milli þess að varðveita efnahagslega hagsmuni Kanada og að standa fyrir eigin viðhorfum, sem eru allsendis ólík viðhorfum Trump. Annar þeirra er yfirlýstur femínisti, sem talar fyrir frjálsum markaði á milli ríkja og hefur opnað landamæri Kanada fyrir þúsundum sýrlenskra flóttamanna. Hinn er yfirlýstur andstæðingur fóstureyðinga, hefur hótað því að rifta NAFTA fríverslunarsamningi Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó og hefur sett tímabundið bann við komu flóttamanna til Bandaríkjanna. Þrátt fyrir það hve ólíkir þessir leiðtogar eru, er ljóst að efnahagslegir hagsmunir ríkjanna tveggja eru gríðarlegir, þar sem rúmlega 400 þúsund íbúar ferðast á milli landamæra ríkjanna á degi hverjum. Rúmlega þrír fjórðu af útflutningi Kanada fara til Bandaríkjanna og rúmlega 2,5 milljónir Kanadabúa reiða sig á viðskipti við Bandaríkjamenn. „Það er líkt og við séum í flugvél sem hefur verið rænt og við þurfum að vera eins sanngjörn og mögulegt er við flugræningjann, sem hefur læst sig inni í flugstjórnarklefanum,“ segir John Higginbotham, kennari við Carleton háskólann.Ber ábyrgð á hagsmunum KanadabúaÍ viðtölum við blaðamenn þar sem fundurinn við Trump var ræddur talaði Trudeau um þá ábyrgð sem hann ber í samskiptum við Bandaríkin, en hann lýsti þeirri ábyrgð með tvennum hætti. „Í fyrsta lagi ber mér skylda til þess að tala þau gildi sem okkur Kanadabúum finnst mikilvæg og eru órjúfanlegur hluti af landinu okkar, en í öðru lagi ber mér skylda til þess að búa til störf og skapa tækifæri fyrir Kanadíska borgara, með áframhaldandi nánu samstarfi beggja vegna landamæranna.“ Trudeau hefur raunar varast að gagnrýna Trump og aðgerðir hans, á opinberum vettvangi, þrátt fyrir að margir þjóðarleiðtogar hafi gert slíkt. Hann hefur þó gripið til Twitter aðgangsins síns til þess að sýna fram á hve ólík stefna ríkisstjórnar hans er, stefnu ríkisstjórnar Trump.Trudeau á ekkert valEins og hefur komið fram er þetta fyrsti fundurinn á milli leiðtoganna tveggja og því ljóst að um er að ræða formlegan fund þar sem einungis verður komið á samskiptum milli þeirra tveggja, en ljóst er þó að Kanadabúar bíða þess að sjá hvað Trump ætlar sér nákvæmlega þegar kemur að NAFTA fríverslunarsamningnum. Talið er að Trudeau muni freista þess að fara milliveginn á fundinum, á milli þess að varðveita efnahagslega hagsmuni Kanada og að standa í hárinu á Trump fyrir aðgerðir sínar, samkvæmt Roland Paris, prófessor í háskólanum í Ottawa. „Ég held hann eigi ekkert val. Kanadabúar ætlast til þess að forsætisráðherrann eigi í góðu sambandi við forseta Bandaríkjanna, sama hver er í því embætti, en standi á sama tíma fyrir gildi Kanada.“
Donald Trump Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Sjá meira