Hungursneyð vofir yfir í fjórum ríkjum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2017 16:26 Tugir milljóna eru í hættu í fjórum löndm, þar sem hjálparstofnanir segja ástandið vera alvarlegt. Vísir/EPA Hungursneyð vofir nú yfir í fjórum mismunandi löndum og ógnar þar með lífum milljóna, en aldrei hefur jafn mikið reynt á aðstoð frá hjálpar-og neyðarsamtökum. Guardian greinir frá. Tugir milljóna manna þurfa á mataraðstoð að halda í Jemen, Suður-Súdan, Nígeríu og Sómalíu, en hungrið er ekki eina hættan sem býr að fólkinu, þar sem mörg svæða innan þessara ríkja eru stríðshrjáð og ógnar ástandið lífum fólks. Samkvæmt upplýsingum frá hjálparstofnunum á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur fjöldi þeirra sem styrkir slíkar stofnanir rúmlega sexfaldast á undanförnum tuttugu árum, en þrátt fyrir það ná hjálparstofnanir einungis að sinna um helmingi þeirra verkefna sem þykja aðkallandi. Samkvæmt Gareth Owen, sem vinnur fyrir hjálparsamtökin Save the Children fer ástandið stöðugt versnandi og líkir hann ástandinu við það sem var í Sómalíu árin 2010-2012 þar sem 260.000 manns létust vegna hungursneyðar. „Einmitt á þessari stundu, upplifa rúmlega tólf milljón manns í Eþíópíu, Kenía og Sómalíu lítið sem ekkert fæðuöryggi, en þessi ríki líta jafnilla út og Sómalía árið 2011. Ef þú bætir Suður-Súdan við og tekur inn í reikninginn þau átök sem hafa verið þar, auk Nígeríu og Jemen, þar sem milljónir bætast við, þá lítur þetta út fyrir að neyðarástandið sé verra en við höfum nokkurn tímann séð það.“ Sara Pantuliano, einn af yfirmönnum hjálparsamtakanna Overseas Development Institute, segir að sér finnst að hjálparsamtök verði að bregðast við breyttum tímum og líta til þess að endurbæta hvernig neyðar- og mataraðstoð er komið til borgara í hrjáðum löndum. „Það er hneyksli að það sé árið 2017 og að við séum enn að líta til þess að þurfa að bregðast við hungursneyðum, í stað þess að bregðast við áður en að slíkt ástand kemur upp.“ Að sögn Pantuliano bregðast hjálparstofnanir of seint við þegar upp kemur ástand á borð við það sem nú er í löndunum fjórum. Vandamálið sé einnig það, að mörg þessara landa komist seint eða alls ekki í heimsfréttirnar, þar sem mikil hætta stafar að blaðamönnum sem starfa í viðkomandi löndum. Jemen Nígería Sómalía Suður-Súdan Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira
Hungursneyð vofir nú yfir í fjórum mismunandi löndum og ógnar þar með lífum milljóna, en aldrei hefur jafn mikið reynt á aðstoð frá hjálpar-og neyðarsamtökum. Guardian greinir frá. Tugir milljóna manna þurfa á mataraðstoð að halda í Jemen, Suður-Súdan, Nígeríu og Sómalíu, en hungrið er ekki eina hættan sem býr að fólkinu, þar sem mörg svæða innan þessara ríkja eru stríðshrjáð og ógnar ástandið lífum fólks. Samkvæmt upplýsingum frá hjálparstofnunum á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur fjöldi þeirra sem styrkir slíkar stofnanir rúmlega sexfaldast á undanförnum tuttugu árum, en þrátt fyrir það ná hjálparstofnanir einungis að sinna um helmingi þeirra verkefna sem þykja aðkallandi. Samkvæmt Gareth Owen, sem vinnur fyrir hjálparsamtökin Save the Children fer ástandið stöðugt versnandi og líkir hann ástandinu við það sem var í Sómalíu árin 2010-2012 þar sem 260.000 manns létust vegna hungursneyðar. „Einmitt á þessari stundu, upplifa rúmlega tólf milljón manns í Eþíópíu, Kenía og Sómalíu lítið sem ekkert fæðuöryggi, en þessi ríki líta jafnilla út og Sómalía árið 2011. Ef þú bætir Suður-Súdan við og tekur inn í reikninginn þau átök sem hafa verið þar, auk Nígeríu og Jemen, þar sem milljónir bætast við, þá lítur þetta út fyrir að neyðarástandið sé verra en við höfum nokkurn tímann séð það.“ Sara Pantuliano, einn af yfirmönnum hjálparsamtakanna Overseas Development Institute, segir að sér finnst að hjálparsamtök verði að bregðast við breyttum tímum og líta til þess að endurbæta hvernig neyðar- og mataraðstoð er komið til borgara í hrjáðum löndum. „Það er hneyksli að það sé árið 2017 og að við séum enn að líta til þess að þurfa að bregðast við hungursneyðum, í stað þess að bregðast við áður en að slíkt ástand kemur upp.“ Að sögn Pantuliano bregðast hjálparstofnanir of seint við þegar upp kemur ástand á borð við það sem nú er í löndunum fjórum. Vandamálið sé einnig það, að mörg þessara landa komist seint eða alls ekki í heimsfréttirnar, þar sem mikil hætta stafar að blaðamönnum sem starfa í viðkomandi löndum.
Jemen Nígería Sómalía Suður-Súdan Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira