Sjáðu gríska undrið troða frá vítalínunni | Myndband
Þessi 2,11 m hái Grikki leiðir Milwaukee í öllum helstu tölfræðiþáttum í vetur. Antetokounmpo er með 23,5 stig, 8,7 fráköst, 5,5 stoðsendingar, 1,7 stolna bolta og 2,0 varin skot að meðaltali í leik.
Antetokounmpo setti persónulegt stigamet þegar hann skoraði 41 stig í 114-122 tapi fyrir Los Angeles Lakers aðfaranótt laugardags.
Antetokounmpo hafði aðeins hægar um sig í nótt þegar Milwaukee bar sigurorð af Indiana Pacers, 116-100. Grikkinn skoraði 20 stig, átta fráköst og gaf 10 stoðsendingar.
Antetokounmpo sýndi mögnuð tilþrif um miðjan 3. leikhluta þegar hann tróð frá vítalínu í hraðaupphlaupi.
Troðsluna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Antetokounmpo er lykilmaður í gríska landsliðinu sem er með því íslenska í riðli á EM næsta haust.
Tengdar fréttir
Westbrook ekki valinn í byrjunarlið Stjörnuleiks NBA-deildarinnar
Bandarískir fjölmiðlar hafa margir furðað sig á því að Russell Westbrook sé ekki meðal þeirra tíu leikmanna sem byrja Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fram fer í næsta mánuði.
Kyrie Irving með fjóra „varamenn“ í Stjörnuleiknum | Svona eru liðin í ár
Liðin í stjörnuleik NBA-deildarinnar eru nú fullmótuð eftir að NBA tilkynnti hvaða fjórtán varamenn munu bætast í hópinn við þá tíu byrjunarliðsmenn sem voru kosnir í leikinn.
Strákar, hver ætlar að dekka gríska undrið næsta sumar?
Ísland mætir Grikklandi í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Helsinki í sumar og þar mætir íslenska liðið mögulega næstu súperstjörnu NBA-deildarinnar, Giannis Antetokounmpo.
Gríska fríkið fékk risasamning
Giannis Antetokounmpo hefur gert nýjan fjögurra ára samning við Milwaukee Bucks. Samningurinn gefur honum 100 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd.
Sjáðu gríska fríkið sem strákarnir okkar þurfa að stöðva í Finnlandi
Giannis Antetokounmpo náði annarri þrennunni sinni á NBA-tímabilinu gegn Portland í nótt.