Einherji frá Vopnafirði fékk Grasrótarviðurkenningu fyrir árið 2016 á 71. ársþingi KSÍ sem stendur nú yfir í Vestmannaeyjum.
Sumarið 2016 sendi Einherji lið til leiks í meistaraflokki, bæði karla- og kvennamegin, 4. og 5. flokki karla og 5. flokka kvenna. Á síðasta ári bjuggu 511 manns á Vopnafirði.
Fjölnir og Grindavík fengu Drago-styttuna fyrir háttvísi í Pepsi-deild og 1. deild karla. Afturelding, Reynir S. og Ýmir fengu viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2., 3. og 4. deild karla.
ÍA fékk kvennabikarinn fyrir háttvísi í Pepsi-deild kvenna og Grótta í 1. deild kvenna.
Þá fékk Breiðablik viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í dómaramálum. Í viðurkenningaskyn fékk Breiðablik 10 fótbolta frá KSÍ.
Fylgjast má með beinni textalýsingu frá ársþingi KSÍ með því að smella hér.
