Einherji frá Vopnafirði fékk Grasrótarviðurkenningu fyrir árið 2016 á 71. ársþingi KSÍ sem stendur nú yfir í Vestmannaeyjum.
Sumarið 2016 sendi Einherji lið til leiks í meistaraflokki, bæði karla- og kvennamegin, 4. og 5. flokki karla og 5. flokka kvenna. Á síðasta ári bjuggu 511 manns á Vopnafirði.
Fjölnir og Grindavík fengu Drago-styttuna fyrir háttvísi í Pepsi-deild og 1. deild karla. Afturelding, Reynir S. og Ýmir fengu viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2., 3. og 4. deild karla.
ÍA fékk kvennabikarinn fyrir háttvísi í Pepsi-deild kvenna og Grótta í 1. deild kvenna.
Þá fékk Breiðablik viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í dómaramálum. Í viðurkenningaskyn fékk Breiðablik 10 fótbolta frá KSÍ.
Fylgjast má með beinni textalýsingu frá ársþingi KSÍ með því að smella hér.
Einherji fékk Grasrótarviðurkenningu KSÍ
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn



Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1


„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn
