Quincy Hankins Cole: Ghetto Hooligans gera leikina miklu auðveldari fyrir okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2017 19:30 Quincy Hankins Cole hefur farið á kostum með ÍR-ingum að undanförnu. Þessi litríki karakter segir að stuðningssveit liðsins eigi mikið í góðu gengi á nýju ári. Kjartan Atli Kjartansson hitti kappann og fjallaði um hann og stuðningsveitina í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Quincy Hankins-Cole kom til ÍR í lok nóvember og hefur verið lykilmaður í viðsnúningi á gengi liðsins að undanförnu. Á sama tíma og Quincy og allt lið ÍR hefur leikið vel, hefur vösk stuðningssveit liðsins farið á kostum. Sveitin kallar sig Ghetto Hooligans og virðist hafa ákaflega gaman að því að styðja sitt lið. Quincy segir strákana í liðinu fá mikinn kraft frá stuðningsmönnum. „Þeir byrja þetta áður en við byrjum. þegar við erum að klæða okkur í klefanum þá heyrum við í þeim syngja og öskra. Það er eins og við séum með sjötta manninn inná vellinum. Það er mjög erfitt fyrir lið að koma hingað og vinna okkur,“ sagði Quincy Hankins Cole í samtali við Kjartan Atla Kjartansson. Í síðasta leik vann ÍR mikilvægan sigur á Þór Akureyri í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni. ÍR þurfti að vinna með meira en 16 stiga mun, til þess að ná hagstæðari innbyrðis stigamun verði liðin jöfn að lokinn deildarkeppni. Það tókst, með frábærum leik ÍR liðsins og þá sérstaklega Quincy Hankins Cole. Athygli vakti að fyrir leik kastaði hann upp dufti, svipað og LeBron James gerir, en hvaðan kom sú hugmynd? „Strákarnir í Ghetto Hooligans báðu um þetta. Ég lét undir og ákvað að prófa þetta. Þetta kom virkilega vel út. Þetta var skemmtilegt kvöld og einstakt andrúmsloft. Mér leið ekki alveg eins kjánalega og ég hélt,“ sagði Quincy Hankins Cole Toðslur Quincy í leiknum gegn Þór voru augnakonfekt, en hvað var það við þennan leik sem var svona sérstakt? „Þessi leikur skipti miklu máli fyrir okkur. Við komum saman og fórum yfir málinn eftir síðasta leik. Við sögðum að þetta væri okkar úrslitakeppni. Hér eftir myndum við líta á alla leiki eins og þeir væru leikir í úrslitakeppni. Það sem allir sáu var lið sem er að reyna að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina,“ sagði Quincy Hankins Cole. Framundan eru tveir stórir leikir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, báðir á útivelli. Þeir eru gegn Þór Þorlákshöfn og Njarðvík. Quincy er viss um að Ghetto Hooligans munu láta vel í sér heyra í þessum mikilvægu leikjum. „Þeim mun háværari sem þeir verða og þeim mun meira sem þeir koma sér inn í leikinn verður leikurinn svo miklu auðveldari fyrir okkur,“ sagði Quincy Hankins Cole. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Quincy Hankins Cole hefur farið á kostum með ÍR-ingum að undanförnu. Þessi litríki karakter segir að stuðningssveit liðsins eigi mikið í góðu gengi á nýju ári. Kjartan Atli Kjartansson hitti kappann og fjallaði um hann og stuðningsveitina í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Quincy Hankins-Cole kom til ÍR í lok nóvember og hefur verið lykilmaður í viðsnúningi á gengi liðsins að undanförnu. Á sama tíma og Quincy og allt lið ÍR hefur leikið vel, hefur vösk stuðningssveit liðsins farið á kostum. Sveitin kallar sig Ghetto Hooligans og virðist hafa ákaflega gaman að því að styðja sitt lið. Quincy segir strákana í liðinu fá mikinn kraft frá stuðningsmönnum. „Þeir byrja þetta áður en við byrjum. þegar við erum að klæða okkur í klefanum þá heyrum við í þeim syngja og öskra. Það er eins og við séum með sjötta manninn inná vellinum. Það er mjög erfitt fyrir lið að koma hingað og vinna okkur,“ sagði Quincy Hankins Cole í samtali við Kjartan Atla Kjartansson. Í síðasta leik vann ÍR mikilvægan sigur á Þór Akureyri í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni. ÍR þurfti að vinna með meira en 16 stiga mun, til þess að ná hagstæðari innbyrðis stigamun verði liðin jöfn að lokinn deildarkeppni. Það tókst, með frábærum leik ÍR liðsins og þá sérstaklega Quincy Hankins Cole. Athygli vakti að fyrir leik kastaði hann upp dufti, svipað og LeBron James gerir, en hvaðan kom sú hugmynd? „Strákarnir í Ghetto Hooligans báðu um þetta. Ég lét undir og ákvað að prófa þetta. Þetta kom virkilega vel út. Þetta var skemmtilegt kvöld og einstakt andrúmsloft. Mér leið ekki alveg eins kjánalega og ég hélt,“ sagði Quincy Hankins Cole Toðslur Quincy í leiknum gegn Þór voru augnakonfekt, en hvað var það við þennan leik sem var svona sérstakt? „Þessi leikur skipti miklu máli fyrir okkur. Við komum saman og fórum yfir málinn eftir síðasta leik. Við sögðum að þetta væri okkar úrslitakeppni. Hér eftir myndum við líta á alla leiki eins og þeir væru leikir í úrslitakeppni. Það sem allir sáu var lið sem er að reyna að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina,“ sagði Quincy Hankins Cole. Framundan eru tveir stórir leikir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, báðir á útivelli. Þeir eru gegn Þór Þorlákshöfn og Njarðvík. Quincy er viss um að Ghetto Hooligans munu láta vel í sér heyra í þessum mikilvægu leikjum. „Þeim mun háværari sem þeir verða og þeim mun meira sem þeir koma sér inn í leikinn verður leikurinn svo miklu auðveldari fyrir okkur,“ sagði Quincy Hankins Cole. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira