Verðlaunahafar Eddunnar 2017: Hjartasteinn með flest verðlaun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2017 22:35 Nína Dögg fékk meðal annars verðlaun fyrir leik sinn í Hjartasteini. Vísir/Hanna Verðlaunahátíðin Eddan fór fram með pompi og prakt á Hótel Hilton Nordica í kvöld. Veitt voru verðlaun í meira en 20 flokkum fyrir það sem þótti skara fram úr í íslenskri kvikmynda- og þáttagerð á síðasta ári. Kvikmyndin Hjartasteinn, í leikstjórn Guðmundar Arnar Guðmundssonar hreppti flest verðlaun, eða tíu talsins en fast á hæla hennar kom Eiðurinn, í leikstjórn Baltasar Kormáks, með fimm verðlaun. Hjartasteinn fékk meðal annars verðlaun sem besta mynd og besta leikstjóra, þá fékk Nína Dögg Filippusdóttir verðlaun fyrir bestu frammistöðu leikkonu í aukahlutverki í myndinni en myndin fékk einnig verðlaun fyrir bestu búningahönnun, leikmynd, kvikmyndatöku og handrit. Blær Hinriksson var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Hjartasteini. Þá hlaut Eiðurinn verðlaun fyrir bestu gervi, besta hljóð, bestu tónlist, bestu brellurnar og Gísli Örn Garðarsson fékk Edduna sem besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni. Orðbragð var valinn skemmtiþáttur ársins og Rætur besti lífsstílsþátturinn. Þá var Ófærð valinn besti þáttur síðasta árs af áhorfendum. Ævar vísindamaður var valinn Barna- og unglingaaefni ársins. Auk þess var þáttaröðin Með okkar augum valinn menningarþáttur ársins. Heimildarmynd Sölva Tryggvasonar um íslenska karlalandsliðið í fótbolta var valin heimildarmynd ársins. Edduverðlaun fyrir stuttmynd ársins fékk myndin Ungar og verðlaun fyrir besta sjónvarpsefnið fékk þáttaröðin Ligeglad. Þá var Leitin að upprunanum valinn besti fréttaþáttur ársins. Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan varð fyrir valinu sem sjónvarpsmaður ársins og gerði hann grín að því að hann og Bogi Ágústsson hefðu báðir hlotið verðlaunin. „Við Bogi Ágústsson vorum að grínast með það að við værum has beens. Ég er það ekki lengur.“ Gunnar H. Baldursson hlaut heiðursverðlaun Eddunnar fyrir störf sín í þágu kvikmyndagerðar á Íslandi en Gunnar hefur unnið að fjöldamörgum leikmyndum í íslenskum kvikmyndum allt frá árinu 1971. Eddan Leitin að upprunanum Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Verðlaunahátíðin Eddan fór fram með pompi og prakt á Hótel Hilton Nordica í kvöld. Veitt voru verðlaun í meira en 20 flokkum fyrir það sem þótti skara fram úr í íslenskri kvikmynda- og þáttagerð á síðasta ári. Kvikmyndin Hjartasteinn, í leikstjórn Guðmundar Arnar Guðmundssonar hreppti flest verðlaun, eða tíu talsins en fast á hæla hennar kom Eiðurinn, í leikstjórn Baltasar Kormáks, með fimm verðlaun. Hjartasteinn fékk meðal annars verðlaun sem besta mynd og besta leikstjóra, þá fékk Nína Dögg Filippusdóttir verðlaun fyrir bestu frammistöðu leikkonu í aukahlutverki í myndinni en myndin fékk einnig verðlaun fyrir bestu búningahönnun, leikmynd, kvikmyndatöku og handrit. Blær Hinriksson var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Hjartasteini. Þá hlaut Eiðurinn verðlaun fyrir bestu gervi, besta hljóð, bestu tónlist, bestu brellurnar og Gísli Örn Garðarsson fékk Edduna sem besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni. Orðbragð var valinn skemmtiþáttur ársins og Rætur besti lífsstílsþátturinn. Þá var Ófærð valinn besti þáttur síðasta árs af áhorfendum. Ævar vísindamaður var valinn Barna- og unglingaaefni ársins. Auk þess var þáttaröðin Með okkar augum valinn menningarþáttur ársins. Heimildarmynd Sölva Tryggvasonar um íslenska karlalandsliðið í fótbolta var valin heimildarmynd ársins. Edduverðlaun fyrir stuttmynd ársins fékk myndin Ungar og verðlaun fyrir besta sjónvarpsefnið fékk þáttaröðin Ligeglad. Þá var Leitin að upprunanum valinn besti fréttaþáttur ársins. Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan varð fyrir valinu sem sjónvarpsmaður ársins og gerði hann grín að því að hann og Bogi Ágústsson hefðu báðir hlotið verðlaunin. „Við Bogi Ágústsson vorum að grínast með það að við værum has beens. Ég er það ekki lengur.“ Gunnar H. Baldursson hlaut heiðursverðlaun Eddunnar fyrir störf sín í þágu kvikmyndagerðar á Íslandi en Gunnar hefur unnið að fjöldamörgum leikmyndum í íslenskum kvikmyndum allt frá árinu 1971.
Eddan Leitin að upprunanum Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira