Ekki hlutverk björgunarsveita að losa bíla úr stæðum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. febrúar 2017 14:18 Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir það ekki vera hlutverk björgunarsveitanna að losa bíla almennra borgara þegar fannfergi er mikið. Vísir/Vilhelm Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir það ekki vera hlutverk björgunarsveitanna að losa bíla almennra borgara þegar fannfergi er mikið. Rætt var við Þorstein í Helginni á Bylgjunni í dag. „Það voru milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn sem að voru við ýmiss konar aðstoð í nótt. Það var bæði lokað Heillisheiði og Þrengslum svo var verið að aðstoða lögreglu í nótt við ýmiss konar útköll og þess háttar. Var verið að koma heilbrigðisstarfsfólki í vinnuna í nótt og í morgun. Það hafa verið þannig verkefni. En við höfum ekkert verið í því að draga upp fasta bíla í bílastæðum og innkeyrslum. Það er ekki okkar mál,“ segir Þorsteinn. Hafið þið fengið beiðnir um slikt? „Það koma alltaf beiðnir um eitthvað slíkt en við bendum fólki á að reyna að leysa það með öðrum hætti. Sjálfur er ég núna að reyna að moka upp bílinn minn og ég vona að þetta sé minn, ég er ekki kominn að honum ennþá. Þeir líta allir eins út hérna á planinu, hvítar stórar hrúgur.“ Það var talað um það í morgun, fólk var beðið um að halda sig heima nema það væri brýn nauðsyn. Er það ennþá í gildi? „Já ég held það. Þetta er fallegur dagur og það eru ansi margir sem nýta daginn í að moka frá og þrífa snjóinn af plönum og bílaplönum en helstu stofnbrautir eru fínar en það er aðallega með húsagötur og annað. Ég held það sá ágætt að þetta komi á aðfararnótt sunnudags svo að fólk geti notað daginn í dag í að losa upp bílinn sinn og undirbúa sig fyrir morgundaginn.“ Er þetta ekki spurning um að fara út að leika við börnin og barnabörnin, gera snjóhús og snjókarla? „Eins og talað út úr mínum munni.“ Veður Tengdar fréttir Ærið verkefni að ryðja og gæti tekið nokkra daga Borgin vill biðja fólk að vera þolinmótt því það er ærið verkefni að hreinsa götur Reykjavíkur eftir nóttina. 26. febrúar 2017 11:47 Víða ófært á höfuðborgarsvæðinu Víða er ófært á höfuðborgarsvæðinu eftir mikla snjókomu í nótt, á það ekki síst við um húsagötur. Í raun er þungfært í umdæminu öllu. 26. febrúar 2017 08:24 Nýtt met í snjódýpt Snjódýpt á höfuðborgarsvæðinu mældist 51 sentímetri í morgun. 26. febrúar 2017 10:55 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira
Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir það ekki vera hlutverk björgunarsveitanna að losa bíla almennra borgara þegar fannfergi er mikið. Rætt var við Þorstein í Helginni á Bylgjunni í dag. „Það voru milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn sem að voru við ýmiss konar aðstoð í nótt. Það var bæði lokað Heillisheiði og Þrengslum svo var verið að aðstoða lögreglu í nótt við ýmiss konar útköll og þess háttar. Var verið að koma heilbrigðisstarfsfólki í vinnuna í nótt og í morgun. Það hafa verið þannig verkefni. En við höfum ekkert verið í því að draga upp fasta bíla í bílastæðum og innkeyrslum. Það er ekki okkar mál,“ segir Þorsteinn. Hafið þið fengið beiðnir um slikt? „Það koma alltaf beiðnir um eitthvað slíkt en við bendum fólki á að reyna að leysa það með öðrum hætti. Sjálfur er ég núna að reyna að moka upp bílinn minn og ég vona að þetta sé minn, ég er ekki kominn að honum ennþá. Þeir líta allir eins út hérna á planinu, hvítar stórar hrúgur.“ Það var talað um það í morgun, fólk var beðið um að halda sig heima nema það væri brýn nauðsyn. Er það ennþá í gildi? „Já ég held það. Þetta er fallegur dagur og það eru ansi margir sem nýta daginn í að moka frá og þrífa snjóinn af plönum og bílaplönum en helstu stofnbrautir eru fínar en það er aðallega með húsagötur og annað. Ég held það sá ágætt að þetta komi á aðfararnótt sunnudags svo að fólk geti notað daginn í dag í að losa upp bílinn sinn og undirbúa sig fyrir morgundaginn.“ Er þetta ekki spurning um að fara út að leika við börnin og barnabörnin, gera snjóhús og snjókarla? „Eins og talað út úr mínum munni.“
Veður Tengdar fréttir Ærið verkefni að ryðja og gæti tekið nokkra daga Borgin vill biðja fólk að vera þolinmótt því það er ærið verkefni að hreinsa götur Reykjavíkur eftir nóttina. 26. febrúar 2017 11:47 Víða ófært á höfuðborgarsvæðinu Víða er ófært á höfuðborgarsvæðinu eftir mikla snjókomu í nótt, á það ekki síst við um húsagötur. Í raun er þungfært í umdæminu öllu. 26. febrúar 2017 08:24 Nýtt met í snjódýpt Snjódýpt á höfuðborgarsvæðinu mældist 51 sentímetri í morgun. 26. febrúar 2017 10:55 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira
Ærið verkefni að ryðja og gæti tekið nokkra daga Borgin vill biðja fólk að vera þolinmótt því það er ærið verkefni að hreinsa götur Reykjavíkur eftir nóttina. 26. febrúar 2017 11:47
Víða ófært á höfuðborgarsvæðinu Víða er ófært á höfuðborgarsvæðinu eftir mikla snjókomu í nótt, á það ekki síst við um húsagötur. Í raun er þungfært í umdæminu öllu. 26. febrúar 2017 08:24
Nýtt met í snjódýpt Snjódýpt á höfuðborgarsvæðinu mældist 51 sentímetri í morgun. 26. febrúar 2017 10:55