Ágætt að hafa smá kæruleysi í djassinum Magnús Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2017 12:00 Sunna Gunnlaugs og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir í Listasafni Íslands þar sem tónleikaröðin Freyjujazz verður starfrækt í hádeginu á þriðjudögum. Fréttablaðið/Vilhelm Það eru dásamlegir strákar sem maður hefur verið að vinna með í gegnum tíðina í djassinum, enda er það gott fólk sem er í skapandi listum, en mér finnst líka gaman þegar ég fæ að vinna með öðrum konum. Það er önnur stemning og eykur á fjölbreytnina,“ segir Sunna Gunnlaugs djasspíanisti sem hefur nú komið á laggirnar nýrri tónleikaröð undir titlinum Freyjujazz. Þar verða á ferðinni vikulegir hádegistónleikar, alla þriðjudaga í hádeginu á Listasafni Íslands, þar sem að minnsta kosti ein kona verður alltaf á meðal flytjenda.Ný hugsun Sunna segir að það sé sorglegt að horfa upp á það að konum finnist erfitt að komast inn í geirann. „En ég held að það sé reyndar eins í kvikmyndum og fleiri greinum að það er eins og það sé aðeins erfiðara fyrir þær að komast inn. En svo eru samt líka ákveðnir kostir við að vera kona í djassi sem hafa gefist mér vel upp á að vekja athygli, fá umfjöllun og annað slíkt af því að við erum svo fáar. Ég er með tvær stelpur sem eru í hljóðfæranámi og ég fór að fylgjast með þeim í Skólahljómsveit Kópavogs, þar sem er unnið frábært starf, en þar voru svona 36 stelpur og sjö strákar á æfingunni. Þá hugsaði; ég hvað verður um þessar stelpur? Af hverju hætta þær? Þetta er eitthvað sem þarf að skoða. Þannig að mig langaði til þess að búa til einhvers konar platform þar sem að konur hefðu ákveðinn forgang inn. Líka til þess að hvetja til samvinnu á milli kynjanna og fá fólk til þess að hugsa eitthvað nýtt og nálgast verkefnin með öðrum hætti. Þá verður eitthvað nýtt og spennandi til.“Smá kæruleysi En hvað heldur Sunna að sé helsta ástæðan þess að konur eru ekki jafn áberandi í þessum bransa? „Það er erfitt að segja. Kannski hefur það eitthvað með sjálfstraust að gera. Ég sé til að mynda hjá krökkum í tónlistarnámi að þær eru ekki eins frakkar að láta vaða og strákarnir. Það þarf alltaf allt að vera mjög pottþétt. Þær eru einhvern veginn ekki eins kærulausar og það getur verið að alveg ágætt að hafa smá kæruleysi í djassinum.“ En var erfitt að fá konur til þess að koma að þessari nýju tónleikaröð? „Nei, í rauninni ekki. Þær voru allar mjög kátar með þetta og alveg meira en tilbúnar að taka þátt. Nú er ég búin að bóka tvo mánuði og svo ætlum við að sjá hvernig þetta fer af stað en vonandi verður þetta áfram. En núna er ég aðallega spennt fyrir fyrstu tónleikunum á þriðjudaginn því ég veit að þeir verða alveg hrikalega skemmtilegir.“Fjölbreyttir stílar Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, fiðlu- og básúnuleikari, ætlar að ríða á vaðið á Freyjujazzinum ásamt þeim Ásgeir Ásgeirssyni á gítar og Þórði Högnasyni á kontrabassa. Tríóið leikur tónlist frá Brasilíu en Sigrún þekkir djassinn þar um slóðir öðrum Íslendingum betur en hún hefur sérhæft sig talsvert í brasilískri tónlist. Það sem vekur þó ekki síður eftirtekt er að Sigrún leikur á bæði fiðlu og básúnu. „Já, það gerðist bara. En ég er ekki sú eina, ég held að við séum þrjú í heiminum, hin tvö eru í New York.“ En skyldi Sigrún hallast að því að það sé einhver sérstök ástæða fyrir því að ekki eru fleiri stelpur í djassinum? „Ég vil nú frekar vera jákvæð en reið en kannski er þetta bara eins og í öðrum starfsgreinum þar sem myndast einhver ákveðin hefð. Þannig að stundum hef ég upplifað þetta aðeins eins og ég hafi villst inn á karlaklósettið,“ segir Sigrún og hlær. „En ég held að þetta sé nú blessunarlega að breytast eins og svo margt í samfélaginu. Fyrir mig þá er hefur líka verið mikilvægt og hvatning að hafa frábærar fyrirmyndir.“ Sigrún fór til Hollands þar sem hún valdi nám í brasilísku deildinni og í framhaldi af því ákvað hún að fara til Brasilíu. Var í skóla í Sao Paulo, bjó í Ríó þar sem hún kenndi í skóla sem heitir Favella Brass. „Þetta gekk allt gríðarlega vel og ég hef meira að segja fengið atvinnutilboð frá Brasilíu sem gekk því miður ekki upp vegna dvalarleyfis. En ég var mjög heppin að kynnast þessu og á þriðjudaginn ætlum við að miðla þessu. Það er ekki bara samba og ekki bara djass eins og við þekkjum hann því það er til svo miklu meira. Það verða þarna stílar eins og choro, afoxé og baião. Auk þess eru þetta frábærir strákar sem verða að spila þarna með mér þannig að þetta verður alveg rosalega gaman.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. febrúar. Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það eru dásamlegir strákar sem maður hefur verið að vinna með í gegnum tíðina í djassinum, enda er það gott fólk sem er í skapandi listum, en mér finnst líka gaman þegar ég fæ að vinna með öðrum konum. Það er önnur stemning og eykur á fjölbreytnina,“ segir Sunna Gunnlaugs djasspíanisti sem hefur nú komið á laggirnar nýrri tónleikaröð undir titlinum Freyjujazz. Þar verða á ferðinni vikulegir hádegistónleikar, alla þriðjudaga í hádeginu á Listasafni Íslands, þar sem að minnsta kosti ein kona verður alltaf á meðal flytjenda.Ný hugsun Sunna segir að það sé sorglegt að horfa upp á það að konum finnist erfitt að komast inn í geirann. „En ég held að það sé reyndar eins í kvikmyndum og fleiri greinum að það er eins og það sé aðeins erfiðara fyrir þær að komast inn. En svo eru samt líka ákveðnir kostir við að vera kona í djassi sem hafa gefist mér vel upp á að vekja athygli, fá umfjöllun og annað slíkt af því að við erum svo fáar. Ég er með tvær stelpur sem eru í hljóðfæranámi og ég fór að fylgjast með þeim í Skólahljómsveit Kópavogs, þar sem er unnið frábært starf, en þar voru svona 36 stelpur og sjö strákar á æfingunni. Þá hugsaði; ég hvað verður um þessar stelpur? Af hverju hætta þær? Þetta er eitthvað sem þarf að skoða. Þannig að mig langaði til þess að búa til einhvers konar platform þar sem að konur hefðu ákveðinn forgang inn. Líka til þess að hvetja til samvinnu á milli kynjanna og fá fólk til þess að hugsa eitthvað nýtt og nálgast verkefnin með öðrum hætti. Þá verður eitthvað nýtt og spennandi til.“Smá kæruleysi En hvað heldur Sunna að sé helsta ástæðan þess að konur eru ekki jafn áberandi í þessum bransa? „Það er erfitt að segja. Kannski hefur það eitthvað með sjálfstraust að gera. Ég sé til að mynda hjá krökkum í tónlistarnámi að þær eru ekki eins frakkar að láta vaða og strákarnir. Það þarf alltaf allt að vera mjög pottþétt. Þær eru einhvern veginn ekki eins kærulausar og það getur verið að alveg ágætt að hafa smá kæruleysi í djassinum.“ En var erfitt að fá konur til þess að koma að þessari nýju tónleikaröð? „Nei, í rauninni ekki. Þær voru allar mjög kátar með þetta og alveg meira en tilbúnar að taka þátt. Nú er ég búin að bóka tvo mánuði og svo ætlum við að sjá hvernig þetta fer af stað en vonandi verður þetta áfram. En núna er ég aðallega spennt fyrir fyrstu tónleikunum á þriðjudaginn því ég veit að þeir verða alveg hrikalega skemmtilegir.“Fjölbreyttir stílar Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, fiðlu- og básúnuleikari, ætlar að ríða á vaðið á Freyjujazzinum ásamt þeim Ásgeir Ásgeirssyni á gítar og Þórði Högnasyni á kontrabassa. Tríóið leikur tónlist frá Brasilíu en Sigrún þekkir djassinn þar um slóðir öðrum Íslendingum betur en hún hefur sérhæft sig talsvert í brasilískri tónlist. Það sem vekur þó ekki síður eftirtekt er að Sigrún leikur á bæði fiðlu og básúnu. „Já, það gerðist bara. En ég er ekki sú eina, ég held að við séum þrjú í heiminum, hin tvö eru í New York.“ En skyldi Sigrún hallast að því að það sé einhver sérstök ástæða fyrir því að ekki eru fleiri stelpur í djassinum? „Ég vil nú frekar vera jákvæð en reið en kannski er þetta bara eins og í öðrum starfsgreinum þar sem myndast einhver ákveðin hefð. Þannig að stundum hef ég upplifað þetta aðeins eins og ég hafi villst inn á karlaklósettið,“ segir Sigrún og hlær. „En ég held að þetta sé nú blessunarlega að breytast eins og svo margt í samfélaginu. Fyrir mig þá er hefur líka verið mikilvægt og hvatning að hafa frábærar fyrirmyndir.“ Sigrún fór til Hollands þar sem hún valdi nám í brasilísku deildinni og í framhaldi af því ákvað hún að fara til Brasilíu. Var í skóla í Sao Paulo, bjó í Ríó þar sem hún kenndi í skóla sem heitir Favella Brass. „Þetta gekk allt gríðarlega vel og ég hef meira að segja fengið atvinnutilboð frá Brasilíu sem gekk því miður ekki upp vegna dvalarleyfis. En ég var mjög heppin að kynnast þessu og á þriðjudaginn ætlum við að miðla þessu. Það er ekki bara samba og ekki bara djass eins og við þekkjum hann því það er til svo miklu meira. Það verða þarna stílar eins og choro, afoxé og baião. Auk þess eru þetta frábærir strákar sem verða að spila þarna með mér þannig að þetta verður alveg rosalega gaman.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. febrúar.
Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira