Það er nú orðið ljóst að fyrirliðar liðanna í undanúrslitaleikjum Coca Cola-bikarsins í dag verða með regnbogafyrirliðaböndin frá Leikmannasamtökum Íslands.
Eins og Vísir greindi frá í dag þá vildu Leikmannasamtökin að fyrirliðar kvennaliðanna í undanúrslitunum myndu bera böndin en af því varð ekki.
Ástæðan er sú að dómarar fyrri leiksins í gær vissu ekki að síðastliðið haust hefði fengist undanþágu frá dómaranefnd HSÍ um að fyrirliðarnir myndu bera böndin.
Sjá einnig: Fyrirliðarnir fengu ekki að vera með regnbogafyrirliðabönd í gær
Þeir vissu ekkert af málinu og Leikmannasamtökin sendu HSÍ enga sérstaka beiðni vegna málsins. Gengu einfaldlega út frá því að undanþágan frá því í haust væri enn í gildi. Skortur á samskiptum var því ástæðan fyrir því að ekki var hægt að leyfa fyrirliðum að bera böndin í gær.
Nú er aftur á móti búið að leysa misskilninginn og fyrirliðar liðanna í Laugardalshöll munu allir bera regnbogafyrirliðaböndin í leikjum dagsins.
Strákarnir verða með regnbogafyrirliðaböndin
Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Afturelding 28-29 | Ótrúleg endurkoma Aftureldingar
Afturelding er komin í úrslit Coca-Cola bikarkeppninnar í handknattleik eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Laugardalshöllinni í kvöld.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 20-19 | Valsmenn áfram eftir dramatískan sigur
Valur vann frábæran sigur, 20-19, á FH í undanúrslitum Coca Cola bikars karla í handleik. Leikurinn var æsispennandi alveg til loka og réðust úrslitin á loka andartaka leiksins.