Tvær rútur höfnuðu utan vegar á Kjalarnesi á tíunda tímanum í morgun. Björgunaraðilar vinna nú að því að því að koma farþegunum til aðstoðar en þeir verða fluttir í fjöldahjálparmiðstöð sem Rauði krossinn hefur opnað á Kjalarnesi.
Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki en afar slæmt veður er á svæðinu og hefur veginum verið lokað af þeim sökum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu eru rúturnar fastar en vinna er í fullum gangi. Líklega þarf fólkið að bíða veðrið af sér í fjöldahjálparmiðstöðinni.
Tvær rútur fóru útaf á Kjalarnesi
Tengdar fréttir

Veðurvakt Vísis
Spáð er vonsku veðri á landinu í dag og mun Vísir fylgjast með gangi mála.

Veðrið nær hámarki síðdegis
Búast má við vonskuveðri á landinu í dag.

Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Suðurlandi
Einkum er fylgst með aðstæðum á Kirkjubæjarklaustri þar sem óvenju mikið hefur snjóað í hlíðina ofan þorpsins.

Rúta með rúmlega 50 farþega fór út af við Vík
Engin slys á fólki en rútan við það að fara á hliðina.