Lexus og Porsche áreiðanlegastir Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2017 15:02 Lexus bílar bila minnst, en þetta árið náði Porsche að deila fyrsta sætinu. J. D. Power birti í dag árlegan lista sinn um áreiðanlegustu bílamerki heims. Þetta árið eru Lexus og Porsche á toppnum með aðeins 1,1 bilun á hvern bíl á fyrstu 3 árunum frá afhendingu. Meðaltalið þetta árið var 1,56 bilanir og fór sú tala upp um 0,04 bilanir á milli ára og eiga hljóðkerfi, samskiptakerfi, leiðsögukerfi og afþreyingarkerfi nýrra bíla mestan þátt í þeirri hækkun, en samtals voru 21% bilananna vegna þeirra. Í þriðja sætinu þetta árið var Toyota (1,23 bilanir) og fyrir vikið hæsta bílamerkið sem ekki telst lúxusmerki. Í fjórða sætinu var Buick (1,26) og Mercedes Benz (1,31) í því fimmta. Næstu merki þar á eftir voru svo Hyundai (1,33), BMW (1,39), Chevrolet (1,42), Honda (1,43) og Jaguar (1,44) í því tíunda. Langversta bílamerkið hvað áreiðanleika varðar að þessu sinni reyndist vera Fiat með 2,98 bilanir. Hinir fjórir bílaframleiðendurnir sem vermdu neðst 5 sætin voru Jeep (2,09), Infinity (2,03), Dodge (1,87) og RAM (1,83). Lexus hefur náð frábærum árangri í þessum mælingum J.D. Power og er í efsta sætinu nú sjötta árið í röð, þó svo Porsche mælist nú jafnt Lexus. Lexus náði einnig þeim frábæra árangri að vera í efsta sæti listnas í 12 ár í röð á árunum 1997 til 2008. Því hefur Lexus verið í efsta sæti lista J.D. Power í 18 ár af síðustu 20 árum. Erfitt verður að leika það eftir fyrir önnur bílamerki. Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent
J. D. Power birti í dag árlegan lista sinn um áreiðanlegustu bílamerki heims. Þetta árið eru Lexus og Porsche á toppnum með aðeins 1,1 bilun á hvern bíl á fyrstu 3 árunum frá afhendingu. Meðaltalið þetta árið var 1,56 bilanir og fór sú tala upp um 0,04 bilanir á milli ára og eiga hljóðkerfi, samskiptakerfi, leiðsögukerfi og afþreyingarkerfi nýrra bíla mestan þátt í þeirri hækkun, en samtals voru 21% bilananna vegna þeirra. Í þriðja sætinu þetta árið var Toyota (1,23 bilanir) og fyrir vikið hæsta bílamerkið sem ekki telst lúxusmerki. Í fjórða sætinu var Buick (1,26) og Mercedes Benz (1,31) í því fimmta. Næstu merki þar á eftir voru svo Hyundai (1,33), BMW (1,39), Chevrolet (1,42), Honda (1,43) og Jaguar (1,44) í því tíunda. Langversta bílamerkið hvað áreiðanleika varðar að þessu sinni reyndist vera Fiat með 2,98 bilanir. Hinir fjórir bílaframleiðendurnir sem vermdu neðst 5 sætin voru Jeep (2,09), Infinity (2,03), Dodge (1,87) og RAM (1,83). Lexus hefur náð frábærum árangri í þessum mælingum J.D. Power og er í efsta sætinu nú sjötta árið í röð, þó svo Porsche mælist nú jafnt Lexus. Lexus náði einnig þeim frábæra árangri að vera í efsta sæti listnas í 12 ár í röð á árunum 1997 til 2008. Því hefur Lexus verið í efsta sæti lista J.D. Power í 18 ár af síðustu 20 árum. Erfitt verður að leika það eftir fyrir önnur bílamerki.
Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent