Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 76-68 | Mikilvægur sigur hjá Keflvíkingum gegn lánlausum Haukum Smári Jökull Jónsson í TM-höllinni í Reykjanesbæ skrifar 23. febrúar 2017 22:00 Amin Stevens, leikmaður Keflavíkur, er stiga- og frákastahæstur í deildinni. vísir/anton brink Keflvíkingar unnu mikilvægan sigur á Haukum í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Haukar sitja því áfram í fallsæti en Keflvíkingar náðu í tvö mikilvæg stig í baráttunni um 4.sætið. Baráttan var í fyrirrúmi í fyrri hálfleik og liðin hittu illa í teignum. Bæði lið voru með betri nýtingu utan þriggja stiga línunnar en innan hennar í fyrri hálfleik og setti hvort lið niður fimm þrista í hálfleiknum. Vörn Hauka var öflug og oft á tíðum voru Keflvíkingar neyddir í erfið skot. Sherrod Wright eyddi töluverðum tíma á vítalínunni en hann skoraði 15 stig í fyrri hálfleik fyrir Hauka. Staðan í hálfleik var 37-35 gestunum í vil. Keflvíkingar tóku góðan sprett í lok þriðja leikhluta og héldu forystunni í fjórða leikhlutanum. Haukar voru í vandræðum að nálgast þá að ráði og skotin þeirra ekki að detta niður. Heimamenn náðu 8 stiga forystu þegar skammt var eftir sem gestirnir náðu aldrei að brúa. Keflvíkingar sigldu sigrinum í höfn, lokatölur urðu 76-68 og Suðurnesjamenn náðu þar í tvö mikilvæg stig í baráttunni um heimavallarétt í úrslitakeppninni. Hörður Axel var stigahæstur hjá Keflavík með 24 stig og Sherrod Wright skoraði 25 fyrir Hauka.Keflavík-Haukar 76-68 (17-17, 18-20, 25-19, 16-12)Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 24/10 fráköst/6 stoðsendingar, Amin Khalil Stevens 16/14 fráköst, Reggie Dupree 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 8/6 fráköst, Guðmundur Jónsson 5, Davíð Páll Hermannsson 4, Daði Lár Jónsson 4.Haukar: Sherrod Nigel Wright 25/8 fráköst, Haukur Óskarsson 12/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 9/8 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 6, Emil Barja 6/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 5, Breki Gylfason 3, Cedrick Taylor Bowen 2.Reggie Dupree í baráttu fyrr í vetur.Vísir/AntonAf hverju vann Keflavík?Keflvíkingar eru sjálfsagt ekkert sérstaklega ánægðir með leik sinn í kvöld en þeim mun sáttari með stigin tvö. Þeir voru lengi að koma sér í gang en Haukarnir eru líklega farnir að kannast of vel við það að tapa jöfnum leikjum. Undir lokin gekk lítið hjá gestunum og maður sá hvernig trúin á það að skotin myndu detta, hvarf smám saman. Keflvíkingar gengu á lagið og með Hörð Axel Vilhjálmsson í broddi fylkingar náðu þeir fínu áhlaupi sem skilaði sigrinum. Hittni Haukanna kom þeim um koll í kvöld. Varnarleikur þeirra var nokkuð góður lengst af og hefðu skotin hjá þeim dottið niður þá hefði þeir vel getað farið með stigin tvö heim í Hafnarfjörðinn í kvöld.Bestu menn vallarins:Hörður Axel Vilhjálmsson fór fremur rólega af stað í fyrsta leikhluta en var frábær í síðustu þremur. Hann skilaði 24 stigum, tók 10 fráköst og var aðeins 4 stoðsendingum frá þrefaldri tvennu. Amin Stevens var rólegri en oft áður en skilaði þó 16 stigum og 14 fráköstum og þá átti Reggie Dupree fína spretti. Hjá Haukum var Sherrod Wright atkvæðamestur í sókninni með 25 stig en var fullmikið að pirra sig á ákvörðunum dómaranna. Hann heimtaði villur hvað eftir annað og þó svo að hann hafi haft þó nokkuð til síns máls þá má hann ekki missa einbeitinguna í leiknum. Haukur Óskarsson átti fína innkomu af bekknum hjá Haukum og setti niður 12 stig en Haukar þurfa meira frá lykilmönnum eins og Finni Atla Magnússyni og Emil Barja.Tölfræði sem vakti athygli:Hittni Haukanna var ekki til útflutnings en þeir hittu úr 17 af 41 tveggja stiga skotum í leiknum sem gerir 32% nýtingu. Keflvíkingar hittu aðeins betur, eða 41% en leikmönnum gekk almennt illa að finna körfuna oft á tíðum. Haukar tóku alls 30 þriggja stiga skot í leiknum og hittu úr 9 á meðan Keflvíkingar tóku 19 skot fyrir utan línuna. Haukar skoruðu 14 stig eftir að hafa tekið sóknarfráköst en þeir tóku alls 11 slík í leiknum en Keflvíkingar 7.Hvað gekk illa?Eins og áður hefur komið fram gekk Haukum illa að hitta. Ætli þeir sér upp úr fallsætinu þurfa þeir að skella í nokkrar skotæfingar að Ásvöllum. Keflvíkingum gekk verr en oft áður að finna Amin Stevens en hann skoraði „ekki nema“ 16 stig í dag. Þá hefur Guðmundur Jónsson oftast hitt betur en hann gerði í kvöld en aðeins tvö af tólf skotum hans rötuðu rétta leið. Keflvíkingar þurfa meira framlag frá sínum mönnum á bekknum en þeir skiluðu aðeins 7 stigum í dag. Á móti sterkari andstæðingi þurfa þeir að geta nýtt breiddina og hvað þá þegar spilað verður jafn þétt og gert er í úrslitakeppninni. Friðrik Ingi: Þarf að vera liðsbragur þó einhver skari fram úrFriðrik Ingi Rúnarsson.Vísir/ValliFriðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur var ánægður með stigin tvö sem eru mikilvæg í baráttunni í efri hluta deildarinnar en ekkert sérstaklega með leikinn sem slíkan. „Fyrst og fremst er ég ánægður með sigurinn og kannski viðsnúninginn. Við vorum ekki að spila nógu vel í fyrri hálfleik en ég ætla ekki að taka það af Haukum að þeir voru flottir og sýndu kannski hvað þetta lið getur gert. Þeir eru með marga frábæra stráka og frábæra leikmenn,“ sagði Friðrik Ingi þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Ég vissi að þetta yrði snúinn leikur þannig að ég bar mikla virðingu fyrir þessum leik og fyrir Haukum. Ég var búinn að ræða það við mína leikmenn en við vorum ofboðslega flatir og í eltingarleik í fyrri hálfleik. Við náðum aðeins að endurstilla okkur í hálfleik og ákveðnir hlutir voru eins og svart og hvítt. Við gerðum hlutina allt öðruvísi í seinni hálfleik,“ bætti Friðrik Ingi við. Það hefur mikið verið rætt um Amin Stevens að undanförnu sem hefur verið frábær hjá Keflavík í vetur. Hann var fremur rólegur í kvöld en Hörður Axel Villhjálmsson steig vel upp í hans stað. „Við vorum kannski ekki að gera nógu vel í grunnatriðum að opna svæði. Hindranir sem við settum voru oft ekki nógu góðar. Hörður steig vel upp og aðrir leikmenn tóku við keflinu sem er mjög gott. Við erum auðvitað að byggja á góðu liði og maður getur verið með frábæran leikmann en það þarf alltaf að vera liðsbragur ef þú ætlar að vinna leiki.“ „Ef þú ætlar að komast lengra og gera einhverjar rósir þá verður liðið að spila vel saman og búa til hlutina þannig að þó einhver skari fram úr einn daginn þá er það þannig. Það verður að vera liðsbragur á því,“ sagði Friðrik Ingi við Vísi eftir leik en Keflavíkur hefur unnið sigur í öllum þremur leikjunum síðan hann tók við sem þjálfari. Ívar: Fannst einn dómarinn ekki standa sig velÍvar Ásgrímsson er þjálfari HaukaÍvar Ásgrímsson þjálfari Hauka sagði leikinn í kvöld hafa verið saga tímabilsins hjá Haukum en þeir töpuðu í enn eitt skiptið í jöfnum leik. „Við einhvern veginn náum ekki að klára sóknirnar og erum ekki alveg nógu góðir. Við erum að halda Keflavík í 76 stigum og það er ég mjög ánægður með. Baráttan í vörninni er mjög góð annan leikinn í röð en við skorum ekki nema 68 sjálfir og þá er erfitt að vinna,“ sagði Ívar í viðtali við Vísi eftir leikinn í Sláturhúsinu í kvöld. „Okkur gekk illa í byrjun fjórða leikhluta og þá förum við að dripla fyrir utan og leita að þriggja stiga skotum í stað þess að sækja í teiginn. Við brenndum að vísu af opnum sniðskotum en heilt yfir voru menn að leggja sig fram. Finnur Atli spilaði frábæra vörn og Haukur steig upp. Samt sem áður erum viða ekki að ná að klára,“ bætti Ívar við. Haukar voru ósáttir með dómgæsluna oft á tíðum og þá sérstaklega í garð Sherrod Wright sem sjálfur bað oft um villur á Keflvíkinga við litlar undirtektir dómaranna. „Mér fannst einn dómarinn ekki standa sig vel í kvöld. Heilt yfir voru þeir að standa sig ágætlega en mér fannst einn dómarinn ekki vera í takt við hina tvo og það var það sem ég var ósáttur við. Mér fannst hann dæma fáránlegar villur miðað hvað hinir leyfðu. Eflaust var það báðum megin en heilt yfir stóðu þeir sig vel og ekkert hægt að kvarta.“ Næsti leikur hjá Haukum er gegn Snæfellingum sem þegar eru fallnir og þar verða Hafnfirðingar einfaldlega að næla í tvö stig. „Það er sigur sem við verðum að ná í. Við hljótum að koma grimmir til leiks þar, ég trúi ekki öðru,“ sagði Ívar Ásgrímsson að lokum. Hörður Axel: Vitum hvað við erum að sækjaHörður Axel Vilhjálmsson var frábær hjá Keflavík í kvöldvísir/ernirHörður Axel Vilhjálmsson var frábær í liði Keflavíkur í kvöld og dró vagninn sóknarlega. Hann var ánægður með sigurinn og sérstaklega í ljósi þess að Haukar unnu örugglega í leik liðanna fyrir áramót. „Haukarnir eru með hörkulið og þetta er sterkur sigur, tvö stig sem við erum virkilega sáttir með,“ sagði Hörður Axel við Vísi eftir leik. Keflvíkingar náðu góðu áhlaupi á gestina í lok þriðja leikhluta og létu forystuna aldrei af hendi eftir það. „Við fórum að ráðast á körfuna meira og hættum að sætta okkur við þessi stökkskot í kringum teiginn. Varnarlega stigum við upp og fórum að loka svolítið meira á Sherrod Wright saman í stað þess að láta Reggie (Dupree) dekka hann einn. Sherrod er hörku leikmaður en vill lítið gefa boltann.“ Framundan hjá Keflvíkingum er bílferð eftir Reykjanesbrautinni og í Frostaskjólið þar sem Íslands- og bikarmeistarar KR taka á móti þeim. „Allir leikir í deildinni eru erfiðir. Við tökum vel á þeim eins og öðrum og sjáum hverju það skilar okkur. Við förum ekki að breyta markmiðum eftir sigur. Við vitum fyrir hvað við stöndum og hvað það er sem við erum að sækja í,“ sagði Hörður Axel. Finnur Atli: Þetta er búið að vera sagan í veturFinnur Atli í leik með Haukum.Finnur Atli Magnússon leikmaður Hauka var niðurlútur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld og sagði erfitt að halda uppi jákvæðni þegar illa gengi. „Þetta er búið að vera sagan, við höfum tapað nokkrum leikjum með minna en 10 stigum og einhverjum með minna en 5. Það eru bara þrír leikir eftir og við getum ekkert farið að svekkja okkur núna. Við höfum reynt að halda okkur jákvæðum en það er erfitt þegar gengur illa,“ sagði Finnur Atli þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Haukar sitja í fallsætinu og eiga framundan gríðarlega mikilvægan leik gegn föllnu Snæfellsliði sem þó hefur sýnt klærnar í síðustu leikjum, nú síðast í kvöld gegn Grindavík. „Næstu leikir eru bara að duga eða drepast. Næsti leikur er gegn Snæfell sem eru að spila hörkubolta og við verðum að standa okkur. Ef við náum að klára Snæfell erum við uppi,“ sagði Finnur Atli. „Í fyrsta lagi þurfum við að hitta betur úr þriggja stiga skotum. Við þurfum að byggja á þessu, við höldum Keflavík í 76 stigum. Markmiðið fyrir veturinn var að ef við næðum að halda liðum undir 80 stigum þá ættum við að vera með nógu gott sóknarlið til að vinna,“ bætti Finnur Atli við. „Vörnin hjá okkur er hörkufín. Það koma tímabil hjá öllum liðum að menn gleyma sér aðeins, en við þurfum að setja niður skotin. Þeir voru 6 stigum yfir og Sherrod klikkar á sniðskoti, ég klikka á þrist, Haukur klikkar á þrist og Kristján klikkar á þrist. Ef eitthvað af þessu hefði farið ofan í þá hefði verið meiri spenna í lokin en því miður gerðu þau það ekki,“ sagði Finnur Atli að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Keflvíkingar unnu mikilvægan sigur á Haukum í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Haukar sitja því áfram í fallsæti en Keflvíkingar náðu í tvö mikilvæg stig í baráttunni um 4.sætið. Baráttan var í fyrirrúmi í fyrri hálfleik og liðin hittu illa í teignum. Bæði lið voru með betri nýtingu utan þriggja stiga línunnar en innan hennar í fyrri hálfleik og setti hvort lið niður fimm þrista í hálfleiknum. Vörn Hauka var öflug og oft á tíðum voru Keflvíkingar neyddir í erfið skot. Sherrod Wright eyddi töluverðum tíma á vítalínunni en hann skoraði 15 stig í fyrri hálfleik fyrir Hauka. Staðan í hálfleik var 37-35 gestunum í vil. Keflvíkingar tóku góðan sprett í lok þriðja leikhluta og héldu forystunni í fjórða leikhlutanum. Haukar voru í vandræðum að nálgast þá að ráði og skotin þeirra ekki að detta niður. Heimamenn náðu 8 stiga forystu þegar skammt var eftir sem gestirnir náðu aldrei að brúa. Keflvíkingar sigldu sigrinum í höfn, lokatölur urðu 76-68 og Suðurnesjamenn náðu þar í tvö mikilvæg stig í baráttunni um heimavallarétt í úrslitakeppninni. Hörður Axel var stigahæstur hjá Keflavík með 24 stig og Sherrod Wright skoraði 25 fyrir Hauka.Keflavík-Haukar 76-68 (17-17, 18-20, 25-19, 16-12)Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 24/10 fráköst/6 stoðsendingar, Amin Khalil Stevens 16/14 fráköst, Reggie Dupree 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 8/6 fráköst, Guðmundur Jónsson 5, Davíð Páll Hermannsson 4, Daði Lár Jónsson 4.Haukar: Sherrod Nigel Wright 25/8 fráköst, Haukur Óskarsson 12/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 9/8 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 6, Emil Barja 6/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 5, Breki Gylfason 3, Cedrick Taylor Bowen 2.Reggie Dupree í baráttu fyrr í vetur.Vísir/AntonAf hverju vann Keflavík?Keflvíkingar eru sjálfsagt ekkert sérstaklega ánægðir með leik sinn í kvöld en þeim mun sáttari með stigin tvö. Þeir voru lengi að koma sér í gang en Haukarnir eru líklega farnir að kannast of vel við það að tapa jöfnum leikjum. Undir lokin gekk lítið hjá gestunum og maður sá hvernig trúin á það að skotin myndu detta, hvarf smám saman. Keflvíkingar gengu á lagið og með Hörð Axel Vilhjálmsson í broddi fylkingar náðu þeir fínu áhlaupi sem skilaði sigrinum. Hittni Haukanna kom þeim um koll í kvöld. Varnarleikur þeirra var nokkuð góður lengst af og hefðu skotin hjá þeim dottið niður þá hefði þeir vel getað farið með stigin tvö heim í Hafnarfjörðinn í kvöld.Bestu menn vallarins:Hörður Axel Vilhjálmsson fór fremur rólega af stað í fyrsta leikhluta en var frábær í síðustu þremur. Hann skilaði 24 stigum, tók 10 fráköst og var aðeins 4 stoðsendingum frá þrefaldri tvennu. Amin Stevens var rólegri en oft áður en skilaði þó 16 stigum og 14 fráköstum og þá átti Reggie Dupree fína spretti. Hjá Haukum var Sherrod Wright atkvæðamestur í sókninni með 25 stig en var fullmikið að pirra sig á ákvörðunum dómaranna. Hann heimtaði villur hvað eftir annað og þó svo að hann hafi haft þó nokkuð til síns máls þá má hann ekki missa einbeitinguna í leiknum. Haukur Óskarsson átti fína innkomu af bekknum hjá Haukum og setti niður 12 stig en Haukar þurfa meira frá lykilmönnum eins og Finni Atla Magnússyni og Emil Barja.Tölfræði sem vakti athygli:Hittni Haukanna var ekki til útflutnings en þeir hittu úr 17 af 41 tveggja stiga skotum í leiknum sem gerir 32% nýtingu. Keflvíkingar hittu aðeins betur, eða 41% en leikmönnum gekk almennt illa að finna körfuna oft á tíðum. Haukar tóku alls 30 þriggja stiga skot í leiknum og hittu úr 9 á meðan Keflvíkingar tóku 19 skot fyrir utan línuna. Haukar skoruðu 14 stig eftir að hafa tekið sóknarfráköst en þeir tóku alls 11 slík í leiknum en Keflvíkingar 7.Hvað gekk illa?Eins og áður hefur komið fram gekk Haukum illa að hitta. Ætli þeir sér upp úr fallsætinu þurfa þeir að skella í nokkrar skotæfingar að Ásvöllum. Keflvíkingum gekk verr en oft áður að finna Amin Stevens en hann skoraði „ekki nema“ 16 stig í dag. Þá hefur Guðmundur Jónsson oftast hitt betur en hann gerði í kvöld en aðeins tvö af tólf skotum hans rötuðu rétta leið. Keflvíkingar þurfa meira framlag frá sínum mönnum á bekknum en þeir skiluðu aðeins 7 stigum í dag. Á móti sterkari andstæðingi þurfa þeir að geta nýtt breiddina og hvað þá þegar spilað verður jafn þétt og gert er í úrslitakeppninni. Friðrik Ingi: Þarf að vera liðsbragur þó einhver skari fram úrFriðrik Ingi Rúnarsson.Vísir/ValliFriðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur var ánægður með stigin tvö sem eru mikilvæg í baráttunni í efri hluta deildarinnar en ekkert sérstaklega með leikinn sem slíkan. „Fyrst og fremst er ég ánægður með sigurinn og kannski viðsnúninginn. Við vorum ekki að spila nógu vel í fyrri hálfleik en ég ætla ekki að taka það af Haukum að þeir voru flottir og sýndu kannski hvað þetta lið getur gert. Þeir eru með marga frábæra stráka og frábæra leikmenn,“ sagði Friðrik Ingi þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Ég vissi að þetta yrði snúinn leikur þannig að ég bar mikla virðingu fyrir þessum leik og fyrir Haukum. Ég var búinn að ræða það við mína leikmenn en við vorum ofboðslega flatir og í eltingarleik í fyrri hálfleik. Við náðum aðeins að endurstilla okkur í hálfleik og ákveðnir hlutir voru eins og svart og hvítt. Við gerðum hlutina allt öðruvísi í seinni hálfleik,“ bætti Friðrik Ingi við. Það hefur mikið verið rætt um Amin Stevens að undanförnu sem hefur verið frábær hjá Keflavík í vetur. Hann var fremur rólegur í kvöld en Hörður Axel Villhjálmsson steig vel upp í hans stað. „Við vorum kannski ekki að gera nógu vel í grunnatriðum að opna svæði. Hindranir sem við settum voru oft ekki nógu góðar. Hörður steig vel upp og aðrir leikmenn tóku við keflinu sem er mjög gott. Við erum auðvitað að byggja á góðu liði og maður getur verið með frábæran leikmann en það þarf alltaf að vera liðsbragur ef þú ætlar að vinna leiki.“ „Ef þú ætlar að komast lengra og gera einhverjar rósir þá verður liðið að spila vel saman og búa til hlutina þannig að þó einhver skari fram úr einn daginn þá er það þannig. Það verður að vera liðsbragur á því,“ sagði Friðrik Ingi við Vísi eftir leik en Keflavíkur hefur unnið sigur í öllum þremur leikjunum síðan hann tók við sem þjálfari. Ívar: Fannst einn dómarinn ekki standa sig velÍvar Ásgrímsson er þjálfari HaukaÍvar Ásgrímsson þjálfari Hauka sagði leikinn í kvöld hafa verið saga tímabilsins hjá Haukum en þeir töpuðu í enn eitt skiptið í jöfnum leik. „Við einhvern veginn náum ekki að klára sóknirnar og erum ekki alveg nógu góðir. Við erum að halda Keflavík í 76 stigum og það er ég mjög ánægður með. Baráttan í vörninni er mjög góð annan leikinn í röð en við skorum ekki nema 68 sjálfir og þá er erfitt að vinna,“ sagði Ívar í viðtali við Vísi eftir leikinn í Sláturhúsinu í kvöld. „Okkur gekk illa í byrjun fjórða leikhluta og þá förum við að dripla fyrir utan og leita að þriggja stiga skotum í stað þess að sækja í teiginn. Við brenndum að vísu af opnum sniðskotum en heilt yfir voru menn að leggja sig fram. Finnur Atli spilaði frábæra vörn og Haukur steig upp. Samt sem áður erum viða ekki að ná að klára,“ bætti Ívar við. Haukar voru ósáttir með dómgæsluna oft á tíðum og þá sérstaklega í garð Sherrod Wright sem sjálfur bað oft um villur á Keflvíkinga við litlar undirtektir dómaranna. „Mér fannst einn dómarinn ekki standa sig vel í kvöld. Heilt yfir voru þeir að standa sig ágætlega en mér fannst einn dómarinn ekki vera í takt við hina tvo og það var það sem ég var ósáttur við. Mér fannst hann dæma fáránlegar villur miðað hvað hinir leyfðu. Eflaust var það báðum megin en heilt yfir stóðu þeir sig vel og ekkert hægt að kvarta.“ Næsti leikur hjá Haukum er gegn Snæfellingum sem þegar eru fallnir og þar verða Hafnfirðingar einfaldlega að næla í tvö stig. „Það er sigur sem við verðum að ná í. Við hljótum að koma grimmir til leiks þar, ég trúi ekki öðru,“ sagði Ívar Ásgrímsson að lokum. Hörður Axel: Vitum hvað við erum að sækjaHörður Axel Vilhjálmsson var frábær hjá Keflavík í kvöldvísir/ernirHörður Axel Vilhjálmsson var frábær í liði Keflavíkur í kvöld og dró vagninn sóknarlega. Hann var ánægður með sigurinn og sérstaklega í ljósi þess að Haukar unnu örugglega í leik liðanna fyrir áramót. „Haukarnir eru með hörkulið og þetta er sterkur sigur, tvö stig sem við erum virkilega sáttir með,“ sagði Hörður Axel við Vísi eftir leik. Keflvíkingar náðu góðu áhlaupi á gestina í lok þriðja leikhluta og létu forystuna aldrei af hendi eftir það. „Við fórum að ráðast á körfuna meira og hættum að sætta okkur við þessi stökkskot í kringum teiginn. Varnarlega stigum við upp og fórum að loka svolítið meira á Sherrod Wright saman í stað þess að láta Reggie (Dupree) dekka hann einn. Sherrod er hörku leikmaður en vill lítið gefa boltann.“ Framundan hjá Keflvíkingum er bílferð eftir Reykjanesbrautinni og í Frostaskjólið þar sem Íslands- og bikarmeistarar KR taka á móti þeim. „Allir leikir í deildinni eru erfiðir. Við tökum vel á þeim eins og öðrum og sjáum hverju það skilar okkur. Við förum ekki að breyta markmiðum eftir sigur. Við vitum fyrir hvað við stöndum og hvað það er sem við erum að sækja í,“ sagði Hörður Axel. Finnur Atli: Þetta er búið að vera sagan í veturFinnur Atli í leik með Haukum.Finnur Atli Magnússon leikmaður Hauka var niðurlútur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld og sagði erfitt að halda uppi jákvæðni þegar illa gengi. „Þetta er búið að vera sagan, við höfum tapað nokkrum leikjum með minna en 10 stigum og einhverjum með minna en 5. Það eru bara þrír leikir eftir og við getum ekkert farið að svekkja okkur núna. Við höfum reynt að halda okkur jákvæðum en það er erfitt þegar gengur illa,“ sagði Finnur Atli þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Haukar sitja í fallsætinu og eiga framundan gríðarlega mikilvægan leik gegn föllnu Snæfellsliði sem þó hefur sýnt klærnar í síðustu leikjum, nú síðast í kvöld gegn Grindavík. „Næstu leikir eru bara að duga eða drepast. Næsti leikur er gegn Snæfell sem eru að spila hörkubolta og við verðum að standa okkur. Ef við náum að klára Snæfell erum við uppi,“ sagði Finnur Atli. „Í fyrsta lagi þurfum við að hitta betur úr þriggja stiga skotum. Við þurfum að byggja á þessu, við höldum Keflavík í 76 stigum. Markmiðið fyrir veturinn var að ef við næðum að halda liðum undir 80 stigum þá ættum við að vera með nógu gott sóknarlið til að vinna,“ bætti Finnur Atli við. „Vörnin hjá okkur er hörkufín. Það koma tímabil hjá öllum liðum að menn gleyma sér aðeins, en við þurfum að setja niður skotin. Þeir voru 6 stigum yfir og Sherrod klikkar á sniðskoti, ég klikka á þrist, Haukur klikkar á þrist og Kristján klikkar á þrist. Ef eitthvað af þessu hefði farið ofan í þá hefði verið meiri spenna í lokin en því miður gerðu þau það ekki,“ sagði Finnur Atli að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira