Porsche Panamera Sport Turismo verður grænn Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2017 10:47 Porsche Panamera Sport Turismo við prófanir. Porsche vinnur nú að útfærslu Sport Turismo útgáfu nýrrar kynslóðar stóra Panamera bílsins og verður hann enn stærri í þessari útfærslu með mikið rými fyrir aftursætisfarþega, sem og heilmikið skottrými. Sannarlega praktískur fjölskyldubíll, en með krafta í kögglum. Búast má við því að hann fái 2,9 lítra V6 vélina, en auk þess öfluga rafmótora og samtals skilar þessi drifrás 462 hestöflum og 700 Nm togi. Framendi bílsins er svo til sá sami og í hefðbundnum Panamera, en afturendinn er heilmikið breyttur. Inndraganlegur loftkljúfur er á afturenda bílsins. Sport Turismo mun vafalaust fást með fleiri drifrásum en þeirri sem að ofan er getið og líklega með allt sama úrvalið og í hefðbundnum Panamera. Mikil eftirspurn er eftir bílum eins og Sport Turismo í Bandaríkjunum, enda eru flestir bílar þar stórir. En Porsche íhugar einnig að bjóða coupe-útgáfu bílsins sem og blæjuútgáfu og þá einnig vegna eftirspurnar eftir slíkum bílum í Bandaríkjunum. Porsche Panamera Sport Turismo mun bjóðast kaupendur fyrir enda þessa árs en eftir áramót vestanhafs. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent
Porsche vinnur nú að útfærslu Sport Turismo útgáfu nýrrar kynslóðar stóra Panamera bílsins og verður hann enn stærri í þessari útfærslu með mikið rými fyrir aftursætisfarþega, sem og heilmikið skottrými. Sannarlega praktískur fjölskyldubíll, en með krafta í kögglum. Búast má við því að hann fái 2,9 lítra V6 vélina, en auk þess öfluga rafmótora og samtals skilar þessi drifrás 462 hestöflum og 700 Nm togi. Framendi bílsins er svo til sá sami og í hefðbundnum Panamera, en afturendinn er heilmikið breyttur. Inndraganlegur loftkljúfur er á afturenda bílsins. Sport Turismo mun vafalaust fást með fleiri drifrásum en þeirri sem að ofan er getið og líklega með allt sama úrvalið og í hefðbundnum Panamera. Mikil eftirspurn er eftir bílum eins og Sport Turismo í Bandaríkjunum, enda eru flestir bílar þar stórir. En Porsche íhugar einnig að bjóða coupe-útgáfu bílsins sem og blæjuútgáfu og þá einnig vegna eftirspurnar eftir slíkum bílum í Bandaríkjunum. Porsche Panamera Sport Turismo mun bjóðast kaupendur fyrir enda þessa árs en eftir áramót vestanhafs.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent