Forstjóri Nissan stígur úr forstjórastóli Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2017 09:44 Carlos Ghosn. Carlos Ghosn, er gegnt hefur forstjórastarfi bílaframleiðandans Nissan í tvo áratugi mun stíga úr forstjórastóli þann 1. apríl, eða eftir aðeins 6 daga. Carlos Ghosn hefur þó einnig gegnt forstjórastarfi hjá Renault og nýlega einnig Mitsubishi og mun halda því áfram. Renault-Nissan keypti á síðasta ári 34% hlut í Mitsubishi og við það tók Carlos Ghosn við stjórnartaumunum þar og var með því orðinn forstjóri þriggja þekktra bílaframleiðenda. Ghosn mun áfram gegna stjórnarformennsku í Nissan, svo segja má að hann hafi langt í frá stigið til hliðar í rekstri þessara þriggja bílaframleiðenda, heldur mun hann einungis gefa því stjórnunarteymi, sem hann hefur á tveimur áratugum sett saman hjá Nissan, lausan tauminn við rekstur þess. Með þessari breytingu getur Ghosn betur einbeitt sér að vanda Mitsubishi og samnýtingu þekkingar þar við hin tvö bílafyrirtækin. Það verður Hiroto Saikawa sem var aðstoðarforstjóri Ghosn sem sest í forstjórastól Nissan. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent
Carlos Ghosn, er gegnt hefur forstjórastarfi bílaframleiðandans Nissan í tvo áratugi mun stíga úr forstjórastóli þann 1. apríl, eða eftir aðeins 6 daga. Carlos Ghosn hefur þó einnig gegnt forstjórastarfi hjá Renault og nýlega einnig Mitsubishi og mun halda því áfram. Renault-Nissan keypti á síðasta ári 34% hlut í Mitsubishi og við það tók Carlos Ghosn við stjórnartaumunum þar og var með því orðinn forstjóri þriggja þekktra bílaframleiðenda. Ghosn mun áfram gegna stjórnarformennsku í Nissan, svo segja má að hann hafi langt í frá stigið til hliðar í rekstri þessara þriggja bílaframleiðenda, heldur mun hann einungis gefa því stjórnunarteymi, sem hann hefur á tveimur áratugum sett saman hjá Nissan, lausan tauminn við rekstur þess. Með þessari breytingu getur Ghosn betur einbeitt sér að vanda Mitsubishi og samnýtingu þekkingar þar við hin tvö bílafyrirtækin. Það verður Hiroto Saikawa sem var aðstoðarforstjóri Ghosn sem sest í forstjórastól Nissan.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent