Kítón-konur flytja uppáhaldslögin sín í Hamraborg Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 10:15 Ave Sillaots, Lára Sóley Jóhannsd., Ásdís Arnard., Helga Kvam, Ella Vala Ármannsd., Kristjana Arngrímsd. og Þórhildur Örvarsd. Mynd/Daníel Starrason Hópur sem kallar sig Kítón (norðlenskar konur í tónlist) stígur á svið Hamraborgar í Hofi á Akureyri á laugardaginn klukkan 20. Þar mun hljóma brot af því besta sem konurnar fluttu í geysivinsælli tónleikaröð síðasta haust. „Við vorum með visst þema á hverjum tónleikum, sjómannalög, lög sem tengdust sveitinni og lög frá hernámsárunum,“ lýsir Lára Sóley Jóhannsdóttir, söngkona og fiðluleikari. „Nú erum við búnar að velja uppáhaldslögin úr þessu þrennu enda fengum við alveg frábærar viðtökur og vorum ekki alveg tilbúnar að hætta og leggja þetta efni til hliðar.“ Tónleikar haustsins fóru meðal annars fram um borð í bát, í hlöðu og í Flugsafninu á Akureyri að sögn Láru Sóleyjar. Hún hlakkar til að koma nú fram í fyrsta flokks sal, þó hitt hafi verið skemmtilegt líka. Spurð hvaða þema höfði mest til hennar svarar hún: „Tónlistin frá hernámsárunum er rómantísk og falleg en það er meiri áskorun að flytja sjómannalögin, þau eru svo mögnuð en textarnir margir karllægir. Við settum aðeins upp kynjagleraugun. Sjómennirnir stæra sig af að eiga kærustur í hverri höfn, það þætti nú ekki jafn jákvætt ef konur ættu svo marga ástmenn!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. febrúar 2017 Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hópur sem kallar sig Kítón (norðlenskar konur í tónlist) stígur á svið Hamraborgar í Hofi á Akureyri á laugardaginn klukkan 20. Þar mun hljóma brot af því besta sem konurnar fluttu í geysivinsælli tónleikaröð síðasta haust. „Við vorum með visst þema á hverjum tónleikum, sjómannalög, lög sem tengdust sveitinni og lög frá hernámsárunum,“ lýsir Lára Sóley Jóhannsdóttir, söngkona og fiðluleikari. „Nú erum við búnar að velja uppáhaldslögin úr þessu þrennu enda fengum við alveg frábærar viðtökur og vorum ekki alveg tilbúnar að hætta og leggja þetta efni til hliðar.“ Tónleikar haustsins fóru meðal annars fram um borð í bát, í hlöðu og í Flugsafninu á Akureyri að sögn Láru Sóleyjar. Hún hlakkar til að koma nú fram í fyrsta flokks sal, þó hitt hafi verið skemmtilegt líka. Spurð hvaða þema höfði mest til hennar svarar hún: „Tónlistin frá hernámsárunum er rómantísk og falleg en það er meiri áskorun að flytja sjómannalögin, þau eru svo mögnuð en textarnir margir karllægir. Við settum aðeins upp kynjagleraugun. Sjómennirnir stæra sig af að eiga kærustur í hverri höfn, það þætti nú ekki jafn jákvætt ef konur ættu svo marga ástmenn!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. febrúar 2017
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira