Landspítalinn er ekki elliheimili Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. febrúar 2017 00:00 Gríðarlegt framboð hefur verið af fréttum af rekstrar- og húsnæðisvanda Landspítalans á síðustu árum. Það sem hefur hins vegar vantað er að þessi vandamál spítalans séu sett í samhengi. Til dæmis hvernig aukinn ferðamannastraumur hefur bitnað á rekstri spítalans, hvernig breytt aldurssamsetning þjóðarinnar hefur haft áhrif á hann og svo framvegis. Stjórnendur Landspítalans eru loksins byrjaðir að viðurkenna að rekstrarvandi spítalans er tilkominn vegna þess að spítalinn er ekki bara hátæknisjúkrahús því hann er á margan hátt einnig rekinn eins og hjúkrunarheimili. Spítalinn getur ekki útskrifað sjúklinga því ekki eru úrræði annars staðar í heilbrigðiskerfinu fyrir þá sem búnir eru að fá meðhöndlun inni á sjúkrahúsinu en geta ekki farið heim til sín. Þetta er kjarni þess sem kallað hefur verið „fráflæðisvandi“ Landspítalans. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum, fór yfir þetta í viðtali á Stöð 2 hinn 4. febrúar. „Aðalástæðan fyrir því að við erum í þessum vanda er að allt árið eru fimmtíu til hundrað manns hjá okkur sem hafa lokið meðferð og eiga í sjálfu sér ekki að vera á spítalanum. Það þarf að bæta meðferðina fyrir þetta fólk. Mest er þetta aldrað fólk og það er skömm að því að heilbrigðiskerfið skuli ekki sinna þessu sómafólki betur en gert er í dag,“ sagði Ólafur. Setja verður aukna fjárþörf Landspítalans í samhengi við þetta. Ríkisvaldið hefur vanrækt að byggja ný hjúkrunarheimili fyrir aldraða í réttu hlutfalli við eftirspurn. Landspítalinn hefur haldið áfram að þjónusta þessa skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins eftir að eiginlegri meðferð lýkur því engin úrræði eru fyrir þá annars staðar í kerfinu. Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst um 25 prósent á síðustu sjö árum. Í lok árs 2015 biðu um 400 manns eftir hjúkrunarheimili og um fjórðungur þess hóps lá inni á Landspítalanum. Vandamál tengd skorti á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða eiga bara eftir að aukast á næstu árum vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar. Þau munu ná hámarki þegar „baby boomer“ kynslóðin fer á eftirlaunaaldur. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar mun hafa gríðarleg áhrif á alla innviði íslensks samfélags hvort sem litið er til heilbrigðisþjónustu, lífeyriskerfis eða fjárfestingarþarfar vegna byggingar hjúkrunar- og öldrunarheimila. Á næsta áratug eru mjög stórir hópar fólks að setjast í helgan stein hér á landi og samhliða mun eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu aukast mikið. Af þessu leiðir að „fráflæðisvandinn“ sem Landspítalinn glímir við í dag mun bara aukast að óbreyttu. Auknar fjárveitingar til spítalans munu þá hrökkva skammt ef ekki verður tekið á rót vandans samhliða þeim. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Gríðarlegt framboð hefur verið af fréttum af rekstrar- og húsnæðisvanda Landspítalans á síðustu árum. Það sem hefur hins vegar vantað er að þessi vandamál spítalans séu sett í samhengi. Til dæmis hvernig aukinn ferðamannastraumur hefur bitnað á rekstri spítalans, hvernig breytt aldurssamsetning þjóðarinnar hefur haft áhrif á hann og svo framvegis. Stjórnendur Landspítalans eru loksins byrjaðir að viðurkenna að rekstrarvandi spítalans er tilkominn vegna þess að spítalinn er ekki bara hátæknisjúkrahús því hann er á margan hátt einnig rekinn eins og hjúkrunarheimili. Spítalinn getur ekki útskrifað sjúklinga því ekki eru úrræði annars staðar í heilbrigðiskerfinu fyrir þá sem búnir eru að fá meðhöndlun inni á sjúkrahúsinu en geta ekki farið heim til sín. Þetta er kjarni þess sem kallað hefur verið „fráflæðisvandi“ Landspítalans. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum, fór yfir þetta í viðtali á Stöð 2 hinn 4. febrúar. „Aðalástæðan fyrir því að við erum í þessum vanda er að allt árið eru fimmtíu til hundrað manns hjá okkur sem hafa lokið meðferð og eiga í sjálfu sér ekki að vera á spítalanum. Það þarf að bæta meðferðina fyrir þetta fólk. Mest er þetta aldrað fólk og það er skömm að því að heilbrigðiskerfið skuli ekki sinna þessu sómafólki betur en gert er í dag,“ sagði Ólafur. Setja verður aukna fjárþörf Landspítalans í samhengi við þetta. Ríkisvaldið hefur vanrækt að byggja ný hjúkrunarheimili fyrir aldraða í réttu hlutfalli við eftirspurn. Landspítalinn hefur haldið áfram að þjónusta þessa skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins eftir að eiginlegri meðferð lýkur því engin úrræði eru fyrir þá annars staðar í kerfinu. Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst um 25 prósent á síðustu sjö árum. Í lok árs 2015 biðu um 400 manns eftir hjúkrunarheimili og um fjórðungur þess hóps lá inni á Landspítalanum. Vandamál tengd skorti á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða eiga bara eftir að aukast á næstu árum vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar. Þau munu ná hámarki þegar „baby boomer“ kynslóðin fer á eftirlaunaaldur. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar mun hafa gríðarleg áhrif á alla innviði íslensks samfélags hvort sem litið er til heilbrigðisþjónustu, lífeyriskerfis eða fjárfestingarþarfar vegna byggingar hjúkrunar- og öldrunarheimila. Á næsta áratug eru mjög stórir hópar fólks að setjast í helgan stein hér á landi og samhliða mun eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu aukast mikið. Af þessu leiðir að „fráflæðisvandinn“ sem Landspítalinn glímir við í dag mun bara aukast að óbreyttu. Auknar fjárveitingar til spítalans munu þá hrökkva skammt ef ekki verður tekið á rót vandans samhliða þeim. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun