Ruglið á undan hruninu Frosti Logason skrifar 9. mars 2017 07:00 Ísland hefur lengi verið ofarlega á listanum yfir dýrustu lönd í heimi. Að mati greiningardeilda stóru viðskiptabankanna höfum við nú slegið öllum keppinautum okkar við. Ísland er dýrasta land í heimi. Noregur og Sviss fölna í samanburðinum. Eðlilega því hér er allt best og flottast. Norðurljósin eru orðin heitasta lúxusvaran. Við erum á grænni grein. Nema hvað það hefur enginn okkar orðið efni á þessu. Ég er ekki viss um að ferð með fjölskylduna í Bláa lónið sé eitthvað í boði á næstu misserum. Þingmenn á hinu háa Alþingi sem eru með 800 þúsund krónur á mánuði eftir skatt hafa ekki efni á þaki yfir höfuðið. Norðurljósaferðirnar kosta ekki nema sex og fimm á haus og fyrir sama pening færðu tæplega tvo hamborgara og sósu. Samt eru launin okkar víst líka með þeim allra hæstu í heiminum. En það er eingöngu þegar við horfum í erlenda mynt og leiðréttum ekki fyrir kaupmætti. Það er því ráð að kaupa allt sem maður getur á netinu eða grípa sér far með einhverju lággjalda flugfélagi til suðrænna stranda þar sem verð stendur í stað. Mokfyllum þar töskurnar af ódýru góssi. Sem betur fer eru verslunarmenn þó að átta sig á þessu. Stórar erlendar verslunarkeðjur undirbúa komu sína til landsins og ætla að bjóða upp á mannsæmandi verðlagningu. Hérlendir heildsalar eru að hugsa um að skrúfa aðeins niður í okrinu. Það er aldrei að vita nema bleyjur og barnamatur verði á færi venjulegs launafólks. Og vonandi sjáum við þetta allt raungerast áður en næsta efnahagshrun skellur á okkur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun
Ísland hefur lengi verið ofarlega á listanum yfir dýrustu lönd í heimi. Að mati greiningardeilda stóru viðskiptabankanna höfum við nú slegið öllum keppinautum okkar við. Ísland er dýrasta land í heimi. Noregur og Sviss fölna í samanburðinum. Eðlilega því hér er allt best og flottast. Norðurljósin eru orðin heitasta lúxusvaran. Við erum á grænni grein. Nema hvað það hefur enginn okkar orðið efni á þessu. Ég er ekki viss um að ferð með fjölskylduna í Bláa lónið sé eitthvað í boði á næstu misserum. Þingmenn á hinu háa Alþingi sem eru með 800 þúsund krónur á mánuði eftir skatt hafa ekki efni á þaki yfir höfuðið. Norðurljósaferðirnar kosta ekki nema sex og fimm á haus og fyrir sama pening færðu tæplega tvo hamborgara og sósu. Samt eru launin okkar víst líka með þeim allra hæstu í heiminum. En það er eingöngu þegar við horfum í erlenda mynt og leiðréttum ekki fyrir kaupmætti. Það er því ráð að kaupa allt sem maður getur á netinu eða grípa sér far með einhverju lággjalda flugfélagi til suðrænna stranda þar sem verð stendur í stað. Mokfyllum þar töskurnar af ódýru góssi. Sem betur fer eru verslunarmenn þó að átta sig á þessu. Stórar erlendar verslunarkeðjur undirbúa komu sína til landsins og ætla að bjóða upp á mannsæmandi verðlagningu. Hérlendir heildsalar eru að hugsa um að skrúfa aðeins niður í okrinu. Það er aldrei að vita nema bleyjur og barnamatur verði á færi venjulegs launafólks. Og vonandi sjáum við þetta allt raungerast áður en næsta efnahagshrun skellur á okkur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun