Ísland í fararbroddi í jafnréttismálum Þorsteinn Víglundsson skrifar 8. mars 2017 09:47 Til hamingju með daginn konur. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er gott til þess að hugsa að staða í jafnréttismálum á Íslandi er sterk í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt Global Gender Gap Report skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) er Ísland í efsta sæti og hefur raunar skipað efsta sætið síðustu 7 ár. Við erum vissulega í fremstu röð í dag og ef við ætlum að halda stöðu okkar þar þurfum við stöðugt að horfa til þess sem við getum bætt.Mikil atvinnuþátttaka kvenna Þegar horft er til þeirra þátta sem mæla árangur landa kemur í ljós að Ísland er í fyrsta sæti hvað varðar forystu kvenna á sviði stjórnmálanna og aðgengi að menntun. Eftir síðustu kosningar náðist sá jákvæði árangur að á Alþingi er hlutfall kvenna nú 48%. Ísland er sömuleiðis í hópi tíu efstu landa um atvinnuþátttöku og tækifæra á vinnumarkaði og í 11. sæti þegar litið er til kynbundins launamisréttis. Sérstaða íslensks vinnumarkaðar hefur raunar lengi verið sá að hlutfall kvenna á vinnumarkaði er meðal þess hæsta sem þekkist í heiminum. Atvinnuþátttaka kvenna er raunar ein sú mesta sem mælist meðal OECD ríkja. Á árinu 2014 var hún þannig 78,2% en á hinum Norðurlöndunum mælist hún um 70%.Kynbundinn launamunur er staðreynd Það er helst hvað varðar tvö tiltekin vandamál sem mest er eftir óunnið, annarsvegar hvað varðar kynbundinn launamun og hinsvegar hvað varðar kynbundið ofbeldi. Þrátt fyrir almennt góðu stöðu glímum við enn við þann veruleika að konur fá greidd lægri laun vegna kynferðis og við glímum enn við að konur eru færri í ábyrgðarstöðum í viðskiptalífinu. Að þessu leyti er viðskiptalífið eftirbátur stjórnmálanna. Konum hefur fjölgað í stjórnum með setningu laga um kynjahlutföll en eftir stendur að fáar konur eru stjórnarformenn eða forstjórar stærstu fyrirtækja landsins. Aðgerðir til að vinna gegn kynbundnum launamun eru sannarlega meðal brýnustu verkefna jafnréttismála. Fyrsta íslenska rannsóknin á kynbundnum launamun sem tók til vinnumarkaðarins í heild var unnin af Hagstofu Íslands. Hún byggist á viðamiklum gagnagrunni um laun og margvíslegum þáttum um stöðu 70.0000 launamanna á árunum 2008–2013. Niðurstaðan var sú að kynbundinn launamunur var 7,6% á vinnumarkaðinum í heild þegar horft var til alls tímabilsins. Á almennum vinnumarkaði mælist meiri kynbundinn launamunur en á opinberum vinnumarkaði, en á hinum almenna vinnumarkaði var hann 7,8% en aftur á móti 7% á hinum opinbera. Allt tal um að vafi sé á kynbundnum launamun er því einfaldlega rangt, viðamiklar rannsóknir sýna þennan mun aftur og aftur.Aðgerðir til að tryggja launajafnrétti Innan skamms verður kynnt frumvarp um jafnlaunavottun, sem miðar að því að ná fram launajafnrétti karla og kvenna. Þá eru á döfinni hækkanir á greiðslum til foreldra í fæðingarorlofi. Ein afleiðing hrunsins var sú að stjórnvöld lækkuðu greiðslur til foreldra í fæðingarolofi nokkuð. Það varð til þess að mun færri börn nutu samvista við feður í fæðingarorlofi en áður var. Afleiðingin varð sú að feður í lægsta og hæsta tekjuþrepinu minnkuðu töku fæðingarorlofs til mikilla muna. Alvarlegri afleiðing þess að feður taka styttra fæðingarorlof er sú að með því aukast líkur á því að tími barna heimavið styttist, þar sem minni nýting á fæðingaorlofi getur orðið til þess að börnin fari fyrr í dagvistun. Að þessu leyti má því færa rök fyrir því að hærri greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi stuðli að lengra fæðingarorlofi, þar sem foreldrar fullnýta þá frekar rétt sinn. Sjálfstæður réttur feðra til töku fæðingarorlofs er þess vegna ekki síður rétt barns til samvista við báða foreldra. Þann 8. mars getum við verið stolt af miklum árangri okkar sem þjóðar í jafnréttismálum. Sá góði árangur á að vera okkur öllum hvatning til að halda áfram og vera í fararbroddi í jafnréttismálum á heimsvísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Til hamingju með daginn konur. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er gott til þess að hugsa að staða í jafnréttismálum á Íslandi er sterk í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt Global Gender Gap Report skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) er Ísland í efsta sæti og hefur raunar skipað efsta sætið síðustu 7 ár. Við erum vissulega í fremstu röð í dag og ef við ætlum að halda stöðu okkar þar þurfum við stöðugt að horfa til þess sem við getum bætt.Mikil atvinnuþátttaka kvenna Þegar horft er til þeirra þátta sem mæla árangur landa kemur í ljós að Ísland er í fyrsta sæti hvað varðar forystu kvenna á sviði stjórnmálanna og aðgengi að menntun. Eftir síðustu kosningar náðist sá jákvæði árangur að á Alþingi er hlutfall kvenna nú 48%. Ísland er sömuleiðis í hópi tíu efstu landa um atvinnuþátttöku og tækifæra á vinnumarkaði og í 11. sæti þegar litið er til kynbundins launamisréttis. Sérstaða íslensks vinnumarkaðar hefur raunar lengi verið sá að hlutfall kvenna á vinnumarkaði er meðal þess hæsta sem þekkist í heiminum. Atvinnuþátttaka kvenna er raunar ein sú mesta sem mælist meðal OECD ríkja. Á árinu 2014 var hún þannig 78,2% en á hinum Norðurlöndunum mælist hún um 70%.Kynbundinn launamunur er staðreynd Það er helst hvað varðar tvö tiltekin vandamál sem mest er eftir óunnið, annarsvegar hvað varðar kynbundinn launamun og hinsvegar hvað varðar kynbundið ofbeldi. Þrátt fyrir almennt góðu stöðu glímum við enn við þann veruleika að konur fá greidd lægri laun vegna kynferðis og við glímum enn við að konur eru færri í ábyrgðarstöðum í viðskiptalífinu. Að þessu leyti er viðskiptalífið eftirbátur stjórnmálanna. Konum hefur fjölgað í stjórnum með setningu laga um kynjahlutföll en eftir stendur að fáar konur eru stjórnarformenn eða forstjórar stærstu fyrirtækja landsins. Aðgerðir til að vinna gegn kynbundnum launamun eru sannarlega meðal brýnustu verkefna jafnréttismála. Fyrsta íslenska rannsóknin á kynbundnum launamun sem tók til vinnumarkaðarins í heild var unnin af Hagstofu Íslands. Hún byggist á viðamiklum gagnagrunni um laun og margvíslegum þáttum um stöðu 70.0000 launamanna á árunum 2008–2013. Niðurstaðan var sú að kynbundinn launamunur var 7,6% á vinnumarkaðinum í heild þegar horft var til alls tímabilsins. Á almennum vinnumarkaði mælist meiri kynbundinn launamunur en á opinberum vinnumarkaði, en á hinum almenna vinnumarkaði var hann 7,8% en aftur á móti 7% á hinum opinbera. Allt tal um að vafi sé á kynbundnum launamun er því einfaldlega rangt, viðamiklar rannsóknir sýna þennan mun aftur og aftur.Aðgerðir til að tryggja launajafnrétti Innan skamms verður kynnt frumvarp um jafnlaunavottun, sem miðar að því að ná fram launajafnrétti karla og kvenna. Þá eru á döfinni hækkanir á greiðslum til foreldra í fæðingarorlofi. Ein afleiðing hrunsins var sú að stjórnvöld lækkuðu greiðslur til foreldra í fæðingarolofi nokkuð. Það varð til þess að mun færri börn nutu samvista við feður í fæðingarorlofi en áður var. Afleiðingin varð sú að feður í lægsta og hæsta tekjuþrepinu minnkuðu töku fæðingarorlofs til mikilla muna. Alvarlegri afleiðing þess að feður taka styttra fæðingarorlof er sú að með því aukast líkur á því að tími barna heimavið styttist, þar sem minni nýting á fæðingaorlofi getur orðið til þess að börnin fari fyrr í dagvistun. Að þessu leyti má því færa rök fyrir því að hærri greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi stuðli að lengra fæðingarorlofi, þar sem foreldrar fullnýta þá frekar rétt sinn. Sjálfstæður réttur feðra til töku fæðingarorlofs er þess vegna ekki síður rétt barns til samvista við báða foreldra. Þann 8. mars getum við verið stolt af miklum árangri okkar sem þjóðar í jafnréttismálum. Sá góði árangur á að vera okkur öllum hvatning til að halda áfram og vera í fararbroddi í jafnréttismálum á heimsvísu.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun