Neyðarkall Magnús Guðmundsson skrifar 8. mars 2017 07:00 Þegar á reynir hefur þessi þjóð oftar en ekki haft þann háttinn á að standa saman. Blessunarlega, því saman getum við staðið af okkur storma, stórhríð og grábölvað mótlæti sem engin sála getur staðið af sér ein og óstudd. Við erum fámenn þjóð og návígi okkar við þá sem glíma við erfiðleika því mikið og efalítið er það ein helsta forsenda þessarar samkenndar. Þar sem ógæfan heggur þá heggur hún okkur nærri. Því miður er það þó þannig að við sem samfélag gerum greinarmun á ógæfu og ógæfu, veikindum og veikindum. Á þetta benti Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, í afar athyglisverðri grein hér í Fréttablaðinu um síðustu helgi. Gunnar Hrafn hefur frá unglingsaldri glímt við sjúklegt þunglyndi sem er að sönnu lífshættulegur sjúkdómur en engu að síður eru viðbrögð samfélagsins allt önnur en ef sjúkdómurinn væri af öðrum toga en geðrænum. Árlega falla tugir einstaklinga fyrir eigin hendi, eða öllu heldur fyrir þessum erfiðu sjúkdómum, en þrátt fyrir það virðast þeir sem veikjast af geðsjúkdómum vera settir aftar á merina en aðrir. Gunnar Hrafn leggur áherslu á að til þess að bæta úr þessu þurfi stjórnvöld að grípa strax til aðgerða og Alþingi að lyfta sér upp yfir flokkspólitík. Það eru því mikil vonbrigði að sjá Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra vísa til stjórnarsáttmála, minna á stjórnarkreppu og hafna því að málaflokkurinn sé í lamasessi. Ástandið er þó þannig að með endurbótum og raunverulegu forvarnarstarfi gætum við mögulega bjargað tugum mannslífa á viku. Ef þetta væri spurning um fólk sem hefði týnst á fjöllum þá væri án efa búið að kalla út björgunarsveitirnar okkar fyrir löngu. En hversu slæmt þarf ástandið að vera til þess að heilbrigðisráðherra taki ákvörðun um að kalla út björgunarsveitirnar fyrir geðsjúka? Hver er viðbragðstími ráðherra gagnvart þessu neyðarkalli? Það eitt að tryggja að bráðamóttaka geðdeildar Landspítalans sé opin allan sólarhringinn, alla daga ársins en ekki aðeins á skrifstofutíma gæti mögulega bjargað fjölda mannslífa. Mannslífa sem eru búin að gera nóg af því að bíða og þurfa ekki á því að halda að bíða eftir aðgerðaráætlunum eins ágætar og jafnvel nauðsynlegar og þær geta verið. Því auðvitað þurfa að koma til róttækar endurbætur á þessum málaflokki innan heilbrigðiskerfisins en á meðan mannslíf eru í hættu er auðvitað ekki forsvaranlegt að gera þá kröfu til sjúklinga að þeir haldi sig við brýnustu neyð á skrifstofutíma. Óttarr Proppé hefur tækifæri til þess að vera ráðherra málaflokksins og fólksins sem þarf á honum að halda, fremur en ráðherra ríkisstjórnarinnar. En til þess þarf hann að finna hjá sér hugrekki til þess að berja í ríkisstjórnarborðið og grípa til aðgerða án tafar og svara neyðarkalli þeirri sem glíma við geðsjúkdóma. Það hlýtur að vera krafa þjóðar sem lætur sér farsæld, líf og öryggi meðborgara sinna varða að ráðamenn geri sitt til þess að bjarga mannslífum þegar það er gerlegt. Þetta er neyðarkall. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Þegar á reynir hefur þessi þjóð oftar en ekki haft þann háttinn á að standa saman. Blessunarlega, því saman getum við staðið af okkur storma, stórhríð og grábölvað mótlæti sem engin sála getur staðið af sér ein og óstudd. Við erum fámenn þjóð og návígi okkar við þá sem glíma við erfiðleika því mikið og efalítið er það ein helsta forsenda þessarar samkenndar. Þar sem ógæfan heggur þá heggur hún okkur nærri. Því miður er það þó þannig að við sem samfélag gerum greinarmun á ógæfu og ógæfu, veikindum og veikindum. Á þetta benti Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, í afar athyglisverðri grein hér í Fréttablaðinu um síðustu helgi. Gunnar Hrafn hefur frá unglingsaldri glímt við sjúklegt þunglyndi sem er að sönnu lífshættulegur sjúkdómur en engu að síður eru viðbrögð samfélagsins allt önnur en ef sjúkdómurinn væri af öðrum toga en geðrænum. Árlega falla tugir einstaklinga fyrir eigin hendi, eða öllu heldur fyrir þessum erfiðu sjúkdómum, en þrátt fyrir það virðast þeir sem veikjast af geðsjúkdómum vera settir aftar á merina en aðrir. Gunnar Hrafn leggur áherslu á að til þess að bæta úr þessu þurfi stjórnvöld að grípa strax til aðgerða og Alþingi að lyfta sér upp yfir flokkspólitík. Það eru því mikil vonbrigði að sjá Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra vísa til stjórnarsáttmála, minna á stjórnarkreppu og hafna því að málaflokkurinn sé í lamasessi. Ástandið er þó þannig að með endurbótum og raunverulegu forvarnarstarfi gætum við mögulega bjargað tugum mannslífa á viku. Ef þetta væri spurning um fólk sem hefði týnst á fjöllum þá væri án efa búið að kalla út björgunarsveitirnar okkar fyrir löngu. En hversu slæmt þarf ástandið að vera til þess að heilbrigðisráðherra taki ákvörðun um að kalla út björgunarsveitirnar fyrir geðsjúka? Hver er viðbragðstími ráðherra gagnvart þessu neyðarkalli? Það eitt að tryggja að bráðamóttaka geðdeildar Landspítalans sé opin allan sólarhringinn, alla daga ársins en ekki aðeins á skrifstofutíma gæti mögulega bjargað fjölda mannslífa. Mannslífa sem eru búin að gera nóg af því að bíða og þurfa ekki á því að halda að bíða eftir aðgerðaráætlunum eins ágætar og jafnvel nauðsynlegar og þær geta verið. Því auðvitað þurfa að koma til róttækar endurbætur á þessum málaflokki innan heilbrigðiskerfisins en á meðan mannslíf eru í hættu er auðvitað ekki forsvaranlegt að gera þá kröfu til sjúklinga að þeir haldi sig við brýnustu neyð á skrifstofutíma. Óttarr Proppé hefur tækifæri til þess að vera ráðherra málaflokksins og fólksins sem þarf á honum að halda, fremur en ráðherra ríkisstjórnarinnar. En til þess þarf hann að finna hjá sér hugrekki til þess að berja í ríkisstjórnarborðið og grípa til aðgerða án tafar og svara neyðarkalli þeirri sem glíma við geðsjúkdóma. Það hlýtur að vera krafa þjóðar sem lætur sér farsæld, líf og öryggi meðborgara sinna varða að ráðamenn geri sitt til þess að bjarga mannslífum þegar það er gerlegt. Þetta er neyðarkall.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun