Æfðu árásir á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2017 11:45 Kim Jong Un fylgdist með skotunum. Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu, KCNA, segir tilraunaskot fjögurra eldflauga í átt að Japan um helgina hafa verið æfingu fyrir árás á bandarískar herstöðvar í Japan. Þrjár af fjórum eldflaugum lentu í sjónum um 300 kílómetra frá ströndum Japan. Kim Jong Un, einræðisherra landsins, fylgdist með skotunum. Yfirvöld í Japan og í Bandaríkjunum hafa kallað eftir fundi öryggsiráðs Sameinuðu þjóðanna, en eldflaugaskot Norður-Kóreu eru brot á ályktunum ráðsins. Samkvæmt Sky News er reiknað með því að fundað verði á morgun. Norður-Kórea hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geta borið slík vopn um langar vegalengdir. Fjölmörgum og umfangsmiklum viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að hægja á tilraununum.Vísir/GraphicNewsÞrátt fyrir það virðist ríkið hafa náð árangri í vopnaáætlun sinni.Sjá einnig: Skutu fjórum eldflaugum langleiðina til Japan Í kjölfar tilraunaskotanna um helgina hafa Bandaríkin flýtt uppsetningu háþróaðs eldflaugavarnakerfis í Suður-Kóreu. Um er að ræða svokallað Thaad-kerfi en stjórnvöld Kína hafa mótmælt þeim ætlunum harðlega. Kínverjar segja varnarkerfið ná langt inn á svæði þeirra og að það muni gjörbylta jafnvægi svæðisins. Samkvæmt frétt BBC er uppsetning Thaad-kerfisins þegar hafin og vonast er til þess að vinnunni verði lokið í apríl. Ekki væri hægt að nota Thaad-kerfið til að skjóta niður eldflaugar sem skotið væri frá Kína til Bandaríkjanna, ef ríkin stæðu í hernaði. Hins vegar myndi kerfið mögulega veita Bandaríkjamönnum mikinn fyrirvara um eldflaugaskot Kínverja. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu, KCNA, segir tilraunaskot fjögurra eldflauga í átt að Japan um helgina hafa verið æfingu fyrir árás á bandarískar herstöðvar í Japan. Þrjár af fjórum eldflaugum lentu í sjónum um 300 kílómetra frá ströndum Japan. Kim Jong Un, einræðisherra landsins, fylgdist með skotunum. Yfirvöld í Japan og í Bandaríkjunum hafa kallað eftir fundi öryggsiráðs Sameinuðu þjóðanna, en eldflaugaskot Norður-Kóreu eru brot á ályktunum ráðsins. Samkvæmt Sky News er reiknað með því að fundað verði á morgun. Norður-Kórea hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geta borið slík vopn um langar vegalengdir. Fjölmörgum og umfangsmiklum viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að hægja á tilraununum.Vísir/GraphicNewsÞrátt fyrir það virðist ríkið hafa náð árangri í vopnaáætlun sinni.Sjá einnig: Skutu fjórum eldflaugum langleiðina til Japan Í kjölfar tilraunaskotanna um helgina hafa Bandaríkin flýtt uppsetningu háþróaðs eldflaugavarnakerfis í Suður-Kóreu. Um er að ræða svokallað Thaad-kerfi en stjórnvöld Kína hafa mótmælt þeim ætlunum harðlega. Kínverjar segja varnarkerfið ná langt inn á svæði þeirra og að það muni gjörbylta jafnvægi svæðisins. Samkvæmt frétt BBC er uppsetning Thaad-kerfisins þegar hafin og vonast er til þess að vinnunni verði lokið í apríl. Ekki væri hægt að nota Thaad-kerfið til að skjóta niður eldflaugar sem skotið væri frá Kína til Bandaríkjanna, ef ríkin stæðu í hernaði. Hins vegar myndi kerfið mögulega veita Bandaríkjamönnum mikinn fyrirvara um eldflaugaskot Kínverja.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira