Trump bálreiður og vonsvikinn vegna Sessions málsins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. mars 2017 22:58 Donald Trump hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti forseta. Vísir/EPA Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er bæði vonsvikinn og reiður út í starfslið sitt eftir þá athygli sem mál dómsmálaráðherrans Jeff Sessions, hefur fengið. Hann er sérstaklega pirraður yfir því að málið hafi eyðilagt þá jákvæðu athygli sem hann fékk eftir stefnurræðu sína á bandaríska þinginu. Upp komst um það á dögunum að Sessions hefði tvisvar fundað með sendiherra Rússlands á meðan að kosningabaráttu Trump stóð sem hæst en málið er litið alvarlegum augum, þar sem Sessions hafði sagt þingnefnd bandaríska þingsins að hann hefði ekki átt í neinum samskiptum við Rússa. Hann varð því að segja sig frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa á bandarískar stofnanir í aðdraganda kosninganna í nóvember.Sjá einnig: Sessions segir sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku kosningunumSamkvæmt heimildum CNN hefur Trump aldrei verið eins æfur út í starfslið sitt, sem hann sakar um að hafa ekki sinnt starfi sínu vegna þeirrar athygli sem mál Sessions hefur fengið. Talið er að hann sé sérstaklega reiður vegna þess að einungis fyrir örfáum dögum upplifði forsetinn í fyrsta skipti jákvæða athygli meirihluta fjölmiðla fyrir ræðu sína á bandaríska þinginu. Talið er að Trump hafi látið starfslið sitt í Hvíta húsinu heyra það á föstudaginn, áður en hann hélt til Flórída, þar sem hann eyðir tíma sínum um helgina. Á laugardagsmorgni notaði Trump svo tækifærið og sakaði Barack Obama um að hafa hlerað sig og telja margir það hafa verið tilraun til að dreifa athyglinni frá máli Sessions. Trump er mikið niðri fyrir um þessar mundir, vegna þess að hann telur að hann fái ekki þá viðurkenningu sem hann á skilið fyrir tíma sinn í embætti forseta. Hann sé orðinn þreyttur á því að „verða fyrir nýjum áföllum í hverri viku.“ Donald Trump Tengdar fréttir Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00 Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er bæði vonsvikinn og reiður út í starfslið sitt eftir þá athygli sem mál dómsmálaráðherrans Jeff Sessions, hefur fengið. Hann er sérstaklega pirraður yfir því að málið hafi eyðilagt þá jákvæðu athygli sem hann fékk eftir stefnurræðu sína á bandaríska þinginu. Upp komst um það á dögunum að Sessions hefði tvisvar fundað með sendiherra Rússlands á meðan að kosningabaráttu Trump stóð sem hæst en málið er litið alvarlegum augum, þar sem Sessions hafði sagt þingnefnd bandaríska þingsins að hann hefði ekki átt í neinum samskiptum við Rússa. Hann varð því að segja sig frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa á bandarískar stofnanir í aðdraganda kosninganna í nóvember.Sjá einnig: Sessions segir sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku kosningunumSamkvæmt heimildum CNN hefur Trump aldrei verið eins æfur út í starfslið sitt, sem hann sakar um að hafa ekki sinnt starfi sínu vegna þeirrar athygli sem mál Sessions hefur fengið. Talið er að hann sé sérstaklega reiður vegna þess að einungis fyrir örfáum dögum upplifði forsetinn í fyrsta skipti jákvæða athygli meirihluta fjölmiðla fyrir ræðu sína á bandaríska þinginu. Talið er að Trump hafi látið starfslið sitt í Hvíta húsinu heyra það á föstudaginn, áður en hann hélt til Flórída, þar sem hann eyðir tíma sínum um helgina. Á laugardagsmorgni notaði Trump svo tækifærið og sakaði Barack Obama um að hafa hlerað sig og telja margir það hafa verið tilraun til að dreifa athyglinni frá máli Sessions. Trump er mikið niðri fyrir um þessar mundir, vegna þess að hann telur að hann fái ekki þá viðurkenningu sem hann á skilið fyrir tíma sinn í embætti forseta. Hann sé orðinn þreyttur á því að „verða fyrir nýjum áföllum í hverri viku.“
Donald Trump Tengdar fréttir Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00 Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00
Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30