Emil Hallfreðsson lék allan leikinn fyrir Udinese sem gerði 1-1 jafntefli við Ítalíumeistara Juventus á heimavelli í dag.
Udinese hefur gengið frekar illa að undanförnu og ekki unnið í fimm leikjum í röð. Liðið er í 14. sæti deildarinnar með 30 stig.
Kólumbíumaðurinn Duvan Zapata kom Udinese yfir á 37. mínútu en Leonardo Bonucci jafnaði metin eftir klukkutíma leik.
Juventus er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar þegar 11 umferðum er ólokið.
Inter gerði góða ferð til Sardiníu og vann 1-5 sigur á Cagliari.
Ivan Perisic (2), Ever Benega, Mauro Icardi og Robert Gagliardini skoruðu mörk Inter sem er í 5. sæti deildarinnar.
Úrslit dagsins:
Udinese 1-1 Juventus
Cagliari 1-5 Inter
Atalanta 0-0 Fiorentina
Crotone 0-0 Sassuolo
Empoli 0-2 Genoa
Torino 3-1 Palermo
Emil og félagar gerðu jafntefli við meistarana
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
